Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 Helcjctrblacf 13 "V 53 Það er „grúví“ að vera gamall Það er kominn tími til að endurskoða þá útbreiddu afstöðu að æskan eigi einhuern einkaréttá rokkinu. Allt íkrinqum okkur blasa i/ið dæmi um að það er fallegt að vera gömul stjarna og sannarlega „grúví“ að vera gamall Frá því rokkið kom fram á sjónarsviðið á sjötta áratugnum hefur sú hugmynd loðað við þessa tónlist að hún væri með einhverjum hætti sér- staklega frátekin fyrir ungt fólk. Flestar hljóm- sveitir sem verða vinsælar eru skipaða ungu fólki og elskaðar, dáðar og eltar af ungum konum og körlum. Þessi hugmyndafræði hefur leitt til þess að margar, og reyndar flestar, vinsælar hljómsveitir hætta þegar þrítugsaldurinn sígur yfir þær. Sem betur fer hafa þó nokkrar sveitir þrjóskast við og haldið fast í míkrófóninn og neitað að yfirgefa sviðið. Ellirokk nýtur því vaxandi vinsælda og er það vel því það er auðvitað andi rokksins sem lifir, án tillits til umbúðanna. Gott dæmi um þetta eru Rolling Stones. Götu- strákarnir sem þóttu svo ljótir þegar hljómsveitin var stofnuð eru enn á ferð. Einn af stofnendunum, Brian Jones, er látinn og Bill Wyman bassaleikari er farinn á eftirlaun, 65 ára að aldri. Hinir rokka villt áfram og meðalaldur þeirra stofnmeðlima sem enn lifa er 59 ár. Rollingarnar eru nýlagðir af stað í enn eina hljómleikaferðina um heiminn við Ragnar Bjarnason er ekki rokkari og var aldrci táningastjarna en er klassískt dæmi um söngvara sem eldist vel og við hljótum að vona að hætti ekki að syngja i bráð. Líklega er Pétur Kristjánsson sá íslenskra rokkara sem hefur lengst tollað t hlutverkinu en hann og félagar hans í Pops hafa spilað í meira en 30 ár og Pétur heldur enn hárinu. Hljómar frá Keflavík eru oft kallaði með réttu fyrsta íslenska bítlahljómsveitin. Þeir eru staðgenglar Rolling Stones á íslandi að því leyti að þeir starfa enn eftir unt 40 ára feril og hafa aldrei hætt. argandi vinsældir sem endranær. Annað gott er hljómsveitin The Who sem var að leggja af stað í tónleikaferð á dögunum þegar bassaleikarinn, John Entwistle, varð bráðkvaddur. Sveitin hélt ferðinni áfram og er meðalaldur eftirlifandi meðlima 57,5 ár. Þetta þýðir að einungis 50% sveitarinnar eru enn á lífi en rokkið mun aldrei deyja eins og Neil Young sagði. Hann sagði reyndar líka að það væri betra að brenna út en dofna hægt og hægt. Stundum rísa hljómsveitir upp frá dauðum og rjúka af stað þótt höfuðpaurinn og aðalnúmerið sé víðs fjarri. Um þessar mundir er hljómsveitin The Other Ones að leggja af stað í tónleikaferð en það eru þeir sem enn lifa af hljómsveitinni The Grateful Dead og er meðalaldur þeirra um 58 ár. Af virðingu við stofnandann og leiðtogann, Jerry Garcia, sem lést fyrir sjö árum, vilja þeir ekki nota nafnið Grateful Dead. Einnig er verið að undirbúa hljómleikaferð The Doors sem hafa ákveðið endurkomu sina ríflega 30 árum eftir lát Jims Morrissons. Eftir stóran upphafskonsert í Kaliforníu er heimsferð ráðgerð árið 2003. Hvaða bylting? Þetta ellisprikl finnst mörgum vera í argandi mótsögn við þá byltingarhugsjón sem rokkið byggðist á í upphafi. Um þetta hafa menn skrifað lærðar bækur, eins og John Strasbaugh sem reit: Rock till you drop: The Decline From Rebellion to Nostalgia. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að ellihrumir rokkarar séu beinlínis brjóstumkenn- anlegir vegna þess að þeir verði nostalgíunni að bráð. Þetta er auðvitað alrangt. Tíminn litar alla hluti af eftirsjá en dregur ekkert úr gildi þeirra þrátt fyrir það. Ef Rolling Stones voru góðir fyrir 40 árum þá eru engin rök fyrir því að þeir séu það ekki í dag, þegar reynslan og árin hafa bætt nýrri vídd i tónlistarflutninginn. Spurningin um gömlu rokkbrýnin er þvi i raun- inni ekki: Hvers vegna eru þau ekki hætt fyrir löngu? Spurningin ætti að vera: Hvers vegna eru ekki fleiri gamlar hljómsveitir þarna úti að leika tónlist sína fyrir aðdáendur? f viðhorfí okkar til ellirokkara endurspeglast í rauninni fyrst og fremst hvað okkur finnst um okkur sjálf en ekki þá. Ef okkur finnst að þeir ættu að vera hættir þá er það vegna þess að við erum dáin að innan og orðin beisk og vonsvikin gamalmenni. Ellirokk á íslaxidi íslendingar hafa ekki farið varhluta af þeirri byltingu endurlífgunar rokksins sem fer um heim- inn. Elsta bítlahljómsveit íslands er Hljómar frá Keflavík sem tryllti lýðinn í upphafi sjöunda áratugarins og var sannarlega vinsælasta hljóm- sveit síns ungdóms. Þeir snjöllu tónlistarmenn sem þar leika hafa sem betur fer ekki hengt upp hljóðfæri sín og hætt að spila. Pops og Pétur Kristjánsson hafa heldur ekki hætt og troða reglulega upp fyrir 68-kynslóðina sem gengur í endurnýjun lífdaganna. Það gerir hljómsveitin líka og þar með tónlistin og þá erum við aftur komin að anda rokksins sem alltaf blífur, hversu stirður og gamall sem rokkarinn verður. Það sama má segja um Ragnar Bjarnason sem reyndar verður seint talinn til rokkara. Hann syngur enn og við hljótum að vona að hann hætti því ekki í bráð. Það er eitthvað heillandi við gamla sönghunda sem hafa upplifað vinsældir, höfnun og útskúfun sem hallærisgæjar og eru síð- an komnir heilan hring og orðnir það heitasta í bænum aftur. Miðaldra rokkarar Auðvelt er því að sjá fyrir sér að foringjar miðaldra rokkara í dag muni ekki hætta heldur halda áfram að rokka fram í andlátið. Þótt þeir Helgi Björns, Eyjólfur Kristjáns, Bubbi Morthens og Stefán Hilmarsson séu aUir miðaldra í dag þá munu þeir vonandi ekki hverfa bak við skrifborð ein hvers staðar og hætta að syngja og spila. Eini rokkarinn á íslandi sem er hafinn yfir alla umræðu um aldur er Megas. Það dettur engum í hug að velta því fyrir sér hvort hann sé gamall eða ungur. Því skal þó ekki leynt að þeir rokkarar sem halda áfram verða að leyfa sér að eldast því það er frekar slakt að sjá miðaldra karlmann sem er að reyna að leika ungling. Eins er mikilvægt að halda heilsu og lifa heilbrigðu lifl þvi fátt er brjóstumkennanlegra en fótalaus, ofurfeitur söngvari í hjólastól. Þetta ætti Jerry Lee Lewis að athuga og sannarlega var Elvis Presley heppinn að deyja og þarna úti eru enn lifandi fjölmargir skemmtikraftar og rokkarar sem hafa ekki sést lengi og munu vonandi aldrei sjást. -PÁÁ The Who hafa fetað í fótspor hinna öldnu Rollinga og ætluðu í tónleikaferð á dögunum þegar einn félaganna varð bráðkvaddur. Cliff Richards var táningastjarna áður en Rolling Stones urðu til og hann syngur enn. Rolling Stones eru konungar ellirokksins og frábær sönnun þess að æskan á engan einkarétt á rokkinu. Þeir geta ekki hætt og vinsældirnar eru alltaf jafn miklar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.