Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Qupperneq 34
3-4- H e lcja rb lacf JO'V’ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 Þar sem götulífið blómstrar Edinborgarhátíðin er stærsta listahátíð heims og þar koma saman listamenn úr öllum áttum. Sólveig Guðmundsdóttir ferðalangur heimsótti hátíðina og segir lesendum DV m.a. frá klæðskiptingum frá Texas og trúðum sem blikka fólk. Edinborgarkastali. í ágúst á ári hverju fyllist Edinborg af ferða- löngum. Fólk streymir hvaðanæva að úr heimin- um til að sýna sig og sjá aðra enda er Edinborgar- hátíðin ein stærsta listahátið heims. Ég fór fyrst á hátíðina 1998, svo aftur í fyrra og ákvað að drifa mig nú í ár og ná lokum hátiðarinnar. Aðeins svona að skoða mannlífið og njóta lífsins. Hátíðin samanstendur í raun af nokkrum hátíðum, þ.e. Fringe eða jaðarhátíðin, alþjóðleg hátíð, bókahá- tíð, kvikmyndahátíð og á næsta ári stefna þeir að því að bæta við tölvuleikjahátíð. Svo blómstrar götulistalífið auðvitað. Ýmislegt hefur breyst á þessum stutta tíma, ég man að fyrst þegar ég fór var hálfgerð keppni á milli götulistamannanna um að ná athygli manns og peningum en nú þurfa þeir að panta tíma og stað og meira skipulag kom- ið á götuskemmtanir á The Royal Mile. Trúðurinn með töskuna reynir að blikka mann og fá mann til að stoppa, hann er að hefja sýninguna og þarf að smala fólki til sín. En hann er eiginlega of sætur og myndarlegur til að vera fyndinn. Fegurðarfatl- aður trúður, ekki gott það. Á pallinum eru Amer- íkanar sem dansa og syngja til að kynna söngleik- inn sinn, þeir gefa frá sér svona áru sem Ameríkanar einir hafa og erfitt er að útskýra hvað er. Maður á stultum horfir á, ekkert allt of hrifinn. Fyrsta kvöldið fór ég á sýningu hjá vini mínum og að sýningunni lokinni var pöbbaröltið hafið. Skotar eru afskaplega vinalegt og hlýtt fólk, þeir tala við alla og eru stoltir af kránum sínum. Und- ir lok kvöldsins hittum við Steve Kramer, kenn- ara við Queen Margret University og leiklistar- gagnrýnanda The List. Hann er búinn að vera að síðustu 3 vikur, sér 4-5 leiksýningar á dag, skrif- ar um þær og undir lok dagsins finnur hann loks tíma til að slappa af á barnum. Kramer er boxari frá Ástralíu. Hann vann fyrir háskólanáminu sínu með því að slást alla leið frá kengúrulandi til Skotlands. Hann ætlaði að koma í alvöruviðtal til mín en mamma hans var að koma í heimsókn svo hann hafði ekki tíma. Hann bauð okkur samt heim til sín í bjórdrykkju til 5 um nóttina með til- heyrandi afsökunum um draslið í íhúðinni. Hann tekur ekki til heima hjá sér nema hann sé að deita konu, jú og kannski þegar mamma kemur í Allir farnir heim. heimsókn. í kjallaraliolu í hommahverfinu í lítilli kjallaraholu í helsta „gay“-hverfi borgar- innar er The Stand. Uppistand er eitt vinsælasta form leikhúss á þessum síðustu og verstu tímum. Ekki veit ég hvort það er vegna hraðans sem sjón- varpskynslóðin er orðin vön eða hvað en þarna í kjallaranum líður fólki vel, það hallar sér aftur á bak í stólnum, nennir ekki að hugsa og vill bara láta skemmta sér. Á svið stígur stór kona. Mikil kona. Hún er klædd svartri dragt með svart hár, rauðan varalit og þykkt hálsmen alsett feitum gervidemöntum sem glitra í ljósunum. Stóra konan er kynnir kvöldsins. Hún er þreytt í röddinni eftir annasam- an mánuð skemmtana og lætur áhorfendur heyra það. Nýsjálendingarnir í horninu eru húðskamm- aðir fyrir að vera með læti, þeir geta bara farið heim til sín ef þeir ætla að vera með stæla. Hún óskar samkynhneigðum mönnum kjallarans til hamingju með opnun Harveys Nickhols keðjunn- ar... nú geti þeir stundað Harvey í stað þess að rétta hver öðrum hjálparhönd í kirkjugörðum borgarinnar. En feitu konunni frá Glasgow tekur hún fagnandi: „Enda ekki oft sem fólk af okkar stærðargráðu hittist og kemst fyrir í svona lítilli kjallaraholu." Þetta hljómar samt allt svo vinalega því hreim- urinn er svo sjarmerandi og stóra konan brosir. Það vantar eina tönn. Hún kynnir atriði kvöldsins. Þau eru 5 talsins, allir jafn hásir og þreyttir eftir erfiðan mánuð. Tvö atriði standa samt upp úr, það er maðurinn í appelsínugulu skikkjunni með fötuna á hausnum, hann er mikill heimspekingur. Svo er það Tina C. Tina C er klæðskiptingur frá Texas og Tina C er með leggi sem eru jafnlangir og The Twin Towers voru. Enda talar hún mikið um Tvíburaturnana og segist fyrirgefa heiminum það ranglæti sem Bandaríkin urðu fyrir. Því ástin eigi að ráða ríkj- um og allir eiga að vera vinir. „Give heart and give head“ er hennar mottó. Og í lokin tekur hún lagið, Purple Rain, og fær alla til að syngja með. Einn öl í blóðið Geoff og Edna eru nágrannar. Þau leigja út her- bergi til fólks til lengri eða skemmri tíma og á meðan á hátíðinni stendur er mikið að gera hjá þeim. Geoff vinnur annars við það að gera við stóla. Edna vinnur ekki neitt en reytir arfa og drekkur gin í frístundum sínum. Ég fékk gistingu hjá Geoff í þessa daga og við ákváðum að skella okkur á bát og sigla út fyrir fjörðinn sem borgin liggur við. Með í för var Edna og John. John er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.