Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Qupperneq 54

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Qupperneq 54
Helqarblað H>V LAUG ARDAGU R 30. NÓVEMBER 2002 - 58 Sériega fjölhæfur og skemmtilegur smábíll Kostir: Fjölnotamöguleikar, sjálfskipting, beygjuradíus Gallar: Tveir höfuðpúöar í aftursœti, lítið hanskahólf Honda Jazz er spennandi bíll sem nýlega var i úrslit- um á vali á bíl ársins i Evrópu 2003, þar sem hann lenti í fjórða sæti. Hann hefur einnig verið valinn bill ársins 2002 i Japan og er nú kominn á markað hér á íslandi, bæði beinskiptur og með stiglausri sjálfskiptingu, en þannig prófuðu DV-bílar hann í síðustu viku. Sniðugt innanrými Honda Jazz er mjög svipaður að stærð og VW Polo og þykir nokkuð djarfleg hönnun. Ytri línur hans eru smekklegar og hann er með fjórða hliðargluggann fyrir framan hliðarspegla líkt og sést á mun stærri fjölnota- bílum. Innandyra kemur þó best í ljós hvað þessi bíll er skemmtilega hannaður. Bíllinn er rúmgóður raiðað við bíl í þessum stærðarflokki og sætin óvenju stór og þægi- leg. Aftursætin eru sér á parti þvi að hægt er að fella þau niður í gólfið þannig að það verður rennislétt en einnig er hægt að taka setuna upp þannig að hægt sé að koma fyrir hærri hlutum inn um hliðardyr. Með sætin niöri er flutningsrými mikið og rúmar það tvö stykki fjallahjól. Innréttingin er smekklega hönnuð og bíllinn er ágætlega búinn. Meðal annars eru fjórir öryggispúð- ar, geislaspilari og loftkæling staðalbúnaður. Hólfum er víða haganlega fyrir komið en eini ljóðurinn þar er tví- skipt hanskahólf sem er lítið og rúmar ekki stóra hluti. Lítill beygjuradíus Bíllinn er skemmtilegur í akstri og með sportlega takta eins og Honda er þekkt fyrir. Stýrið er létt og beygjuradíus einn sá minnsti sem undirritaður hefur komist í tæri við. Þannig er hann sérlega þægilegur í öllum borgarakstri. Fjöðrun er í stífari kantinum en þrátt fyrir það leggst bíllinn aðeins í beygjurnar eins og bílum með þessu byggingarlagi er reyndar tamt. í reynsluakstrinum var nokkurt veghljóð í bílnum og þá sér í lagi á grófari vegum, en rekja má það að mestu leyti til grófra vetrardekkja sem undir honum voru. Vélin er 1,4 lítra og skilar ágætu afli, einnig með stig- lausri sjálfskiptingunni. Hún er einn af aðalkostum bílsins og er hægt að gera hana sjö þrepa með því einu að ýta á takka í stýri. Þá skiptir ökumaður um „gír“ með því að ýta á takka og hermir skiptingin þá eftir þrepum í hefðbundinni sjálfskiptingu. Á góðu verði Honda Jazz kemur sterkur inn á markað sem mikil samkeppni er á. Hans helstu keppinautar eru margir en taka verður inn i þann samanburð stærð bílsins, vélar- innar og fleira. Eins og áður sagði er hann mjög svipað- ur VW Polo í öllum helstu málum en einnig þarf hann að keppa við bíla eins og Toyota Yaris, Ford Fiesta og Citroén C3. Verðið á Polo er mjög svipað, 1.495.000 kr. beinskiptur á móti 1.490.000 kr. í Jazz, en aðeins dýrari sjálfskiptur þar sem Polo kostar 1.625.000 kr. en Jazz er á 1.590.000 kr. Sjálfskiptur fimm dyra Yaris er á 1.499.000 kr. og Fiesta með beinskiptingu kostar 1.450.000 kr. -NG © Vélin er ágætlega spræk með sjálfskiptingunni. © Hönnun á aftursætuin er sniðug og eins og sjá má falla þau slétt niður í gólfið. Sætin eru rúingóð og fóta- og höfuðrými með ágætum. Með bæði sætin niðri er geysilega gott flutn- ingsrými í bílnum og, að sögn Honda, má koma þar fyrir tveimur fjallahjólum. ® Hönnun mælaborðs er einföld og þægileg en maður saknar þess aðeins að sjá ekki skipting- una ofar í mælaborðinu, líkt og í Civic. j HONDA JAZZ 1,4 Vél: i 1,4 lítra, 4ra strokka bensínvél Rúmtak: 1339 rúmsentímetrar Ventlar: 8 Þjöppun: 10,8:1 Gírkassi: 7 þrepa stiqlaus sjálfskiptinq : UNDIRVAGN: Fjöðrun framan: MacPherson Fjöðrun aftan: Heill öxull á qormum Bremsur: Loftkældir diskar/skálar, ABS Dekkjastærð: 175/65 R14 i YTRI TOLUR: Lenqd/breidd/hæð:_________________3830/1675/1525 mm Hjólahaf/veqhæð:________________________2450/140 mm. j Beyqjuradíus:_______________________________10 metrar. j INNRI TÖLUR: Farþeqar m. ökumanni: 5 Fjöldi höfuðpúða/öryqqispúða: 4/4 Faranqursrymi: 380 lítrar. HAGKVÆMNI: Eyðsla á 100 km: 5,8 lítrar Eldsneytisqeymir: 42 lítrar Ábyrqð/ryðvörn: 3/8 ár Grunnverð: 1.490.000 kr. Verð sjálfskiptur: 1.590.000 kr. Umboð: Bernhard ehf. Staðalbúnaður: 4 öryggispúðar, útvarp/geislaspilari, fjar- stýrðar samlæsingar, rafdrifnir speglar, loftkæling, niður- j i fellanleqt framsæti oq aftursæti. J SAMANBURÐARTÖLUR: Hestöfl/sn.: 83/5700 Snúninqsvæqi/sn.: 119 Nm/2800 Hröðun 0-100 km: 12,3 sek. Hámarkshraði: 160 km/klst. Eiqin þynqd: 1104 kq. Heildarþvnqd: 1490 kq. I i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.