Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Qupperneq 42
46 HelQorblctö H>"V LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 Tilhugalíf Jóns Baldvins Jón Baldvin Hannibalsson lætur ýmislegt fjúka íævisögu sinni, Tilhugalífi, sem nú kemur út hjá Vöku-Helgafelli. Þarsegir hann meðal annars að Steingrímur Her- mannsson hafi verið vanmetinn, Ólafur Ragnar Grímsson aldrei hikað við að snúa staðregndum á haus, hann hæðist að nefndarstörfum Alþingis og segirfrá svartri skgrslu um Alþgðuflokkinn sem hann samdi nokkrum vikum áður en hann var kosinn formaður flokksins - en lét annan um að flgtja flokkssgstkinum sín- um efni hennarsvo að hann grði ekkisak- aður um allsherjarárás á trúnaðarmenn flokksins. Kolbrún Bergþórsdóttir skráir sögu Jóns Baldvins. Allir einhvem tíma plataðir Jón Baldvin Hannibalsson varö fyrsti skólameist- ari Menntaskólans á ísafirði og dróst þá inn í fram- boösmál á Vestfjörðum. í kafla um þau mál á átt- unda áratugnum segir Jón Baldvin um Steingrím Hermannsson: „En við, keppinautar Steingríms á þessum árum, höfðum yflrleitt tilhneigingu til að vanmeta hann. Það sem okkur kom fyrir sjónir sem bamaskapur - jafnvel einfeldni - verkaði oft á áheyrendur sem ein- lægni til eftirbreytni. Þegar Steingrímur sagðist hafa verið „plataður“ í togarakaupamálum var það ekki lagt út honum til lasts. Höfum við ekki öll ein- hvern tíma verið „plötuð“ - án þess að þora að við- Jón Buldvin uin það leyti sem liann samdi „svarta skýrslu" um Alþýðu- flokkinn árið 1984. Hún birtist í fyrsta sinn opinberlega í ævisögu lians Kjartan Jóhannsson kemur til ríkisstjórnarfundar ásamt Benedikt Gröndal og Magnúsi Magnússvni. Jón Baldvin lýsir því í bókinni hvernig hann steypti Kjartani af formannsstóli í Alþýðuflokknum. urkenna það? Verkfræðimenntun Steingríms og ein- lægur áhugi hans á ýmsum framfaramálum reiknað- ist honum líka til tekna. Steingrímur talar heldur óvirðulega um Hannibal í ævisögu sinni. Hann má því gjarnan vita það að þegar Steingrímur lá undir ámæli í svokölluðu „grænu-baunamáli“ fyrir kosningarnar 1971 fyrir- bauð Hannibal sínu fólki að nota það til árása á Steingrím. Ef til vill vildi hann forðast að gera Stein- grim að píslarvotti. En sjálfur bar Hannibal við fornri vináttu sinni við Hermann, föður Stein- gríms.“ Til framdráttar röngum málstað Þótt Ólafur Ragnar Grímsson og Jón' Baldvin Hannibalsson séu báðir Vestfirðingar lágu leiðir þeirra lítt saman fyrr en þeir voru komnir á fullorð- insár og ekki áttu þeir með sér pólitískt samstarf fyrr en eftir kosningarnar 1974 þegar þeir urðu báð- ir varaþingmenn fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna: „Ég gerði ósjálfrátt ráð fyrir því að við Ólafur Ragnar myndum eiga samleið, eftir að Samtökin voru af dögum, inn í Alþýðuflokkinn sem mér þótti sjálfgefið að ætti að verða pólitískt heimkynni ísa- fjarðarkrata eftir að okkur báðum hafði reynst villu- gjarnt um refilstigu íslenskra stjórnmála. Ákvörðun hans um að ganga til liðs við Alþýðubandalagið kom mér því mjög í opna skjöldu. Ólafur hefur aldrei ver- ið marxisti, ekki einu sinni sósíalisti, heldur vænt- anlega verið einhvers konar sambland af ísafjarðar- krata og breskum krata fóstruðum í Manchester. Mér er það enn í dag hulin ráðgáta hvað það var sem rak hann af fjalli inn í rétt Alþýðubandalagsins, ásamt með þeim félögum Svavari Gestssyni, Hjör- leifi Guttormssyni og Ragnari Amalds. Hélt hann að Alþýðuflokkurinn væri ekki á vetur setjandi? Kannski lærisveinar Lúðvíks [Jósepssonar] hafi ver- ið jafnhissa á því sjálfir? Allavega hafa þeir ekki set- ið á sárshöfði síðan.“ Síðar í bókinni segir Jón Bald- vin: „Og ekki verður það af Ólafi Ragnari Grímssyni skafið að hann var atvinnumaður í pólitískiun áróð- ursbrögðum og hikaði aldrei við að snúa staðreynd- um á haus, ef það mátti verða til framdráttar röng- um málstað." Minkur í hænsnabúi Jón Baldvin gefur nefndarstörfum á Alþingi, þeg- ar hann tók þar fyrst sæti, ekki háa einkunn. Haust- ið 1982 fór hann fram á það að vera settur í landbún- aðamefnd Alþingis þar eð hann þóttist vita að í þeirri nefnd væri hvað verst farið með almannafé af öllum nefndum þingsins. „Formaður landbúnaðar- nefndar var þá Stefán Valgeirsson, þingmaður Framsóknarflokksins úr norðurlandskjördæmi eystra. Aðrir nefndarmenn voru allir með tölu hand- gengnir landbúnaðarkerflnu, það er að segja þing- menn sem jafnframt voru bændur og framsóknar- „Við, keppinautar Steingríms á þessum árum. höfð- um yfirleitt tilhneigingu til að vanmeta hann.“ menn úr Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki (og sjálf- sagt hefur verið þarna einhver þingmaður Alþýðu- bandalagsins af sama sauðahúsi). Það fór ekkert á milli mála að litið var á nærveru mína á þessum nefndarfundum sömu augum og á mink í hænsnabúi - enda hófst „samstarfið" ekki vel. Fyrsti fundur byrjaði á því að formaðurinn, Stef- án Valgeirsson, hóf að lesa upphátt fyrir aðra nefnd- armenn eitthvert frumvarpið frá landbúnaðarkerf- inu um meiri styrki og hærri framlög í þágu hins göfuga málstaðar. Ég gerði athugasemd og bað hátt- virtan formann að gera hlé á máli sínu. Spurði sið- an hvort formaður gengi ekki út frá því aö nefndar- menn væru læsir? Og ef svo væri, hvort ekki væri ráð að fara að ræða málið, fremur en að eyða tíman- um í þennan upplestur (það skal tekið fram að Stef- án var afar seinlæs og seinmæltur). Þessi ósvífni olli því að formaðurinn missti nánast málið og var lengi að ná sér, eftir þessa óvirðingu sem honum fannst sér vera sýnd. Eftir það hélt hann sérstaka fundi með hinum innvígðu og handgengnu jábræðrum sín- um úr landbúnaðarkerfinu þar sem þeir sömdu sín í milli um það sem kæmi í hvers hlut af skattfé al- mennings. Formlegir nefndarfundir voru því sem næst eingöngu haldnir til að staðfesta áður teknar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.