Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Síða 40
 H e/go rb lacf H>"V LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 Agnar Jón Egilsson og Gísli Örn Garðarsson leikstýra Rómeó og Júlíu á litla sviði Borgarleikhússins. Gísli örn leikur einnig Rómeó. „Við sem útskrifumst eigum að vera ferskust og best í stakk búin til að koma með eitthvað nýtt. Við verðum að halda í ferskleikann og uppreisnina." DV-mynd ÞÖK Leikhúsið getur verið hættulegt Rómeó og Júlía eru frægustu elskendur í heimi. Nú má sjá þau á litla sviði Borgarleik- hússins í fjöllleikahúsuppfærslu Vesturports. Vesturport frumsýndi Rómeó og Júlíu fyrir rúmri viku á litla sviöi Borgarleikhússins. Sýningin er ekki heföbundin heldur er um aö ræða fjölleikahúsupp- færslu á þessari frægustu ástarsögu leikbókmennt- anna. Leikararnir hanga í köðlum og rólum, fara helj- arstökk og handahlaup og leika glæfralegar kúnstir yfir höfðum leikhúsgesta. Leikhúsgestir emja af hlátri, vikna af harmi og taka andköf í mestu áhættu- atriðunum. Leikstjórar sýningarinnar eru tveir: Agnar Jón Eg- ilsson og Gísli Örn Garðarsson sem einnig leikur Rómeó. Hvernig skaut sú hugmynd upp kollinum að gera fimleikauppsetningu af frægustu ástarsögu sögunnar? „Það blundaði í mér að gera mjög fýsíska sýningu," segir Gísli Örn. „Þá datt mér helst í hug fjölleikahús- formið svo sýningin yrði ekki bara sveitt fólk hlaup- andi um sviðið. Þegar ég hugsaði um hvaða saga hentaði í verkefnið datt mér i hug frægasta ástarsaga í heimi. Hvemig væri að leika það að vera ástfanginn og fljúga um leið? Ætli ég hafi ekki fengiö þessa hug- mynd fyrir tveimur árum. Þegar ég réð mig hjá Borg- arleikhúsinu fyrir um ári vakti leikhússtjórinn, Guð- jón Pedersen, athygli á því að hann vildi veita lista- mönnum hússins færi á að nýta sér aðstöðuna í Borg- arleikhúsinu og veita okkur þannig svigrúm fyrir hugmyndir okkar. Þá fyrst varð hugmyndin um sirkusútfærslu á Rómeó og Júlíu raunhæf. Circus Cirkör í Stokkhólmi gerði svipaða sýningu I fyrra þannig aö ég hugsa að þetta liggi i loftinu." Hvernig gekk að sannfæra fólk um að vera með? „Það gekk fáránlega vel,“ segir Gísli örn. „Grund- völlurinn er sterkur í leikhúsinu okkar í Vesturporti. í flestum tilfellum bað fólk um að fá að vera með frek- ar en hitt. Það sem er síðan einstakt við sýninguna er að við eigum hana öll. Þetta er ekki einkaverkefni mitt; það stendur enginn einn upp og segir: þetta gerði ég! Enda væri það ekki hægt, þá væri einhver hálsbrotinn. Fólk tók þessu vel af því að hugmyndin var kræsi- leg en leiðin að lokatakmarkinu var gríðarlega löng. Við æfðum fimleika frá í maí. Við spiluðum fótbolta til að hita upp og ég held að boltinn sé hluti af líminu sem hélt okkur saman.“ Agnar, þú komst ekki strax inn sem leikstjóri? „Nei. Fimleikahópurinn var orðinn til og búið að setja sýninguna saman. Það var ekki fyrr en Gísli Örn þurfti að standa á sviðinu sem Rómeó og hafði engin augu úti í sal sem ég kom inn sem annar leik- stjóri," segir Agnar. „Það var eitt rennsli áður en Aggi kom inn og þá varð deginum ljósara að þetta gekk ekki upp svona,“ segir Gísli Örn. „Ég kom hlaupandi inn á svið sem Rómeó, klifraði síðan upp í rjáfur til að toga upp kaðla og rólur. Eftir rennslið settumst við niður og sögöum: Var þetta ekki ágætt? Hvernig fannst ykkur? Jæja, kaðallinn var svolítið seinn ... Ég hringdi í Agga og sem betur fer stökk hann á þetta.“ „Það sem er svo fallegt við samstarfið," segir Agn- ar, „er að allir hafa sína sérstöðu. Katrín Hall kom, sá um hreyfingar og það var eins og guð hefði mætt á svæöið! Árni Pétur Guðjónsson kom með mikla textareynslu, Karl Olgeirsson hannaði tónlistarheim- inn ofan í þetta og svo má ekki gleyma hinni frábæru þýðingu Hallgríms Helgasonar.“ „Ef við hefðum verið of stolt til að sækja okkur að- stoð út í bæ værum við líklega öll dauð,“ segir Gísli Örn, „allavega einhver." Kaupfélag á Vesturgötu Hópurinn í kringum Vesturport er frekar sérstakur. Er Vesturport ekki nokkurs konar kaupfélag þar sem samvinnuhugsjónin er í gildi? „Jú,“ segir Gísli Örn. „Við leigjum húsnæðið og skiptum mánaðarlegum greiðslum á milli okkar. Hús- næðið er til staðar og ef okkur langar til að gera eitt- hvað þá gerum við það. Kannski er Vesturport eins og kaupfélag, félagsmiðstöð, athvarf ... Frjálsir leikhópar eiga oft i vandræðum því að það er erfitt að vera hús- næðislaus. Við verðum helst að hafa 15 metra lofthæð og þess vegna er Vesturport, sem húsnæði, ekki alltaf sniðið að þörfum sýninganna, en það er áþreifanlegt og býr til ábyrgðartilfinningu gagnvart hópnum!" Hver er grundvöllurinn fyrir þessum sterka hóp sem stendur á bak við Vesturport? „Við vorum nokkur saman í bekk í Leiklistarskólan- um,“ segir Gísli Öm. „Þar rifum við kjaft eins og ég held reyndar að allir geri og eigi að gera. Okkur fannst allt glatað og misheppnað." „Við vorum ekki búin að vera í skóla i fjögur ár til að taka þátt í þessu og hinu! Slíkt var fyrir neðan virð- ingu manns,“ segir Aggi og glottir. „Ég held að þannig sé það í öllum listaskólum," seg- ir Gísli Örn. „Við sem útskrifumst eigum að vera ferskust og best í stakk búin til að koma með eitthvað nýtt. Við verðum aö halda í ferskleikann og uppreisn- ina.“ „Listamenn vilja skoða samfélagið og spegla það og ef ungir listamenn létu ekki heyra í sér væri eitthvað að,“ segir Agnar, „Ég er með þá kenningu að nú sé lið- inn nógu langur tími frá því að íslenska stjörnuleik- húsið varð tO. Það eru ekki nema tíu ár síðan. Við vor- um unglingar þegar fyrsta stjörnukynslóðin varð til í íslensku leikhúsi og nöfn og einstaklingar voru sett upp á stjörnuhimininn í stað sýninganna. Það er lið- inn nógu langur timi til að fara fram á að sýningarn- ar komist aftur í aðalhlutverk."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.