Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 57
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 Helcjctrblaö X>'Vr 61 Þorsteinn Erlingsson framkvæmdastjóri í Reykjavík, varð 40 ára í gær Þorsteinn Erlingsson, framkvæmdastjóri ferða- skrifstofunnar Travel-2, til heimilis að Bólstaðarhlíð 3, Reykjavík, varð fertugur í gær. Starfsferill Þorsteinn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var í ísaksskóla, Hlíðarskóla, lauk stúdents- prófi frá MH 1982 og lagði síðan stund á læknisfræði við HÍ um skeið, stundaði nám við Leiðsöguskóla ís- lands og lauk þaðan prófum sem leiðsögumaður 1995. Samhliða háskólanámi og í hlutastarfi starfaði Þor- steinn við Rannsóknarstofu HÍ í meinafræði um ára- bil. Auk þess sá hann að stærstum hluta um starfs- semi krufningadeildar Landakotsspítala. Þorsteinn hóf störf sem fararstjóri 1988 og var far- arstjóri og bílstjóri, einkum í hálendisferðum innan- lands á öllum árstímum, á sérútbúnum bílum sem þá var brautryðjendastarf. Samhliða fararstjórninni var hann blaðamaður og ljósmyndari hjá SAM-útgáfunni og síðan hjá Fróða og starfaði þá við svo til öll tíma- rit útgáfufyrirtækjanna 1989-97. Þá starfaði hann jafnframt fyrir tímaritiö Lyfjatíðindi og var ritstjóri Félagsblaðs Félags leiðsögumanna. Hann aðstoðaði föður sinn við ritun ævisögu hans og ágrips á viða- miklum störfum hans. Þorsteinn hafði umsjón með og framleiddi sjón- varpsþætti um kvikmyndahátíðina í Cannes þar sem tekin voru viðtöl við flestar þær stórstjörnur sem þar koma við sögu. Þættirnir voru sýndir á Stöð 2. Þorsteinn stofnaði ferðaskrifstofuna Travel-2 1999 og hefur starfrækt hana síðan. Hann hefur verið frumkvöðull að þvi að skipuleggja ferðir fyrir ein- staklinga og fyrirtæki eftir óskum og þörfum hvers og eins. Ljósmyndir eftir Þorsteins hafa verið valdar af yfirljósmyndara Washington Post á Ljósmyndasýn- ingu Blaðamannafélags íslands. Þorsteinn hefur starfað í Frimúrarareglunni á annan áratug og hefur gegnt þar trúnaðarstörfum, hefur verið félagi í Round Table fsland um árabil og sat í ritnefnd Félags leiðsögumanna í nokkur ár. Fjölskylda Kona Þorsteins er Erle Enneveer, f. 20.10. 1972, lög- fræðingur. Hún er dóttir Laars Enneveer, fyrrv. flug- stjóra í Talinn í Eistlandi, og Inge Enneveer, lögfræð- ings í Talinn. Börn Þorsteins eru Erlingur, f. 6.5. 1986, mennta- skólanemi; Kristín, f. 15.1. 2002. Alsystir Þorsteins er Guörún Kristín Erlingsdóttir, f. 7.11. 1966, kennari og þula við ríkissjónvarpið, gift Baldri Á. Steinarssyni rafverktaka. Hálfsystir Þorsteins, samfeðra, var Ásthildur Erna Erlingsdóttir, f. 17.3. 1938, d. 22.11. 1993, lektor við KHÍ. Foreldrar Þorsteins eru Erlingur Þorsteinsson, f. 19.8. 1911, háls-, nef-, og eyrnalæknir í Reykjavík, og k.h., Þórdís Todda Guðmundsdóttir, f. 28.3. 1928, skurðstofuhjúkrunarfræðingur. Ætt Systir Erlings var Svanhildur, móðir Þorsteins Sæ- mundssonar stjörnufræðings. Erlingur er sonur Þor- steins, skálds og ritstjóra í Reykjavík, bróður Páls sundkennara, fóður Ólafs sundkennara, föður Páls verkfræðings. Þorsteins skáld var sonur Erlings, b. í Stóru-Mörk og á Sámsstöðum, Pálssonar. Móðir Er- lings var Helga Erlingsdóttir, b. á Brautarholti, Guð- mundssonar, b. í Fljótsdal, Nikulássonar, sýslumanns á Barkarstöðum, Magnússonar, b. á Hólum í Eyja- firði, Benediktssonar, klausturhaldara á Möðruvöll- um, Pálssonar, sýslumanns á Munkaþverá, Guð- brandssonar, biskups á Hólum, Þorlákssonar. Móðir Svavar Ottesen fyrrv. prentari og útgefandi á Akureyri, er 70 ára í dag Svavar Ottesen, fyrrv. prentari og útgefandi á Akur- eyri, Gránufélgsgötu 16, Akureyri, er sjötugur i dag. Starfsferill Svavar fæddist á Akureyri, ólst þar upp og hefur búið þar alla tíð. Hann var í barnaskóla á Akureyri, hóf nám í prentiðn 1947 hjá Prentverki Odds Björns- sonar á Akureyri og lauk sveinsprófi í setningu 1951. Svavar vann áfram i Prentverki Odds Björnssonar til 1967. Þá tók hann Prentsmiöju Björns Jónssonar á lejgu með Haraldi Ásgeirssyni, sem nú er látinn. Þeir festu síðan kaup á prentsmiðjunni 1970. Jafnframt stofnuðu þeir bókaútgáfuna Skjaldborg. Svavar vann síðan að rekstri prentsmiðjunnar og bókaútgáfunnar í um tuttugu ára skeið, síðustu árin eingöngu við bóka- útgáfuna, ásamt Birni Eiríkssyni, sem siðar keypti hlut hans í útgáfunni og flutti starfsemina til Reykja- vikur. En Skjaldborg var um skeið ein stærsta bóka- útgáfa landsins. í ársbyrjun 1988 hóf Svavar siðan störf hjá dagblað- inu Degi á Akureyri og vann þar við prófarkalestur til 1999 er hann hætti störfum fyrir aldurs sakir. Svavar hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum, gekk ungur aö aldri í KA, sat í stjórn þess um skeið, var formaður Skíðaráðs Akureyrar, Handknattleiksráðs Akureyrar og sat eitt ár í stjórn Knattspyrnuráðs Ak- ureyrar. Hann var sæmdur silfurmerki KA, síðan gullmerki félagsins og er hún heiðursfélagi þess. Rúmlega tvítugur gekk Svavar í Félag ungra fram- sóknarmanna á Akureyri, síðar í Framsóknarfélag Akureyrar og hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn á Akureyri, sat í mörg ár í stjórn Kjördæmissambands framsóknarmanna í Norður- landskjördæmi eystra, sat í átta ár í fþróttaráði Akur- eyrar og sat í veitustjórn Akureyrar 1990-2002 en hún heitir nú Norðurorka. Þá sat hann í stjóm Dagsprents hf. og hefur tvívegis verið formaður Framsóknarfélags Akureyrar. Fjölskylda Svavar kvænt- ist 10.10. 1953 Önnu Maríu Þór- hallsdóttur, f. 1928, húsmóður. Þau skildu. Böm Svavars og Önnu Maríu: Helgi Rafn, f. 2.4. 1955, d. 18.3. 1971; Ásta Jónína, f. 25.4. 1956, hús- móðir i Reykja- vík; Gunnlaug Björk, f. 18.9. 1957, reiknifræö- ingur í Reykjavík, búsett í Kópavogi; Þórhallur, f. 19.10. 1959, stýrimaður og starfsmaður Fiskistofu, bú- settur í Reykjavík; Kristín Edda, f. 28.12. 1961, at- vinnurekandi í Kópavogi; Vilhelm Örn, f. 3.3. 1963, verslunarmaður og sjómaður, búsettur á Akureyri. Sonur Önnu Maríu er Sölvi, f. 17.8. 1947, búsettur á Akureyri. Sambýliskona Svavars er Sóley Halldórsdóttir, f. 1929, húsmóðir. Alsystur Svavars voru Ásta, f. 25.2. 1928, d. 16.6. 1980, húsmóðir á Húsavík; Gréta Sigurðardóttir, f. 2.11. 1933, nú látin, húsmóöir á Akureyri. Hálfsystkini Svavars, samfeðra: Kristjana, f. 24.1. 1924, nú látin; Ingibjörg, f. 4.8. 1933, d. s. ár; Elín Ragna, f. 26.8. 1934; SofTia, f. 17.11. 1941; Birgir, f. 12.2. 1943, nú látinn;Einar Pálmi, f. 10.12. 1944;Unnar Halldór, f. 3.6. 1946; Arnljótur Geir, f. 19.9. 1948. Foreldrar Svavars: Þorkell V. Ottesen, f. 8.1.1905, d. 19.2. 1962, prentari, og Jónína Jónsdóttir, f. 14.10. 1908, nú látin, verkakona á Akureyri. Svavar og Sóley eru að heiman á afmælisdaginn. Helgu var Anna Maria Jónsdóttir, systir Páls skálda, langafa Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Móðir Þorsteins skálds var Þuríður Jónsdóttir, b. í Stóru-Mörk, Guð- mundssonar. Móðir Erlings læknis var Guðrún J. Erlings, dóttir Jóns, b. í Kotlaugum í Hrunamannahreppi, Einars- sonar, b. i Hvítárholti, Grímssonar, stúdents Jónsson- ar. Móðir Jóns í Kotlaugum var Guðrún Jónsdóttir, hreppstjóra á Kópsvatni, Einarssonar, b. í Skiphyl, Jónssonar, bróður Fjalla-Eyvindar. Móðir Guðrún J. Erlings var Svanhildur Þórarinsdóttir. Þórdís Todda er dóttir Guðmundar, b. á Bíldsfelli Þorvaldssonar, b. í Geitdal, Guðmundssonar, silfur- smiðs og hreppstjóra í Geitdal, Sigmundssonar. Móð- ir Þorvaldar var Björg Þorvaldsdóttir, frá Ormsstöð- um í Eiðaþinghá. Móðir Guðmundar á Bíldsfelli var Svanhvít Sigurðardóttir, hreppstjóra á Skálá á Beru- fjarðarströnd, Antoníussonar, og Ljósbjargar Gunn- laugsdóttur frá Fossárdal. Móðir Þórdísar Toddu var Kristín, ljósmóðir á Bíldsfelli, Jósefsdóttir, b. á Litla-Búrfelli í Svína- vatnshreppi í Austur-Húnavatnsssýslu, Jóhannsson- ar. Móðir Kristinar var Guðrún Þórðardóttir, b. á Litla-Búrfelli, Þorlákssonar. Höfuðstafir___________ Bjarni Jónsson, úrsmiður á Akureyri, fór til Sviss að gera innkaup á úrum. f einni slíkri ferð sendi hann Rósberg G. Snædal kort frá Sviss meö þessari vísu: Gleðinnar ég geng um dyr, guð veit hvar ég lendi. Ég hef verió fullurfyr ogfarist það vel úr hendi. Á efri árum orti Bjami um konu sína: Hugarvíl og harmur dvín er horfi ég á frúna. Hún er eina eignin mín sem ekki rýrnar núna. Stefán Jónsson, fréttamaður og alþingismaður, gekk við tréfót. Hann átti um tíma hund. Eitt sinn þegar hann var að strauja skyrtur settist hundurinn á móti honum og mændi á hann og vildi augljóslega komast út. Stefán sinnti því engu. Þá sagði hundurinn: Oröinn feitur eins og svín og ákaflega Ijótur og stirður eins og straujað lín Stebbi spýtufótur. Alþingismaður einn var þekktur fyrir að yrkja vís- ur sem- ekki stóðust allar bragkröfur. Stefán orti stundum vísur í orðastað hans. Eina þeirra átti hann að hafa ort á leið til útlanda með Gullfossi: Vió himin þú ennið bjarta barst, í bjarma skein tindurinn hvassi. Ég vissi ekki fyrri hvefögur þú varst fóstra mín, norður í rassi. Snæbjöm Sigurðsson á Grund í Eyjafirði stóð lengi í málaferlum út af eignarrétti á afrétti og fjalli í grennd við Grund. Málið fór fyrir hæstarétt og dómar- ar komu norður og gengu um landið til að skoða að- stæður. Þá orti Rósberg G. Snædal: Undir bú er gott á Grund gróttukvörn þar malar. Ekki þarf aó halda hund, hœstiréttur smalar. Þegar hnefaleikakappinn Tyson var dæmdur frá keppni fyrir að bíta í eyra andstæðingsins var því lýst í beinni útsendingu af Ómari Ragnarssyni og Bubba Mortens. Einhver orti þá þessa limru: Nú boxið þeir syrgja og sýta og sjálfsagt er Tyson aó víta. Það má dólgsháttinn nota, það má drepa og rota, en það er stranglega bannaó aó bíta. Við endum I dag á vísu sem Jakob Jónsson á Varmalæk orti eftir jarðarfór: Umsjón Ragnar Ingi Aðalsteinsson ria@ismennt.is í fjarska heyrði ég óminn af innantómu tali um trú og von og kærleik og Drottins gullnu sali. En einhvern veginn fundust mér vera þörfust verkin að vekja upp þann dauöa en moka yfir klerkinn. t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.