Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Page 53
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002
HoIqcírblaö H>V
57»
Ford StreetKa fer í framleiöslu Sésame opnist þú
Þó að Ford hafi oft sýnt sport-
legar tilraunaútgáfur af smábíl-
um sínum áður hafa fæstar
þeirra náð í framleiðslu fyrr en
núna. Ford StreetKa verður frum-
sýndur á bílasýningunni í París
sem framleiðslubíll. í fyrsta
skipti er þó bæði hönnun og
framleiðsla alfarið í höndum Pin-
infarina. Til að breyta Ka í opinn
sportbíl þurfti að endurhanna
alla boddíhluti bílsins. Framrúða
er styttri en áður og hurðir eru
án gluggaramma. Skottið þurfti
einnig endurhönnunar við og
verður með innbyggðu bremsu-
og bakkljósi. Brettin eru stærri
en áður til að koma fyrir 16
tomma álfelgum og sportlegum
195/45 lágbarðadekkjum. Bíllinn
er einnig breiðari en áður og fær
nýja afturfjöðrun sem er stífari
en i Ka. Blæjan er handstýrð og
fellur snyrtilega bak við sætin á
innan við hálfri mínútu. Þar sem
engin aftursæti eru í StreetKa er
meira farangursrými, eða 188 lítr-
ar. Bíllinn fær nýja 1,6 lítra Dura-
tec-vél sem skilar 95 hestöflum.
Arftaki BMW Z3 frumsýndur í París
BMW hefur látið frá sér fyrstu
myndir af arftaka Z3 sem kallast
mun Z4 og kemur fyrst fyrir al-
menningssjónir á bílasýningunni í
París. Z4 er fyrsti framleiðslubíll-
inn frá BMW með hið nýja „logaút-
lit“ sem fyrst sást í X-coupé og CSl-
tilraunabílunum. Afturdregnar
bogalínur eru allsráðandi og ná frá
frambretti aftur á hurðir. Bíllinn er
holdgervingur sportbílsins, með
langa vélarhlíf, mikið hjólahaf, lága
setu og farþegarými sem er aftar-
lega í bílnum. Samt er meira far-
angursrými í nýja bílnum og tekur
það nú 260 lítra sem er nóg fyrir
tvær golftöskur. Tvær vel þekktar
sex strokka vélar verða fáanlegar i
Z4, þriggja lítra 231 hestafla vél og
192 hestafla 2,5 lítra vél. Stærri vél-
in fær þó nýjan sex gíra handskipt-
an gírkassa og rafskiptibúnaður úr
stýri verður einnig fáanlegur sem
aukabúnaður. Meðal staðalbúnaðar
verða stærri bremsur, „Run-flat“
hjólbarðar og DSC-skrikvöm.
Þyngdardreifing verður betri en
áður og skiptist nú jafnt á milli
öxla. Einnig verður kynnt nýtt
DDC-kerfi i bílnum sem gefur betri
tilfinningu fyrir stýri og bensíngjöf
með því einu að ýta á takka i mæla-
borðinu, merktan „Sport“. Bíllinn
kemur fyrst á markað í Bandaríkj-
unum en verður fáanlegur í Evrópu
næsta vor. -NG
Peugeot 307 með fellanlegu stálþaki
Eftir mikla velgengni Peugeot
307, sem meðal annars var valinn
bíll ársins i Evrópu, fylgir franski
framleiðandinn því eftir með því að
kynna tilraunaútgáfu af honum
með opnanlegu þaki, líkt og í 206
CC. Nýi bíllinn heitir einfaldlega
307 CC og verður frumsýndur á
bílasýningunni í París í lok mánað-
arins. Bíllinn er stærri en hefð-
bundinn 307 þótt hann taki aðeins
fjóra í sæti. Hann er 4320 mm á
lengd, sem er 120 mm lengra en
fimm dyra 307, en hefur þó sama
hjólahaf. Framrúðan er einnig
lengri og hallast meira aftur og
framstuðari er síðari og með stærri
loftinntökum. Þrátt fyrir þakbún-
aðinn er afturrúðan óvenjustór og
útsýni því ekkert verra en í venju-
legum bíl. Bíllinn er á 18 tommu
álfelgum sem setja mikinn svip á
hann og sýningarbíllinn er með
tveggja lítra 180 hestafla vél sem
ætti að sóma sér vel. Ef bíllinn fer
í framleiðslu má þó búast við fleiri
möguleikum á vélum í framtíðinni.
-NG
Ellypse - „mjúkur“ tilraunavagn frá
Renault í París
„Engar harðar línur“ var dagskipun-
in þegar hönnuðir Renault teiknuðu til-
raunabílinn Ellypse. Annað lykilorð var
„náttúruvænn" og er bíllinn sérstaklega
hannaður með það fyrir augum að auð-
velt verði að taka hann í sundur að end-
ingartíma liðnum og endurvinna. Bfll-
inn er þar að auki búinn nýrri og eyðslu-
grennri dísilvél og 42 volta rafkerfi.
Ellypse verður frumsýndur i París í
lok mánaðarins og býður upp á margar
nýjungar. Vinstri hlið bflsins er með
hefðbundnum hurðum en hægra megin
opnast þær út frá miðju. Einnig er hægt
að opna afturhurðina eins og rennihurð.
Mikið af efri hluta bflsins er gegnsætt og
bogalínur eru allsráðandi í innréttingu.
í miðjustokk er fjölnota stjómborð sem
stýrir öllu innandyra, eins og loftræst-
ingu, útvarpi, leiðsögukerfi, aksturs-
tölvu og fleira. Hönnunin byggist á ingu með raibúnaði. Vélin er 1,2 lítra,
„Touch Design“ sem fyrst sást í Tálís-: 100 hestafla dísilvél sem er með 12
man, og einfaldar mælaborð með þvi áð kflóvatta startara sem jafnframt er
flokka betur aðgerðir. Hægt er að breyta rafall. Getur hann drifið bílinn stuttar
sæti úr aksturssteflingu í hvfldarstefl- vegalengdir sé þess þörf. -NG
Einn athyglisverðasti tilrauna-
bíll Peugeot á bílasýningunni er
Sésame sem er hugsanlegur arftaki
106-bílsins sem orðinn er aldraður
mjög. Bíllinn er 3700 mm langur og
1670 mm breiður og því í hefðbund-
inni smábílastærð, fyrir utan það
að hann er mun hærri en aðrir
smábílar, eða 1630 mm. Þetta er 100
mm hærra en til dæmis Honda
Jazz og Citroen C3 sem dæmi. Það
óvenjulegasta við bílinn er þó fyr-
irkomulag á hurðum. Bíllinn er að-
eins tveggja dyra en þær eru á
sleða og veita óvenjugóðan aðgang
í báðar sætaraðir, en sæti eru fyr-
ir fjóra. í tilraunabílnum eru þær
rafdrifnar og mun það hugsanlega
ná í framleiðslu líka, sem yrði í
fyrsta skipti í heiminum í smábíl. ^
Framendinn er með hefðbundu
Peugeot-lagi þrátt fyrir stóra fram-
rúðu og stutta vélarhlíf. Þakið er
gegnsætt, líkt og í væntanlegum
307SW. Billinn verður með 1,6
lítra, 110 hestafla vél sem verður
með rafstýrðum beinskiptum gir-
kassa. -NG
C3 Pluriel er klofínn
persónuleiki
Nýjasti bíllinn frá Citroen hefur
marga persónuleika og nýtist sem
blæjubíll, pallbíll og fjölnotabíll og er
þá ekki allt upp talið. Bíllinn heitir
C3 Pluriel og segja má að þessi snið-
ugi bíll sé fimm bílar í einum. Pluri-
el kemur á markað næsta vor og
Citroen tel-
ur að hann
verði strax
vinsæll,
enda munu
strax verða
framleidd
75.000 ein-
tök á ári.
Þótt aðeins
verði hægt
að fá hann í þessari „einu“ útgáfu
verður hægt að velja um tvær bens-
ínvélar, 1,4 og 1,6 lítra. Sú stærri er
110 hestöfl og verður með rafkúpl-
ingu sem staðalbúnað en hægt verð-
ur þá að skipta með spöðum úr stýri.
Afturhleri opnast niður og er hægt
að setja
hluti allt að
100 kg á
hann. Með
aftursætin
niðri nýtist
hann
þannig vel
sem lítill
paflbíll. r~
-NG
Musso 2900cc, dísel tdi,
04/97 sjsk. ek. 106þ. km.
Verð kr. 1.590.000.-
Útsölu verð. kr, 1.150.000.
Fiat Palio Weekend, 1300cc,
beinsk, ek. 60þ. km. 09/98.
Verð kr. 890.000.-
Útsölu verð kr. 590.000.-
Daihatsu Feroza 33" breyttur
1600cc, beinsk. ek. 83þ. km.
Verð kr. 790.000.-
Útsölu verð kr. 550.000.-
Ford Escort 1400cc,
02/96, ek. 123þ. km.
Verð kr. 520.000.-
Útsölu verð kr. 350.000.
BÍLASALANOB»SKEIFAN
• BÍLDSHÖFÐA 10-
5:577 2800 / 587 1000
www.benni.is
Opnunartimi: Virka daga 10-19, Laugardaga 11-16
Akureyri: Bilasalan Ós, Hjalteyrargótu 10, Simi 462 1430