Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 21. SEPTEM BER 2002 / / e / C) a rb la c) 3Z>V 5 I "Xl. Myrti ókunna konu í stundarbrj álæði I september 1988 hittust tvær ungar manneskjur fyrir utan skemmtistað í Ármúla. Þau ákváðu að deila leigubíl í Kópavog og konan bauð manninum upp á brauðsneið á heimili sínu en þau þekktust ekkert~ Fundum þeirra lauk með morði. Sum sakamál eru þess eðlis að fólk á erfiðara með að skilja þau en önnur. Sérstakan ugg vekur það í brjóstum fólks þegar hrottafengnir glæpir eru framdir án sýnilegrar eða skiljanlegrar ástæðu. Fátt finnst íbúum friðsamra samfélaga meira uggvekjandi en þegar einhver ræðst að fólki sem er honum nær ókunnugt og vinnur því mein. Slíkur skuggalegur atburður gerðist einmitt í Kópavogi í septemberbyrjun árið 1988 þegar ungur maður, rétt rúmlega tvítugur, réðst að konu á lík- um aldri sem hann hafði fylgt heim af skemmti- stað fyrr um kvöldið og vann henni bana án þess að nokkur haldbær ástæða væri fyrir því. Virðist sem sturlun eða æði hafi runnið á manninn sem þó átti enga forsögu um geðræn veikindi né óreglu af því tagi sem oft nær að trufla dómgreind manna. Að bóna flugvél Það sem gerðist var að í byrjun september þetta haust fór morðinginn ásamt vinum sínum og fé- lögum út á Reykjavíkurflugvöll á föstudagskvöldi þar sem þeir félagar fengust við að bóna flugvél sem þeir áttu í félagi. Við þessa iðju drukku þeir talsvert magn af bjór sem þá var nokkurt nýnæmi en á þessum tíma var enn ólöglegt að flytja sterk- an bjór inn í landið. Þeir bónuðu fram til miðnætt- is en fóru þá heim og höfðu fataskipti og héldu á vit næturlífsins. Eftir viðkomu á vinsælum stöð- um í miðbæ Reykjavíkur eins og Gauki á Stöng, Fógetanum og Hótel Borg lá leið þeirra félaga á Hótel ísland við Ármúla. Morðinginn yfirgaf þann skemmtistað um klukkan þrjú um nóttina og gekk áleiðis að skemmtistaðnum Hollywood sem þá var enn starfræktur við Ármúla. Fyrir utan Hollywood hitti hann tvær konur sem hann þekkti ekki og varð að samkomulagi að þau tækju saman leigubíl sem hann bauðst til þess að borga. Þau létu leigubílinn aka sér að heimili annarrar konunnar í Kópavogi og þar yfirgaf vinkona henn- ar þau en karlmaðurinn og konan urðu eftir í íbúð konunnar. Hún eldaði eggjabrauð handa gesti sín- um og einhverjar samræður munu hafa átt sér stað og bróðir hennar leit inn en konan bjó i inn- réttuðum bílskúr sem var áfastur við heimili fjöl- skyldu hennar. Rann á hann æði Þegar þau höfðu snætt eggjabrauðið lögðust þau í rúm konunnar og hún fór að mestu úr fötunum og þau höfðu samfarir sem var ekki lokið þegar konan ýtti manninum frá sér og vildi hætta svo nánum samskiptum. Við þessa höfnun rann skyndilega sturlun eða æði á manninn. Réðst hann að konunni og tók um háls hennar aftan frá og reyndi að kyrkja hana og missti hún fljótlega meðvitund. Karlmaðurinn barði hana með kreppt- um hnefa í andlitið en náði síðan í hníf sem hann fann í eldhúsinu og stakk hana þrisvar í hjarta- stað og gekk hnífurinn á hol við þriðju stunguna. Maðurinn gerði sér nú ljóst hvað hann hafði framið alvarlegan verknað og reyndi kjökrandi að f kyrrlátu úthverfi í austurbæ Kópavogs myrti ungur maður í september 1988 konu sem hann þekkti ekkert. vinna sjálfum sér meirt fyrst með því að skera sig á úlnliðinn án þess að hitta á slagæð en síðan reyndi hann að hengja sig í sturtuhengi með raf- magnssnúru sem hann fann en það bar ekki árang- ur. Maðurinn klæddi sig og þvoði sér og yfirgaf staðinn og gekk út að miðbæ Kópavogs þar sem hann stöðvaði leigubíl og lét hann aka sér út á Reykjavíkurflugvöll. Þar ráfaði hann um í hálf- gerðu sinnuleysi um hríð en varð æ betur ljóst hvernig komið var fyrir honum. í morgunsárið tók hann síðan aftur leigubíl frá afgreiðslu Flugleiða og lét aka sér á fund lögreglunnar í Kópavogi þar sem hann skýrði henni frá atvikum. Þegar lögreglan kom á staðinn lá konan í rúmi sinu og var sæng breidd yfir höfuð henni. Hún var látin en enn heit viðkomu. Rétt við hlið rúmsins var barnarúm og þar lá sofandi barn, sjö ára son- ur hinnar látnu. í krufningarskýrslum segir um banamein: „Konan lést af völdum innri blæðingar sem hún hlaut af stungusárinu sem gekk í gegnum hægra forhólf hjartans. Hún var með áverkamerki á hálsi sem gætu stafað af því að eggjárni hafi verið brugðið fjórum sinnum grunnt yfir framanverðan háls hennar eða einhver hvass hlutur rispað hör- undið.“ Hvers vegna? Segja má að rannsókn máls þessa hafi ekki ver- ið sérlega flókin þar sem fyrir lá játning morðingj- ans, lýsing á atvikum og framburður vitna sem studdu sögu hans í öllum atriðum fyrir utan það sem gerðist eftir að morðinginn og fórnarlambið voru orðin tvö ein. Vinkona konunnar sem varð þeim samferða heim í leigubílnum taldi að konan hefði talað um að vaka ekki lengi þar sem fyrir dyrum stæði af- mæli sonar hennar. Hún taldi hvorugt þeirra hafa verið áberandi ölvað þegar hún skildi við þau og henni fannst morðinginn bjóða af sér góðan þokka. Hún sá þau ekki sýna hvort öðru blíðuhót af neinu tagi þann tíma sem hún staldraði við áður en hún hélt til síns heima. Töluverð vinna var lögð í að rannsaka geðheil- brigði morðingjans með tilliti til sakhæfis hans. Það varð niðurstaða geðlækna og sálfræðings að hann hefði „i verknaðarandránni verið haldinn slíkum hugaræsingi og dómgreindarskerðingu að um psycotiskt ástand hafi verið að ræða sem fram- kallast hafi skyndilega í tengslum við áður raktar kringumstæður og atburðarás samfara eiturverk- unum áfengisins. Hann gerir sér óskýra grein fyr- ir atburðarásinni og er sjálfur bæði óttasleginn og mjög undrandi á því hvernig hún þróaðist og kann engar viðhlítandi skýringar á því.“ Morðinginn átti mjög gott samstarf við þá sem rannsökuðu hann og prófin leiddu i ljós að hann væri talsvert meira en meðalgreindur, heflaður í framkomu og byði af sér góðan þokka og fram að þessum atburði hafði félagsleg aðlögun hans verið hnökralítil og hann hafði aldrei komist i kast við lögin áður. í umsögn sálfræðings er honum svo lýst: „í reynd er hann sjálfsgagnrýninn og viðkvæm- ur og finnst gjarnan að að sér sé vegið. Hann hef- ur líka sterka réttlætiskennd gagnvart sér og öðr- um. Hann hefur sterka kynhvöt og þörf fyrir að blandast inn í eitthvað sem er spennandi en nokk- urrar truflunar gætir í samskiptamunstri við aðra. Hann er nokkuð í eigin hugarheimi og skynj- ar oft hluta í stað heildar, t.d. hluta af manneskju í stað allrar persónunnar. Tilfinningar eru ekki nægilega vel rótfestar sem gerir að verkum að hömlur geta verið veikar. I stuttu máli má segja að hann hafi svokölluð „borderline" persónuleikaein- kenni sem við óheppilegar kringumstæður geta þróast út í tímabundna „micropsykosu" þar sem eðlileg raunveruleikatengsl og hömlur bresta um stundarsakir og það er að mínu mati það sem gerðist á óheillastundinni." Sálfræðingur og geðlæknir voru á einu máli um að morðinginn myndi verða fyrir skaða af lang- vinnri fangelsisvist og myndi geðheilsa hans og fé- lagslegur og andlegur þroskaferill hans biða tjón af. Þrátt fyrir góðar fyrirbænir sérfræðinga og við- varanir um skaða af fangelsisvist dæmdi héraðs- dómur hann til að sitja í fangelsi i 14 ár til að gjalda fyrir augnablikssturlun sem kostaði unga konu lífið i Kópavogi. Hæstiréttur staðfesti dóm- inn. -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.