Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Qupperneq 36
36 HelQarblctö 13 V LAUCARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 Ævintýri frá Ö til A DV fylgist með landvinningum stoðtækjaframleiðandans Össurar í Vesturheimi Nafn Össurar á st/iði stoðtækjaqerðar er orðið þekkt á heimsvísu. Eftir að félaqið festi kaup á nokkrum helstu keppinautum sínum hefur vequr þess vaxið ótrúleqa hratt víða um heim. Vestur íKaliforníu er einn sterkasti vaxtarbroddur þess oq þar er áranqurinn undraverður á erfiðasta markaðssvæði heims. uppi á frera íslands hefur orðið að alþjóðlegum veruleika. í fimm þúsund fermetra húsnæði felagsins í Aliso Viejo starfar á annað hundrað manns við að setja saman margvísleg stoðtæki fyrir hreyfihamlað fólk um heim allan - og þetta er að- eins hluti af starfsemi Össurar; nálega 200 manns vinna fyrir fyr- irtækið á þremur stöðum í Bandaríkjunum, 30 manns starfa fyr- ir þaö í Skandinavíu og 45 i Hollandi. Þá eru ótaldir 170 starfs- menn Össurar á íslandi þar sem aðalstöðvar félagsins er að finna. Starfsmenn Össurar um heim ailan eru því vel á fimmta hundrað. Á meðal þeirra eru starfsmenn á borð við Kurt Collier sem þekkir það af eigin raun að hafa misst útlim. Hann er tækni- stjóri félagsins vestra og ekki er að sjá að hann noti gervifót þegar hann tekur á móti okkur. Hann hreifst svo af gæðum gervifótanna sem fyrirtækið framleiðir að hann afréð að ganga til liðs við það eftir nám sitt í stoðtækjafræði og kynna öðrum sem misst hafa útlimi að líf þeirra er spuming um réttu græjumar. „FVrir fóik eins og okkur em vörur Össurar upp- haf nýs lífs,“ segir hann. Lýjandi ferðalög Það er á að giska svefnvana hópur íslendinga sem gengur í fylgd Kurts Colliers inn í hvítu byggingarar í Aliso Viejo. Nærri 30 tíma ferðalag er að baki, allt frá aðalstöðvunum í Grjóthálsi Reykjavíkur og yfir hafið tii Boston og þaðan næsta dag til LA með viðkomu í Phönix og að lokum með rútu í góða klukkustund til litla bæjarins í suðri. Innan dyra heilsar Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, upp á mannskapinn en hann þekkir vel til svona ógnarlangra ferðalaga. Það liggur beinast við að spyrja hann hvort hægt sé að venja sig við svona heims- homaflakk. Og hann heldur ekki: „Ég get bara ekki vanið mig á þetta,“ segir hann og minnir á að hann hefur farið tíu sinn- um á miili Grjótháls og Aliso Viejo á þessu ári og á eina ferð eftir á árinu. „Þessi löngu ferðalög era mest lýjandi partur starfsins. Það er engin spuming." Ferðin vestur um haf er farin til að kynnast því hvemig út- rás Össurar hefur tekist. Fyrirtækið keypti tvo öfluga keppi- nauta sína á sviði stoðtækjagerðar fyrir tveimur árum, banda- rísku félögin Century XXII og Flex Foot. Með kaupunum vora „þrjú bestu fyrirtækin í greininni sameinuð" eins og talsmenn Össurar orða það og á fyrsta starfsári þess, árið 2001, kom i ljós að sameining þessara gömlu keppinauta hafði tekist langt framar vonum. Og kallar á enn meiri stækkun: „Það er engin launung," segir Jón Sigurðsson, „að við erum að leita að fyrir- tækjum á okkar sviði til að kaupa. Með þann greiða aðgang sem við höfum að markaönum er eðlilegt að við sækjum fram af full- um krafti." Fyrirtækið með punktana tvo yfir nafni sínu virðist komið á beinu brautina - og fer hratt yfir. Það stefnir að því að verða alhliða á sínu sviði og sækja inn á víðar lendur heilbrigðis- geirans. „Það era 40 til 50 fyrirtæki að bítast á þessum mark- aði,“ segja talsmenn Össurar vestra, „en okkar nafn er líklega það sem flestir þekkja.“ Og nafnið atama er með punktum tveimur yfir sér: „Já, við vorum í fyrstu efins um að flytja nafnið með okkur til útlanda,“ segir Jón forstjóri, „en mark- aðs- og auglýsingasérfræðingar hér vestra spurðu einfaldlega hvort við værum raglaðir að ætla að henda þessari sérstöðu okkar. Þeir litu á stafinn ö sem einstakt tækifæri fyrir okkur á mark- aðnum. Þannig getur islenskan ratt leið- ina.“ Jón er markaðsmaður af lífi og sál. Það sést á fasi hans að hann er keppnismaður enda sindra augu hans þegar sannfæringar- krafturinn verður hvað mestur í myndrænum lýsingum á markaðsstöðu og styrkleikum fé- lagsins. Jón var valinn viðskiptamaður ársins af DV og Viðskiptablaðinu fyrir tveimur árum og var þá þegar búinn að lyfta fyrir- tæki sínu í slíkar hæðir að eftir var tekið heima og erlendis. Ári áður hafði sjálf nafhgift félagsins, uppfinningamaðurinn Össur Kristinsson, hreppt verðlaun sömu miðla fyrir frumheijastarf sitt á sviði stoðtækjagerðar. Aðgangur að inarltaði Fyrirtækið Össur er frábært dæmi um það hvemig góð hug- mynd getur orðið að atvinnu margra og eins ber seinni tíma saga fyrirtækisins það með sér að markaðsstarf skiptir sköp- um. Gamli islenski hugsunar- hátturinn þar sem menn góndu á vörabrettið og dáðust að áþreifanlegum útflutnings- möguleikunum nægir ekki leng- ur til árangurs. Góð og yfirgrips- mikil þekking á markaðnum og mögu- leikum hans ásamt öflugu sölustarfi er lykillinn að velgengni Ö er sérstaða DV-myndir SER Með réttu græjurnar Jón Sigurðs- son, forstjóri Össurar, held- ur hér á dæmi- geröum gervi- fæti sem félag- ið framleiöir vestra. Tæknifram- farir eru stórstígar. Inni í rúmgóðum sal í bænum Aliso Viejo í suðurhluta Kali- fomíu stendur snaggaraleg kona og bendir fingri á íslenskt ö. Áhorfendur i salnum fylgjast með tveimur punktum yfir kunn- uglegum staf og margir þeirra undrast að fyrirtæki sem ætlar sér æ stærri hluti á ameriskum markaði hafi valið sér nafh með þessum furðulega upphafsstaf. Stafurinn og reyndar nafn- ið allt er enda óþjált í munni margra og Ameríkumaður renn- ur svolítið til í gómnum þegar hann tekur það sér í munn; út- koman er eiginlega miklu fremur Oesjúr fremur en Össur. Og skyldi svo sem engan undra. Islenskum gesti í bænum Aliso Viejo gengur líka illa að bera fram þetta mexíkóska heiti bæjarins í suðri sem einu sinni var fámenn hjáleiga á milli höfuðbólanna Los Angeles og San Diego. Núna er bærinn aðeins partur af óhemjumiklu flæmi af samfelldri byggð sem teygir sig alla leið ofan úr San Femando-dalnum í norðri suður að landamærunum við Mexíkó. Og núna á bærinn sitt íslenska ö. Þar er ævintýri Öss- urar að gerast, ævintýri sem hófst uppi á íslandi fyrir rífum 30 árum. Uppliaf nýs lífs Það er vígalegur langferðabíil sem ekur gestum upp að aðalstöðvum Össurar í téðum bæ og ekki laust við að landamir um borð verði svolítið hróðugir á svip þegar þeir líta hvítu bygg- ingamar þrjár sem hýsa ís- lenska drauminn í Vesturheimi. Þeir era komnir til að kynna sér útrás þessa íslenska félags á öflugasta markaðssvæði heims, í Kalifomíu, og sjá hvemig góð hugmynd sem fæddist Flókin tækni Gervifætur, -ökkli og -hné eru afrakstur mikils hug- vits. Hér er ökkli settur saman. Blái hólkurinn er eins konar Iiðpoki sem auðveldar snúning. Fætur á færibandi Framleiðsla Össurar er fjölbreytt. Nýtt líf með nýjar græjur Kurt Collier missti fótinn neðan vinstra hnés í vél- hjólaslysi þegar liann var um tvítugt. Iiann hreifst svo af stoðtækjuni þeim sem Össur framiciðir að hann lærði stoðtækjafræði og gekk til liðs við fyrirtækið til að kynna fólki sein misst hefur útlimi að lífið er spurning um réttu græjurnar. Bak við hann sést mvnd af Kurt þar sem hann stcndur á verðlaunapalli á Ólvmpíuleikum fatlaðra í Atl- anta 1996 en hann hefur náð langt í íþróttum með annan fótinn spenntan við gervilim. þjónustufyrirtækja á borð við stoðtækjagerð Össurar sem hef- ur náð þeim glæsilega árangri að selja öðrum fyrirtækjum bet- ur af gervilimum á Bandaríkjamarkaði. Og ailar tölur era til vitnis um að sölu- og markaðsstarfið vegur þungt innan fyrirtækisins. Áherslan á þennan þátt starf- seminnar hefur fjórfaldast frá því Jón Sigurðsson kom inn í fé- lagið. Hugsunin er öll á einn veg. Talsmenn þess segja að það sé ekki nóg að vera sannfærðir um gæði vöru sinnar og segja hana standa öðrum vöram framar. Aðgangur að markaði sé lykill að árangri. Án hans viti enginn um gæði vörannar. „Góð markaðssetning er iangtímafjárfesting," segir Jón Sigurðsson. „Menn geta náð valdi á tækni á skömmum tíma og lagað sig að breyttri tækni á enn skemmri tíma, en leiðin að markaðn- um er alltaf langsóttari," bætir Jón við og tekur dæmi: „Það er auðvelt að setja á laggimar sjónvarpsstöö, en öllu þyngri róð- ur að skapa sér nafn eins og CNN.“ Ö virkar vestra Michelle B. Hamilton. markaðs- og kynningarstjóri Össurar í Ameríku, bendir á stafinn sem auglýsinga- sérfræðingar vestra hrifust af og sögðu mikilvægt að nota í kynningarstarfi ytra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.