Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Blaðsíða 18
I 8 /7 e / c) a r b / a ö I>V LAUGARDAGUR IO. MAÍ 2003 Kvefið frá Kína Bráðalunqnabólqan sem nú berst um heimsbqqqðina er dálítið meira en kuef. Hún á marqt sameiqinleqt meðpestarfar- öldrum fqrri alda oq Jón Ólafur ísberq saqnfræðinqur rifjar upp það helsta. Þær fréttir bárust frá Kína í febrúar að kvefið í ár væri kannski banvænt. í fyrstu héldu menn að um væri að ræða venjulega innflúensu en fregnir frá Kína voru óljós- ar þótt fyrst hefði orðið vart við pestina í Guangdong-hér- aði í nóvember. Það er ekkert nýtt að þaðan komi alls konar leiðindapestir, enda er þar mikið nábýli manna og dýra og hentugar umhverfisaðstæður fyrir þær. Nokkur þúsund Kínveijar með kvef valda ekki ótta, jafnvel þótt einhverjir þeirra deyi, enda voru það ekki dauðsfóll meðal Kínverja sem kveiktu á viðvörunarbjöll- um Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þegar læknar í Hong Kong, fmnskur starfsmaður stofnunarinnar og fleiri heilbrigðisstarfsmenn féllu i valinn varð að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir að sóttin bærist til Vesturlanda. Á undanfömum árum hafa heilbrigðisyfir- völd verið á varðbergi gagnvart útbreiðslu sótta á Vest- urlöndum sem ekki er hægt að ráða við með auðveldum hætti. Með áhrifarikum aðgerðum hefur tekist að draga úr útbreiðslu alnæmis og komið hefur verið í veg fýrir að lyfjaþolnir berklar nái fótfestu. Þetta gildir raunar ein- ungis fyrir búsetusvæði „vestrænna manna“ en í öðrum heimshlutum fá sjúkdómar ,sem oft á tíðum em auð- læknanlegir, að hafa sinn gang. Óttinn við alræði pestar sem færi um heiminn og legði fólk að velli i stórum stíl hefur farið vaxandi á undanfómum áram. Sérfræðingar í smitsjúkdómum vita að það er aðeins tímaspursmál hvenær alvarleg drepsótt kemur upp. Það sem ekki er vitaö er hvar hún byijar, hvenær, hvað hún fer hratt yfir og hversu öflug hún verður - en hún kemur. Fyrir nokkrum árum bárust fregnir af pest í nágrenni Hong Kong sem kölluð var kjúklingaflensa og nokkrir dóu af. Flensan náði ekki að breiðast út og almenningur var sannfærður um að þetta hefði nú bara verið vesæl veira sem auðvelt hefði verið að kljást við. Staðreyndin var hins vegar sú aö miklum mannafla, tíma og pening- um var eytt í að komast fyrir flensuna og öllu fiðurfé var útrýmt á stóra svæði. Bandaríkjamenn lögðu til megnið af því sem til þurfti í þessa aðgerð og í kjölfarið fór heil- brigðisráðherra Bandaríkjanna í heimsókn til Hong Kong og Kína til að efla samstarf ríkjanna um viðbrögð við útbreiðslu bráðasóttar. Bandaríkjamenn hafa verið mjög hjálplegir við að útrýma sóttum og sjúkdómum á þeim svæðum sem eru þeim efnhagslega mikilvæg og má nefna að í einu skiptin sem bandaríski herinn hefur feng- ið að athafna sig á Indlandi var þegar hann hefur séð um að úða DDT og öðrum óþverra yfir svæði þar sem vart hefur orðið við svarta dauða. Inflúensa í fyrstu héldu menn að Kínakvefið væri enn ein inflú- ensan og þá var bara að bíða og sjá hvað úr yrði. A eða B en vonandi yrði þetta ekki slæmt í ár! Talið er að inflúensa hafi fyrst gengið sem faraldur í Evrópu árið 1510 og síðan tveir aðrir meiriháttar faraldr- ar gengið þá öld, 1557 og 1580, og valdið fjölda dauðsfalla. Á 17. öld virðast faraldramir hafa verið minni háttar en á 18. öld fjölgar þeim og þeir verða jafnframt skæðari. Má þar nefna sóttina 1781-1782 sem var sérlega skæð en Magnús Stephensen, sem þá var staddur í Kaupmanna- höfn, lýsir sóttinni og veikindum sínum þannig: „En um vorið 1782 undir sumarmál kom samt stórmik- ill hnekkir hans áköfustu lærdómsiðnum þvi í marga daga samfleytt blés ofsastormur kaldur af austri og flutti með sér frá Rússlandi að sögn pestnæma drepsótt yfir Á þessari mynd frá sextándu öld má sjá djöfulinn, sem breiðir út pestina, svífa yfir kaunum lilöðnu fórnar- lainbi meðan áhyggjufull hjúkrunarkona stendur hjá. mikinn hluta Norðurálfunnar og nefndist sú sótt inflú- ensa. Hún tíndi allan fjölda manna upp, hlífði fáum öld- ungis, greip marga að sönnu vægar, alla hastarlega með striðum höfuð- og bakverk, bijóstþyngslum, beinverkjum og augnveiki. Svo mikinn grúa manna lagði hún í gröf- ina í Kaupmannahöfn að þar töldust um 300 dánir í hverri viku. Þessi sótt greip M. St. svo geyst að hann skömmu eftir lá með höfuðórum megnum í meira en viku og leiddist aðfram að dauðans dyrum, fékk samt aft- ur rænu, lét þá þjónusta sig og kvaddi. Engin læknismeð- ul urðu honum að liði til að sefa sóttina fyrr en hans ná- kvæmi læknir eftir 3 vikna lega bað hann samþykkis til að reyna mikla blóðtöku. Sló hann honum æð á hægri handlegg lét drjúgt blæða og með nokkru millibili tvisvar uppblæða hér um einn tebolla fullan í senn, verkirair fóra síðan rénandi en það staklegasta magnleysi hélst svo lengi við að fullar 7 vikur má telja frá því að hann lagðist uns hann þoldi eður fékk á ný læknisleyfi til að taka við fyrri lærdómsiðn," Inflúensan virðist hafa verið viðvarandi í Evrópu á 19. öld en hún var ekki eins skæð og fyrrum auk þess sem lengra leið á milli stórsótta. Inflúensa er sjaldan banvæn nema henni fylgi lugnabólga eða bakteríusýkingar í önd- unarfæram. Fyrrum vora það einkum böm og gamal- menni sem létust af hennar völdum og sennilega þess vegna var hún ekki álitin sami skaðvaldur og þær sóttir sem drápu fólk á besta aldri. Það veikjast iðulega mjög margir af inflúensu, enda smitast hún auðveldlega, og era kannski óvinnufærir um lengri eða skemmri tíma og sem slík veldur hún mikilli röskun í samfélaginu. Til dæmis segir i Ballarárannál árið 1662, „Um sumarið gekk kvefsótt mikil um landið. Varð af henni mikill heybrest- ur en ekki önduðust margir menn í þeirri sótt.“ Skað- semi sóttarinnar ræðst ekki eingöngu af dánartíðinni eins og þetta dæmi gefur til kynna heldur einnig af smit- hlutfallinu, hvenær árs og hversu lengi hinir smituðu voru óvinnufærir. Þau áhrif sem sóttir gátu haft á sam- félagið með öðrum hætti era þá ótalin. Eitt af því sem valdsmenn óttuðust einna mest á pestar- og hallæristím- um var að almenningur léti ekki að stjóm og færi um í hópum rænandi og raplandi og raskaði þannig hinum fé- lagslega stöðugleika. Spænska veikin Síðasti stóri inflúensufaraldurinn sem fór um heiminn var spænska veikin 1918-19 en talið er að fleira fólki hafi veikst af henni en nokkurri annarri sótt í heiminum og dánartíðni verið með því mesta sem þekkt er í inflúensu- faröldrum. „Pestin steypti sér yfir Reykjavík eins og þjófur á nóttu. Reykvíkingar áttuðu sig ekki á því hvað var að gerast fyrr en holskeflan var dunin yfir. Þegar hún kom fyrst við sögu svo skelfmgu olli fór hún allra síst fram hjá háskólanum. Ein fyrsta fregn um dauðsfóll sem náði hvers manns eyra var tengt nöfhum þeirra hjónanna Jóns Kristjánssonar prófessors og Þórdísar Toddu Bene- diktsdóttur. Þau hjón veiktust samtímis og vora bæði lát- in eftir nokkra daga.“ Þannig lýsir séra Gunnar Bene- diktsson komu spænsku veikinnar til Reykjavíkur síðla árs 1918 í endurminningum sínum. Spænska veikin barst með skipum tO Reykjavíkur og Hafnarfjarðar frá Danmörku, Englandi og Bandarikjun- um 19. og 20. október 1918. Væg inflúensa hafði gengið um sumarið og töldu stjóravöld enga ástæðu tO aðgerða enda höfðu þau þær fregnir erlendis frá að hér væra um tOtölulega skaðlítinn faraldur að ræða. Inflúensan sem hafði gengið um nær aOan heim var skaðlítO en á stutt- um tíma um haustið breyttist það og hún varð að ban- vænni sótt. Hún var einnig frábragðin öörum faröldrum að því leyti að um helmingur látinna var í aldursflokkn- um 20-40 ára en óvanalegt var að fóUí á þeim aldri dæi úr inílúensu. HeObrigðisyfirvöld áttuðu sig ekki á þess- um breytingum sem urðu á sóttinni fyrr en um seinan og þá var raunar lítið hægt að gera. í blöðum fóra að berast fréttir af gangi sóttarinnar er-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.