Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Síða 24
24- /7 e / q ct rh / o c) X>"V" LAUGARDACUR IO. MAÍ 2003 Matur og vín Bláskel Bláskel, öðru nafni kræklinqur, er bragðmikill skelfiskur sem lifir meðal annars við strendur ís- lands oq finnst hér oft í fjörum, þó síst ísandfjörum, sunnanlands. Alqenqast er að finna hann inni í fjörðum þar sem lítið brim er oq.sjór ekki eins saltur oq við opið haf. Hún er til íqmsum litbriqðum þótt flestar tequndir hafi svarbláar skeljar og fiskurinn sé gulleitur eða appelsínugulur. Heimildir eru um að íslendinqar hafi byrjað að nýta sér skelfisk á átjándu öld oq á þeirri nítjándu var bláskel notuð til matar á Vesturlandi oq Vestfjörðum, einkum íhallærum. Bláskel (krækling) ætti aðeins að tína lifandi og einungis lokaðar skeljar eða þærsem loka sér þeg- ar bankað er á þær. Bláskel veiðist um allan heim oq hefur víða verið ræktuð á staurum og reipum sem koma upp úrsjó á fjöru þvíhún festir siq við reipi oq steina með spunaþráðum. Nú erslfk ræktun íqanqi á Eyjafirði. Eitt það mest spennandi á markaðinum núna - segir Friðrik Sigurðsson í Fjörukránni „Bláskelin frá Norðurskel í Hrísey er alger nýjung og er eitt það mest spennandi á matvælamarkaðinum núna. Hún kom mér verulega á óvart,“ segir Friðrik Sigurðs- son, matreiðslumeistari á Fjörukránni í Hafnarfirði. Hann virðist ekki bara segja þetta vegna þess að Fjöru- kráin er að byrja með bláskelina á matseðli sínum nú um helgina, heldur af því hann meinar það fullkomlega. Hann kveðst hafa bragðað bláskel (krækling) víða um heim og þessi slái allt út að gæðum. „Ástæðan er sú að skelin fyrir norðan býr við lágt hitastig og vaxt- artíminn er því lengri en víð- ast ann- ars stað- Það skil- ar sér í betri af- urð,“ segir hann og kveðst hlakka til þess að ís- lendingar fari með þessa ís- í matreiðslukeppni úti í heimi. Friðrik talar um Atlantshafsbláskel sem lifi við strendur Kanada, Noregs, íslands, írlands og Spánar og lýsir henni svo: „Bláskelin er ilmrík og sætubragðið af henni hefur algera sérstöðu. Það er enginn skelfiskur neitt líkur henni,“ segir hann og bætir við að alltaf sé gaman- að fá eitthvað árstíðabundiö á diskana. Því fylgi vissar væntingar og bláskelin skapi vorstemningu því hennar tími sé apríi, maí og júní. Friðrik segir Fiskhús sælkerans að Lynghálsi 12 í Garðabæ verða með Hríseyj- arbláskelina til sölu og eflaust verði hún víðar. Hann leggur áherslu á að skelin eigi að fara lifandi í pottinn og þá lokuð, en við suðuna eigi hún að opna sig. Hann segir bláskelina bráðgóða i sósur og súpur, auk þess sem hún sé geysifín gratineruð. Gufusoðin er hún líka Ijúf- feng og þannig kýs hann að matreiða hana fyrir okkur. Hér kemur uppskriftin, ætluð fjórum. Gufusoðin bláskel í hvitvíni 2 ka bláskel 2 stk. skalottulaukur 3 hvítlauksoeirar 3 msk. smiör 2 dl hvítvín 2 msk. söxuð steinselia 1 stk. tómatur Skolið skelina í rennandi vatni í nokkrar mínútur. Hreinsið og saxið laukinn og hvítlaukinn og skerið tómatinn í teninga. Svitið laukinn og hvítlaukinn í ólívuolíunni, setjið smjöriö, hvítvínið og bláskelina útí og sjóðið þar til skelin hefur opnað sig. Færið skelina upp úr og bætið tómatteningunum út í. Sjóðið soðið nið- ur um helming. Hellið síðan soðinu yfir skelina og strá- ið saxaðri steinselju yfir. Ómissandi meðlæti er gott brauð og glas af góðu víni eða vönduðum bjór.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.