Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Side 11
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 11 Skoðun Jólalög í nóvember „Ég þoli ekki þessi jólalög í út- varpinu í nóvemþer,“ sagði konan þar sem við vorum á ferð í þíln- um. „Þetta eru falleg lög og eiga vel við í desember en að byrja með þetta um miðjan nóvember, eða fyrr, er misþyrming. Maður fær ofhæmi fyrir þessu öllu sam- an.“ Konan ók og ég fann að jóla- lögin höfðu áhrif á aksturslagið. Bing Crosby var um það bil hálfn- aður með White Christmas. Þetta er rólegt lag og satt að segja kunni ég því ekki illa að hlusta á raul gamla mannsins. Karlinn hafði hins vegar þveröfug áhrif á kon- una. Hún gaf í, skipti ört miili reina og varð síðan að nauðhemla á rauðu. Þetta kom mér á óvart því tóneyra hennar er talsvert þróaðra en mitt. Við nánari um- hugsun ályktaði ég þó að við- brögðin væru einmitt svona vegna tóneyrans. Henni væri ofraun að hlusta á bjölluhljóminn frá haust- dögum og fram yfir þrettánda. Sumarveðrið bendir heldur ekki til þess að desember sé í nánd. Jólalög og sálmar Ég sá mitt óvænna og skipti um stöð. Þar þrumaði Egill Ólafsson yfir bakraddir karlakórs, Ó, helga nótt. Lagið er fagurt en að sönnu ofnotað. Fjölmargir listamenn hafa spreytt sig á því, erlendir sem innlendir. í mínum huga fer Egill þó best allra með lagið, rödd- in djúp og falleg. Ég réð ekki við mig og tók undir með Agli og dró ekki af. Ég naut þess að hafa ekki áhyggjur af akstrinum. Vera kann að ég hafi ekki alveg fylgt stór- söngvaranum á hæstu nótunum en svo mikið er vist að konan brá við skjótt, ýtti á skiptihnapp út- varpsins og dæsti. „Bíðum með jólalögin," sagði hún, „ég vil njóta þeirra um jólin.“ Eftir á að hyggja þykir mér líklegra að það hafi ver- ið túlkun mín á sálminum sem gerði útslagið. Konan er hrifin af Agli, ekki síður en ég. Þá kann undirmeðvitund hennar að hafa gripið í taumana. Ég á það nefni- lega til að syngja sálm ef þannig stendur á alkóhólmagni í llkama mínum. Sálm þann tek ég með mínu lagi, rétt eins og ráðlagt er í hverri sálmabók. Það er ekki of- mælt að konan þoli hvorki flutn- inginn né lagavalið. Ég fer því sjaldan með meira en fyrsta erindið. Festa Gufunnar „Dalatangi, suð-austan 13 metr- ar, rigning, hiti 4 stig.“ Konan hafði hitt á veðurfregnir á Guf- unni. Hún róaðist við örugga rödd veðurþularins. Þar var að minnsta kosti hvíld frá jólalögun- um. Veðurfregnir á fyrri rás Rík- isútvarpsins hafa ekki breyst frá því að við vorum börn þegar að- eins var um þá einu rás að tefla. Ekkert flakk mUli stöðva og jóla- lögin ekki leikin fyrr en búið var að flytja jólakveðjur á Þorláks- messu frá íslendingum í útlönd- um. Lítil börn stömuðu texta til forfeðranna á Fróni og foreldram- ir hvísluðu bak við: „Elsku afi og amma á íslandi, gleðileg jól og far- sælt nýtt ár.“ Sum börnin töluðu Ég leitaði í diskasafninu. Þar var ekkert að finna nema jólalög. Hinir disk- arnir höfðu verið fluttir í sumarbústaðinn, líklega vegna partístands. Ég kveikti á Nílfisknum áður en fyrstu hljómar jólahjóla Stefáns Hilm- arssonar og Sniglabands- ins ómuðu í stofunni. með hreim. í þann tíð var röð og regla á jólunum. Þau byrjuðu ekki á haustdögum eins og nú. Ríkisút- varpið sá um sína. Veðurþulurinn var kominn að Kirkjubæjarklaustri, í hringferð sinni um landið, þegar konan var komin i jafnvægi á ný, ók á lögleg- um hraða án þess að skipta milli reina. Það var að kalla logn á Klaustri. Líka hjá okkur. Andrés Bjömsson og Vilhjálmur Þ. Gísla- son svifu yfir vötnum. Gamla Gufan er sennilega eina festan í samtímanum, veðurfregnir í klassískum stíl, andlát og jarðar- farir og tilkynningar um að há- seta vanti á bát. Gufan er manna- sættir. Nílfisk og Stefán „Viltu ekki ryksuga, minn kæri,“ sagði konan þegar við vor- um komin heim, róleg og yfirveg- uö, þökk sé veðurfregnunum á Gufunni. Við vissum allt um veð- urhorfur næstu daga, hlýindin og rakann. Jólin voru veðurfarslega órafjarri. Ég féllst möglunarlitið á beiðni konunnar, dró fram ryksuguna en gerði þó kröfur um að setja plötu á fóninn svo halda mætti takti i dansi við Nílfiskran- ann. Konan kinkaði kolli. Ég leit- aði i diskasafninu. Þar var ekkert að finna nema jólalög. Hinir disk- amir höfðu verið fluttir í sumar- bústaðinn, líklega vegna partístands. Ég kveikti á Nílfiskn- um áður en fyrstu hljómar jóla- hjóla Stefáns Hilmarssonar og Sniglabandsins ómuðu í stofimni. Þetta gerði ég í trausti þess að ryksugan yfirgnæfði jólarokkið. Það var vanáætlað. Næmt tóneyra konu minnar nam Stebba gegnum gnauðið. Hún slökkti án frekari fyrirvara. „Bíðum með þetta fram í desember,“ las ég af vörum hennar. Nílfiskurinn sogaði áfram, rokklaust. Gloríur og hósíönnur „Þú manst eftir tónleikunum í kvöld,“ sagði konan þegar hún hélt að heiman nokkru síðar, skrýdd kvennakórsbúningi. Ég játti því og mætti tímanlega þegar þar að kom. Kórkonur mættu fag- urlega búnar fram á svið, eða öllu heldur við altari Langholtskirkju, vel studdar af Óskari Einarssyni pianóleikara og Ásgeiri Óskars- syni á slagverk. Rúsínan í pylsu- endanum var einsöngvarinn Páll Rósinkranz, fyrrum forsöngvari þeirra Jet Black Joe-pilta. Kórinn byrjaði á negrasálmum og Páll söng af list með þeim. Það var stuð i troðfullri kirkjunni, guð var lofaður I söngnum, jafnt á ís- lensku sem ensku, hallelúja! Kór- inn hækkaði sig, Páll líka. Óskar lék fímlega undir, Ásgeir barði bumbur. Tónleikagestir slóu takt- inn. Ég fylgdist með minni konu. Hún söng af innlifun. Það var ekki fyrr en um miðja tónleika að ég áttaði mig á þvi að kórinn var farinn að syngja jóla- lög. Negrasálmamir voru að baki. Enn var þó ekki nema nóvember. Ég sperrti eyrun og horfði enn á konu mína. Hún söng hástöfum og með tilfinningu: „Hljóma klukkur heims um ból, til hátíðar skal bjóða. Fögnum öll um friðarjól, með frelsaranum góða. Á eftir fylgdu nokkrar gloríur og hósíönnur. Önnur jólalög fylgdu i kjölfarið. Það var komin jólastemning í kirkjuna, kórinn i stuði og áheyrendur vel með á nótunum. Kvennakórinn fékk verðskuldaðar þakkir og uppklapp í tónleikalok. Enn nóvember „Var þetta ekki flott hjá okk- ur?“ spurði konan á heimleiðinni. Ég ók. „Jú, elskan mln, þetta var alveg dásamlegt," sagði ég, sann- leikanum samkvæmt. „Þið stóðuð ykkur frábærlega. En,“ spuröi ég varfærnislega, „var það misheyrn hjá mér að þið rennduð ykkur léttilega í gegnum nokkur jólalög? Það er nóvember, manstu?" Kon- an leit á mig, enn í sjöunda himni vegna velgengninnar. „Ja,“ sagði hún, „þetta var aðallega gospell, þú skilur. Það er öðruvísi." Við héldum áfram í hlýju nóv- embermyrkrinu. Ég kveikti á bílútvarpinu. Drottningin Diddú söng þar sina útgáfu af hinni helgu jólanótt. „Fallegt lag og frá- bær flutningur," sagði konan og hækkaði aðeins í tækinu. Hún var komin í jólaskap. Jólalögin hljóm- uðu áfram í bílnum. Ég nefndi það ekki frekar að enn væri nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.