Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 50
54
HelQarblað DV
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002
- Draugurinn
sem fylgir Kára
f nginn íslendinqur á meira undir ættfræði og
ættarfqlqjum en Kári Stefánsson, forstjóri Is-
lenskrar erfðaqreininqar. íslendingar hafa
lenqi trúað þvíað drauqar fqlqdu ákveðnum
ættum og hér verður rakin saga af drauqnum
sem fqlqir fjölskqldu Kára.
Það þótti ekkert tiltökumál áður fyrr þótt draugur
fylgdi mönnum. Slíkar fylgjur voru algengar og fóru á
undan mönnum á bæi, gerðu stundum bændum og
búsmala minni háttar skráveifur þótt stundum yllu þær
skaða. Sögur af fylgjum og fyrirboðum í íslenskum þjóð-
sögum og munnmælasögum eru legió og sumar frægari en
aðrar. Þorgeirsboli er meðal frægustu fylgja af þessu tagi
sem fylgdi ákveðnum mönnum og ákveðnum ættum en
slíkt var siður þessara skepna. Skottur og fylgjur lögðu
nefnilega lag sitt við ákveðna menn i fyrstu en fylgdu síð-
^ an gjarnan öllum hans afkomendum og venslafólki og ef
til vill öliu heimilisfólki. Mörg dæmi eru um að fylgjur og
skottur hafi haldið tryggð við fjölskyldur í marga ættliði
þótt stöðugt fari færri sögum af því að magnaðir draugar
fylgi mönnum.
í ljósi þess hve draugar og skottur eru tryggar ákveðn-
um ættum og fjölskyldum er fróðlegt að rifja upp söguna
af draugnum sem sagt er að fylgi Kára Stefánssyni, for-
stjóra íslenskrar erfðagreiningar, og hafi gert í nokkra
ættliði. Enginn maður á meira undir íslenskri ættfræði
og kynfestu en Kári og þess vegna fer vel á því að honum
fylgi draugur þótt engar sögur kunnum vér af því að
menn hafl orðið hans mikið varir í nútímanum.
Var hann of úldinn?
Sagan af draugnum sem fylgir Kára hefst vestur undir
Látrabjargi vorið 1886. Þá voru þar á ferð bændur af
Rauðasandi undir forystu Sveins bónda á Lambavatni og
Ólafs á Stökkum. Þeir dvelja við fuglaveiði undir bjarginu
fram á nótt og verður vel ágengt. Þegar þeir eru að bera
veiðina til skips um nóttina ganga þeir fram á sjórekið lík
í urðinni undir bjarginu og var orðið óþekkjanlegt. Eng-
an vissu þeir bændur manntapa nýlegan á þessum slóðum
og þótti ókræsilegt að taka hræið um borð í bátinn og
flytja með fuglinum. Varð að ráði að urða likið þarna
undir bjarginu og sammælast um að hafa ekki orð á svo
prestur færi ekki að ráðskast með heimflutning í vígöa
mold en lending þótti ill á þessum slóðum. Var svo fyrir-
skipað að hlaða steinum umhverfis líkið og leggja langa
steina yfir og gera þannig nokkurs konar steinkistu en
þetta var þekkt aðferð til að verja lík fyrir vargi. Ungir
menn sem með voru í fór gerðust óþolinmóðir við verkið
og gripu sumir til steina sem ekki náðu vel yfir og féllu
ofan á likið. Síðar kvisaðist að sumir grjótburðarmenn
hefðu haft uppi munnsöfnuð sem varla hefði þótt viðeig-
andi við þennan starfa.
„Þeir skulu hafa illt af ‘
Þessa sömu nótt dreymdi húsfreyjuna í Skógi á Rauða-
sandi að maður kemur til hennar og segir: „Þeir urðuðu
mig undir Bjarginu í stað þess að koma mér í kirkjugarö
Kári Stefánsson hefur gert ættarfylgjur af ýmsu tagi
og rannsóknir þeirra að ævistarfi sínu. Sjálfur á hann
rammíslenska ættarfylgju í draugslíki.
Látrabjarg er hæsta standberg í sjó á íslandi og eitt af stærstu fuglabjörgum heims. Hér undir bjarginu er sagt
að bændur af Rauðasandi hafi huslað sjórekið hræ vorið 1886. Hinn sjórekiii gekk aftur og gekk ljósum loguin
á Rauðasandi þar til forfeður Kára fluttu burt. Þá fór hann með þeim.
og þeir köstuðu grjóti á brjóstið á mér. Þeir skulu hafa illt
af því.“
Þegar eiginmaður Rósu í Skógi og sonur komu heim
undir morgun sögðu þeir henni allt af létta, sagði bóndi
að ef hann hefði mátt ráða hefði líkið verið tekið með á
seil. Fljótlega barst sagan um líkfundinn út um byggðar-
lagið og varð mönnum ljóst að hinn sjórekni lá alls ekki
kyrr undir Bjarginu heldur gekk hann ljósum logum um
allan Rauðasand og sótti að öllum sem með voru í förinni
en sérstaklega að þeim sem báru grjótið á hann. Gerðust
sumir þeirra svo myrkfælnir þegar líða tók á vetur að
þeir gátu ekki verið einsamlir.
Réttu ári eftir líkfundinn fóru menn af Rauðasandi
undir Bjarg að veiða fugl. Þá dreymdi Rósu í Skógi að
maður kemur til hennar og segir: „Það er að koma steinn
úr fjallinu." Hún spurði hvort hann myndi hitta sinn bæ
en hann kvað svo ekki vera að þessu sinni. Daginn eftir
fréttist að Magnús Sveinsson, bóndi á Lambavatni, hefði
hrapað til dauðs úr bjarginu um nóttina og fannst lik
hans hvergi þótt eftir væri leitað. Um líkt leyti fréttist að
skúta frá Ólafsvík hefði legið undir bjargi sama sumar og
líkið fannst og hefði tapast af henni maður sem Eiríkur
hét. Var nú farið að kalla afturgönguna Eirík og ágerðust
reimleikar mjög á ýmsum bæjum á Rauðasandi eftir að
Magnús á Lambavatni hrapaði.
Nokkrum árum eftir þetta fórst sonur Rósu á Lamba-
vatni, sá sem með hafði verið í förinni þegar likið fannst,
og skömmu síðar lést Guðmundur, sonur Ólafs á Stökk-
um, og voru báðir þessir atburðir taldir tengjast líkfund-
inum forðum og fleiri þátttakendur fórust voveiflega og
fengu ekki allir kirkjugarðsleg.
Elti tengdafólk Stefáns
Sérstaklega þótti Eiríkur draugur fylgja Jóni Runólfs-
syni sem bjó í Skógi á Rauðasandi og var einn hinn ungu
manna sem báru grjót á líkið forðum. Jón lét þess getiö
þegar hann á efri árum flutti burt af Rauðasandi að margt
hefði orðið sér mötdrægt í lífinu vegna þessa atburðar.
í bók Magnúsar Gestssonar um Látrabjarg, þar sem ít-
arlega er sagt frá draugsa og fylgispekt hans við Rauð-
sendinga, er sagt frá því að einn sumardag í blíðskapar-
veðri hefði verið knúið dyra í Kirkjuhvammi á Rauða-
sandi en þar bjuggu tvö öldruð systkini, Jóna og ívar,
börn Rósu þeirrar sem dreymdi fyrir voveiflegum atburð-
um tengdum líkfundinum forðum. Fyrir dyrum úti stóö
maður og bill hans í vegkanti við hlaðrönd, hlaðinn konu
og börnum. Maðurinn sagði farir sínar ekki sléttar því
hann hafði vilist yfir á Rauðasand úr botni Patreksfjarð-
ar en hafði ætlað út í Breiðuvík. Maðurinn lét þau orð
falla að þetta væri ekki einleikið um hábjartan dag og
hlyti draugur að hafa villt um fyrir sér.
„Það getur ekki verið,“ sagði Jóna, „því hér um pláss
hefur ekki verið draugur síðan tengdafólk Stefáns Jóns-
sonar flutti burt.“
Sagt er aö ferðamaðurinn hafi orðiö undarlegur á svip
við þessi orð en þama var einmitt Stefán sjálfur kominn.
Eins og Stefán sagði frá
í bók sinni Gaddaskata, sem út kom 1966, segir Stefán
Jónsson sjálfur frá þessum atburði og segist hafa ekið út
með Patreksfirði í himinbláu og sólgylltu veðri á leið til
Breiðuvíkur og hafa fyrir einhverja undarlega meinloku
beygt til Rauðasands og ekið þar stórgrýtta slóð undan
vatnsaga, hnýtta og bæklaða í snarbrattri klettahlíð.
„Þeir sem sem ekið hafa flesta fjallvegi íslands þurfa að
lenda á mjög vondri akbraut svo að þeim blöskri en far-
þeganum sem sat við hliðina á mér blöskraði.
Einnig þeim sem sat aftur í. En ég vissi ekki betur en
þetta væri leiðin til Breiðuvíkur. Auk þess sá ég fólksbíl
niðri á láglendinu, svo ekki hvarflaði að mér að snúa við,
enda þarf sterka skapgerð til að sjá villu síns vegar.“
Stefán lýsir síðan samskiptum sínum við ibúa á Rauða-
sandi og er gaman að lesa þann texta enda Stefán með
allra snjöllustu pennum síns tíma. Frásögnin fer því orð-
rétt hér á eftir:
„Háöldruð kona, Jóna Halldórsdóttir, hljóp frá hrifunni
að selja mér bensin og hló að mér þegar ég bauðst til að
dæla fyrir hana og þó sól væri á lofti datt mér i hug að
inna hana eftir draugum á Rauðasandi á meðan hún var
að gefa mér til baka.
„Hér eru engir draugar lengur," sagði Jóna.
„Einhverjar sögur hef ég samt heyrt af reimleikum á
Rauðasandi."
„Já, þú átt náttúrlega við hann Eirík? Það var vitanlega
draugur. Hann Hákon í Haga var einhverntíma aö segja
Stefáni fréttamanni frá þeim draugi í útvarpið. Og það er
satt að hann gekk hér aftur í minni tíð. Ég heyrði nú ekki
betur á þeirri frásögn en faðir minn og bræður hefðu all-
ir verið morðingjar og drepið manninn undir Látrabjargi
en það er ekki satt. Hann var orðinn svo úldinn þegar
þeir fundu hann undir bjarginu að hann var ekki tækur
um borð innan um fugl og fisk svo að þeir hlóðu að hon-
um grjóti í urðinni."
„Og urðu margir varir við hann?“
„Hvort þaö urðu. En það er orðið langt síðan.
Það er nefnilega svo merkilegt að Eiríkur fluttist burtu
úr byggðarlaginu alfarinn með tengdafólki Stefáns frétta-
manns. Því fólki fylgdi hann fastast og hér hefur hans
ekki orðið vart síðan það fór.“
Að svo mæltu kynnti ég mig fyrir Jónu Halldórsdóttur
sem skellihló að því að ég skyldi heita Stefán Jónsson.
En hún hætti að hlæja í sólskininu við Essótankinn
þegar ég hafði orð á því að mig furðaði ekki á því þótt
Rauðisandur væri að fara í auðn, eins og vegurinn væri
af fjallinu. Sá maður sem einu sinni hefði farið aðra leið-
ina myndi ekki hlakka til að fara til baka.
„Ég veit ekki hvernig það er á Austfjöröum," sagði
hún, „en á Vestfjörðum hefur engin sveit lagst i auðn
vegna ragmennsku."
Hún mælti þetta i formlegum, ef ekki beinlínis kulda-
legum tón, eins og stefnuyfirlýsingu, og bætti því við að
það hún best vissi væri þessi vegur ekki verri en þeir
gerðust yfirleitt á Vestfjörðum.
Hvar er Eiríkur nú?
Eins og sjá má af frásögn Stefáns hér að framan hefur
sagan af Eiríki lifað býsna lengi á Rauðasandi en af frá-
sögn hans má ráða að heimsóknin á Rauðasand hafi átt
sér stað sumarið 1965. Hafi Kári, frægasti sonur Stefáns,
verið með í för hefur hann verið um sextán ára aldur, svo
það verður að teljast frekar ólíklegt.
Helgarblað DV reyndi að fá Kára Stefánsson til þess að
segja frá kynnum sínum af Eiríki draugi ef þau væru ein-
hver en það tókst ekki. -PÁÁ