Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Qupperneq 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 DV farþega sem soguöust út úr lljúsjín flutningavél yfir Kongó á fimmtudag. Farþegar soguðust út úr flugvál í hátoftunum Óttast er aö vel á annað hund- rað manns manns hafi týnt lífi þegar þeir soguðust út úr flutn- ingaflugvél eftir aö afturhleri hennar opnaðist hátt yfir Kongólýðveldinu um 45 mínútum eftir brottfor frá höfuðborginni Kinshasa á fimmtudagskvöld. Hermaður sem komst lífs af úr slysinu sagði fréttamanni Reuters að um 200 manns, hermenn, kon- ur þeirra og böm, hefðu verið í vélinni en að ekki nema um tutt- ugu hefðu komist lífs af. Landvarnaráðherra Kongó, Irung Awan, staðfesti í gær að slysið hefði orðið en sagði að sér væri ekki kunnugt um dauðsfóll af þess völdum. Haft var eftir lækni á aðalsjúkrahúsi Kinshasa að níu karlar og konur væru þar til meðferðar vegna minni háttar meiðsla og andlegs áfalls. Flugvélin var af gerðinni Iljú- sjín 76 og rússneskri áhöfn henn- ar tókst að lenda henni aftur í Kinshasa. Vélin var á leiðinni til næststærstu borgar Kongó, Lub- umbashi, þegar óhappið gerðist. Vörulistarnir Sími/Fax 565 9991 www.otto.is Allir listamir fást í Bókabúflinni Grimu, Garðatorgi, Bókabúð Máls og menningar, Mjódd, og Pennanum, Keflavik. Lokaöur fundur um írak í Öryggisráöi SÞ í gær: Frakkar tilbúnir að ræða tillögu Bandaríkjamanna Frakkar eru reiðubúnir að ræða tillögu Bandaríkjamanna um að aflétta viðskiptaþvingunum Sam- einuðu þjóðanna á Irak á „upp- byggilegan og fordómalausan" hátt, að því er Jacques Chirac Frakklandsforseti sagði í gær. Aftur á móti sagði Chirac, sem var andvígur stríðsrekstri Banda- ríkjanna og bandamanna þeirra í írak og vill ekki að þeir einoki endureisn landsins, að Frakkar vildu að SÞ ættu að gegna lykil- hlutverki við að endureisa írak. Bandaríkjamenn lögðu fram til- lögu í Öryggisráðinu í gær, með stuðningi Breta og Spánverja, þar sem gert er ráð fyrir að öllum við- skiptaþvingunum, sem settar voru á Irak eftir innrásina í Kúveit 1990, yrði aflétt, að undanskildu vopnasölubanni. Þá vilja Banda- ríkjamenn að þeir og bandamenn þeirra verði einráöir um hvernig verja beri tekjum af olíusölu íraks REUTERSMYND Hraöar sér á fundinn SirJeremy Greenstock, sendiherra Bretlands hjá SÞ, hraöar sér á fund Öryggisráösins í New York í gær. í að minnsta kosti eitt ár. Tillagan gerir ráð fyrir að Sam- einuðu þjóðimar og aðrar alþjóða- stofnanir muni aðeins hafa eftirlit með því hvernig tekjunum af olíu- sölimni verði varið. Bandarísk stjórnvöld treysta á að Rússar, Frakkar, Þjóðverjar og Kinverjar, sem allir hafa neitunar- vald í Öryggisráðinu, muni fallast á tillöguna. Þessi ríki voru í for- ystu þeirra ríkja sem lögðust gegn stríðinu í írak. Embættismenn sögðu hins vegar í gær að lítill áhugi væri á að endurtaka slaginn sem varð í Öryggisráðinu áður en til innrásarinnar í írak kom. Ekkert hafði frést af fundinum áður en blaðið fór í prentun. Fyr- ir fundinn sagðist rússneski sendi- herrann myndu hafa fjölmargar spurningar fyrir sendiherra Bandaríkjanna. Rússar, rétt eins og Frakkar, vilja að SÞ gegni lyk- ilhlutverki við endurreisnina. REUTERSMYND Synir fórnarlambsins huggaöir Fjölskylduvinur reynir aö hugga syni írasks manns, Khaleds Ahmeds, viö tikhús sjúkrahúss í Bagdad. Bandarískir her- menn í írösku höfuöborginni skutu Ahmed til bana þegar hann sveigöi bíl sínum upþ á gangstétt nærri mosku snemma ígær. Ekki er vitaö hvers vegna hermennirnir hófu skothríö. Breskt limarit segir Berlusconi óhætan Breska tíma- ritið Economist kom róti á ítalskt stjóm- málalíf í gær með því að halda því fram að Sil- vio Berlusconi forsætisráðherra væri óhæfur til að vera í forystu fyrir Evrópuríkin þegar ítalar taka við formennsku í Evrópu- sambandinu 1. júlí. ítalskir stjórnarandstæðingar sögðu að harðorö grein Econ- omist sýndi að Berlusconi skað- aði orðspor Ítalíu á alþjóðavett- vangi og ætti að segja af sér. Um þessar mundir standa yfir réttar- höld yfir Berlusconi í Mílanó vegna ákæru um spillingu. Samverkamenn forsætisráð- herrans gerðu lítið úr grein breska tímaritsins en ljóst þykir að margir hafa áhyggjur af for- mennskutíð ítala. Friöarviöleitnin fyrir botni Miðjarðarhafs: Heimsókn Colins Powells um helgina gagnslítil Lítill árangur verður af heimsókn Colins Powells, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, til Mið-Austur- landa um helgina vegna tregðu Ariels Sharons, for- sætisráðherra ísraels, til að fallast á tilraunir manna til að koma á friði. Þetta sagði Nabil Shaath, utanríkisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, eftir fund með franska utanríkisráðherran- um, Dominique de Villepin. Ariel Sharon hefur ekki enn fallist á svokallaðan vegvísi Vest- urveldanna að friði fyrir botni Miðjarðarhafs, þar sem meðal annars er kveðið á um stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna fyrir árið 2005. Shaath sagði að Sharon hefði gefið til kynna að hann myndi bíða eftir að taka afstöðu til vegvís- isins þar til eftir fund meö George W. Bush Banda- ríkjaforseta 20. maí. Powell kemur til Jer- úsalem í dag og ræðir við Mahmoud Abbas, nýjan for- sætisráðherra Palestínumanna, á sunnudag. Þá verður liðið meira en ár síðan Powell beitti sér per- sónulega til að binda enda á átök- in milli Palestínumanna og ísra- ela sem nú hafa staðið i 31 mánuð. Shaath sagði að Palestínumenn myndu ítreka stuðning sinn við friðaráætlunina. Colin Powell. Afganistan gleymist ekki Richard Armita- ge, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, fullvissaði ráða- menn í Afganistan þegar hann heim- sótti þá í Kabúl í gær að stjórnvöld í Washington myndu ekki skjót- ast undan ábyrgð í Afganistan, þrátt fyrir atburðina í írak. Ekkert skjól tyrir ökufanta Þess verður ekki langt að bíða að ökufantar innan Evrópusam- bandsins geta ekki lengur flúið hraðaksturssektimar úr sumar- leyfinu með því einu að bruna yf- ir landamærin til síns heima. Sektirnar munu elta þá alla leið- ina heim að dyrum. Verkfall í Færeyjum Um tólf þúsund launþegar úr öllum verkalýðsfélögum Færeyja lögðu niður vinnu á fimmtudag og er athafnalif á eyjunum lamað. Engin mjólk er keyrð út og skip eru ekki losuð. Masað og flakkað á Netinu Grænlendingar eru orðnir svo duglegir við að masa í síma og flakka mn Netið að hagnaður er af rekstri Grænlandssíma. Al-Qaeda klár í aðgerðir Hryðjuverkaliðar í al-Qaeda hafa náð að endurskipuleggja sig og eru aö undirbúa stórárásir á Bandaríkin, að því er talsmaður samtakanna segir í samtali við arabískt dagblað í London. Erdogan vill afnám þvingana Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, hvetur til þess að við- skiptaþvingunum verði aflétt af tyrkneska hluta Kýpur. Viðskipta- þvinganir hafa verið í gildi í 40 ár en fyrir skömmu slökuðu grískir Kýpur- búar aðeins á klónni. íranar samvínnuþýöir írönsk stjórnvöld hétu því í gær að vinna náið með Alþjóða- kjarnorkumálastofnuninni til að sýna fram á að kjarnorkuáætlun þeirra sé í friðsamlegum tilgangi. Veljum ekki, veljum ekki Gerhard Schröder Þýska- landskanslari sagði í gær aö Þjóðverjar myndu ekki láta þvinga sig til að velja milli vináttu Bandaríkjamanna eða Frakka. Samskiptin við Bandaríkin hafa verið stirð upp á síðkastið vegna andstöðu Þjóð- verja við stríðið í írak en kansl- arinn er að reyna að gera þar bragarbót á. Eftirlit á ítalíu ítölsk stjómvöld hafa ákveðið að taka upp eftirlit með öllum farþegum sem koma til Ítalíu frá löndum þar sem hætta er á að smitast af bráðalungnabólgu og setja alla þá í sóttkví sem sýna einhver merki um smit.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.