Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR io. MAf 2003 H&lQctrhlað X>’Vr 29 }~ "• Hrafninn er sá fuql sem sveipaður er mestri dulúð ííslenskri þjóðtrú og um hann er fjöldi sagna. I aldaraðir hefur hann allt ísenn verið álitinn skemmtilegur eða leiðinlegur, verið dáður eða hataður, ofsóttur eða alfriðaður. Ólíkt því sem margir halda telst hrafninn ekki til ættar ránfugla. Hann er spörfugl eins og þrösturinn, maríuerlan og þúfutittlingurinn. Hrafninn er að vísu fjarskyldur ættingi þessara fugla og mjög ólíkur þeim. Hann er langstærsti og algengasti spörfuglinn sem verpir á íslandi og algengur um allt land. Hrafn- inn er um sextíu og fimm sentímetrar að lengd, svartur að lit en meö fjólubláa slikju aftan á höfðinu og niður fyrir háls. Vænghafið er milli hundrað og tuttugu og hundrað og fimmtíu sentímetrar. Ungir hrafnar þvælast mikið en eftir að fuglinn verður kynþroska, tveggja til þriggja ára, er hann að mestu staðbundinn. Hrafnar ástunda einkvæni og helgar parið sér óðal umhverfís hreiðrið sem nefnist laup- ur. Kvenfuglinn verpir yfirleitt fyrstur fugla á vorin. Krummi er alæta og því seigur að bjarga sér. Einstaka sinnum kemur fyrir að það fæðist hvítur fugl og af því er dregið orðtakið: „Sjaldséðir hvítir hrafnar". Einnig er vitað um hrafn sem var með stórar hvítar skellur á vængjunum. Krummi er mjög glysgjarn, hann er safnari og stel- ur öllu sem hann getur. í laupnum hafa fundist furðulegustu hlutir: marglit glerbrot, litríkir steinar og plastbrúsar og jafnvel gaddavír. Ein sagan segir að krummi eigi það til að grafa þýfið í jörðu en finni það svo aldrei aftur vegna þess að hann noti skýin sem kennileiti. Huginn og Muninn í norrænni trú var hrafninn talinn spáfugl. Á öxl- um Óðins sitja tveir hrafnar, Huginn og Muninn. Snemma á morgnana hefja þeir sig til flugs og fljúga Hrafn f laupi Hrafnspör ástunda einkvæni og helgar sér óðal uni- hverfis hreiðríð sem nefnist laupur. Kvenfuglinn verpir yfirleitt fyrstur fugla á vorin. Krummi er mjög glvsgjam og stelur öllu sem hann getur. í laupnum hafa fundist furðulegustu hlutir, svo sein marglit glerbrot, litríkir steinar og plastbrúsar og jafnvel gaddavír. um allar jarðir og þegar þeir snúa til baka hvísla þeir fréttum í eyru Óðins og er hann því nefndur hrafnagoð. Hrafninn eru líka fugl orrustuvallarins. Þeir sem falla í valinn og fara tfl Val- hallar eru kallaðir hrafnafóður. Sagt er að Flóki Vilgerðarson, sem einna fyrstur fann ísland, hafi blótað þrjá hrafna og heitið Óðni því að gera þá sér leiðitama. Þegar hann sigldi síðan til íslands hafði hann hrafnana með til að vísa sér leiðina. Fyrsti hrafninn sem Flóki sleppti flaug aftur fyrir stafn og sneri við. Annar flaug upp í loft- ið en síðan aftur til skips. En sá þriðji tók stefnuna fram fyrir stafn og í þá átt sem Flóki fann ísland. Eft- ir þetta hlaut hann viðurnefnið Hrafna-Flóki. Þessi sögn á sér annaðhvort sameiginlega frumgerð eða uppruna í goðsögunni um dúfumar sem Nói sleppti af Örkinni. Vilji menn sjá hulda hluti eiga menn að eignast stein sem finnst í hrafnsheila. Steinninn er annað- hvort hvítur eða svartur og nefnist rádianus. Til að verða sér úti um steininn skal taka hrafnshöfuð og þurrka það í vindi og í skugga því ekki má skína sól á höfuðið á meðan það þornar. Þegar höfuðið er orð- ið þurrt losnar steinninn úr heilanum. Vefja skal hrafnsheflasteininn í nýju og ónotuðu líni og hafa undir vinstri handlegg þegar menn vilja sjá það sem öðrum er hulið. Vitrastur allra fugla íslendingar hafa lengi trúað því að hrafninn sé allra fugla vitrastur og viti ekki einungis það sem á sér stað á fjarlægum slóðum heldur geti einnig sagt til um ókomna atburði. Áður var talið að þeir sem legðu sig fram við að fylgjast með flugi og krunki hrafnsins áttuðu sig á veðrabreytingum og öðru gagnlegu af háttum hans. Á Vestfjörðum er sagt að krummi beri vatn í nefínu ef smellur í goggnum á honum á flugi og það boðar vætutíð. Oftast boða hrafnar þó mannslát, samanber krumminn á skján- um, en því var trúað að hrafninn kæmi á gluggann hjá feigum mönnum. Sjái maður hrafn sitja á kirkju- tumi boðar það feigð nýkomins ættingja. Hrafninn hefur níu heilabú og fylgir sín náttúran hverju þeirra. Sú fyrsta er vísdómur, önnur góð sjón, þriðja þekking, sú fjórða veldur þjófseðli, sú fimmta gerir menn röska til vinnu, sjötta veldur heimsku, sú sjöunda gerir menn falska, sú áttunda veldur grimmd og miskunnarleysi og sú níunda veldur and- vökum. Því var trúað að sá sem æti heilabúin öðlað- ist eiginleika þeirra en það er á fárra færi að þekkja þau í sundur. Ef maður heggur framan af goggnum á hrafni og drekkur blóðið þarf maður lítið að sofa. Hrafnsfjaðrir þóttu ágætar til að skrifa með ef þær voru rétt skornar. Berjast við vonda loftanda Hrafninn er kjaftaglaður og það þótti mjög gagn- legt ef menn skildu krunkið í honum eða tungumál annarra fugla en á sínum tíma var talið að sumir prestar og biskupar skildu fuglamál. Þegar hengja átti ódæðismanninn Svein skotta árið 1648 vildi svo illa til að ekki fannst nein snara sem hélt honum - þær slitnuðu hver af annarri. Sagan segir að Sveinn hafi gefið sig djöflinum með þeim skilmálum að engin hengingaról skyldi halda honum. Meðan á þessu stóð söfnuðust nokkrir hrafnar við af- tökustaðinn og á Sveinn að hafa sagt: „Þetta eru vin- ir mínir“. En þegar hrafnarnir krunkuðu allir í kór: „Tág tág“, sagði Sveinn: „Nú ætla þeir að svíkja mig!“ Skildu böðlar Sveins þá krunkið og sendu eftir viðartágum þeim sem hann var hengdur í. Ýmsar sögur benda til þess að hrafninn hafi ófreskigáfu og eigi í sífelldum erjum við loftanda. Hrafn sem lætur ófriðlega niðri við jörð eða steypir sér mikið á flugi er að verja jörðina fyrir vondum loftöndum sem vilja setjast að í henni. Einnig er sagt að hrafninn sé að gleypa loftanda þegar hann veltir sér á flugi. Stundum hafa loftandarnir betur í viður- eigninni við krumma og binda andarnir hrafnana í halarófu þannig að hver bítur í stél annars og geta þeir ekki losað sig nema andarnir leyfi. Hrafninn hefur lengi verið tengdur ýmiss konar kukli og nánast óhugsandi að nokkur galdramaður með sjálfsvirðingu eigi ekki taminn hrafn. Ungir nú- tímaloddarar láta sér þó yfirleitt duga að eiga upp- stoppaðan fugl. Trúin á lækningamátt hrafnsins kemur nokkrum sinnum fram í íslenskri þjóðtrú því samkvæmt henni var hægt að bæta samlyndi og hjúskaparfar hjóna ef karlmaðurinn bar á sér þurrkað hrafns- hjarta. Við blind augu skal láta þiðurgall, blandað víni og litlu einu af mannasaur og láta liggja við aug- un í níu daga - eða þá hrafnsgall, blandað hunangi. Við höfuðverk þótti upplagt að brenna hrafnshöfuð tfl ösku, blanda öskuna með lút og þvo höfuðið með blöndunni. Hrafnaþing Hrafnar eru afskaplega félagslyndir og fara oft um í hópum. Á kvöldin safnast hóparnir saman á nátt- stað og nefnist það hrafnaþing. í þjóðsögum Jóns Ámasonar er sagt að hrafnar haldi þing tvisvar á ári, þ.e.a.s. vor og haust. Á vorþingum ákveða hrafn- ar hvernig þeir skuli hegða sér yfir sumarið, en á haustþingum skipa þeir sér niður á bæi. Þeir eru þá alltaf tveir saman, karl- og kvenfugl, svipað því og þegar hreppsómagar voru settir niður til vetursetu. Ef tala hrafna á þingi er stök eltir hópurinn uppi þann staka og drepur hann. Eftir að hrafnarnir settu sig niður á bæina voru þeir kallaðir heima- eða bæj- arhrafnar. Mjög misjafnt var hvernig hröfnunum var tekið á bæjunum. Stundum var reynt að hrekja þá burt en á öðrum bæjum var kastað tfl þeirra matarafgöngum. Hrafninn er fljótur að komast upp á lagið og þekkir fljótt þann sem gefur honum. Áuðvelt er að temja krumma, en hann verður fljótt frekur og uppivöðslu- samur. Einu sinni var því trúað að í Heklu byggju hrafnar með glóandi jámklær og járnnef. Gömul trú er að hrafninn hefni sín grimmilega með því að leggjast á búfé fái hann slæma meðferð en að guð launi fyrir hrafninn sé gert vel til hans. -Kip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.