Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Page 34
34
He/C) o rb lo c) jov LAUGARDAGUR 10. MAf 2003
var orðinn aðalatriðið
- Atla Eðvaldssyni, fráfarandi landsliðsþjálfara,
fannst réttast að stíga til hliðar vegna neikvæðrar umræðu
Atli Eðvaldsson, sem stjórnað
hefur íslenska landsliðinu síðan
síðla árs 1999, sagði í gær upp
störfum sem landsliðsþjálfari.
Eggert Magnússon, formaður
Knattspyrnsambands íslands, las
upp sameiginlega yfirlýsingu
Atla og sambandsins á blaða-
mannafundi sem boðað var til í
gær og hljóðaði hún svona:
„Atli Eðvaldsson hefur ákveðið
að draga sig í hlé og láta af starfi
sínu sem þjálfari A-landsliðs
karla. Mikil og neikvæð umræða
hefur verið um störf Atla með
landsliðiö sem í raun hefur haft
slæm áhrif á gengi liðsins. Atli
dregur í hlé í þeirri von að liðinu
takist að snúa
blaðinu við og fá
stuðning þjóðar-
innar í komandi
leikjum sem eru
gríðarlega mikil-
vægir fyrir ís-
lenska knatt-
spyrnu."
Svo mörg voru
þau orð og DV-
Sporti lék for-
vitni á að vita
hvað Atli hefði
um þessa ákvörð-
un sína að segja.
Af hverju hœtt-
ir þú sem landsliösþjálfari?
„Umræðan í kringum liðið hef-
ur verið neikvæð í nokkuð lang-
an tíma og hefur eiginlega stig-
magnast að undanförnu. Mér hef-
ur fundist menn missa sjónar af
því sem skiptir máli. í allri um-
ræðu í kringum landsliðið var ég
aðalmaðurinn í stað þess að
landsliðiö sjálft og leikmenn þess
fengju að njóta sín. Baráttan fyr-
ir leiki var farin að snúast gegn
baklandinu en ekki gegn and-
stæðingunum. Það var þróun
sem mér fannst ekki vera rétt og
sá fram á að myndi ekki breytast
á meðan ég væri við stjórnvöl-
inn. Því ákvað ég að stíga til hlið-
ar og get sagt þér að ég er mjög
sáttur við þessa ákvörðun," sagði
Atli Eðvaldsson.
Af hverju fékk liöiö ekki stuön-
ing á meöan þú varst viö stjórn-
völinn?
„Það er hlutur sem ég á erfitt
með að útskýra. Ég tel sjálfan
mig vera viðkunnalegan og heið-
arlegan mann sem er þægilegur í
umgengni. Einhverjir aðilar hafa
hins vegar haft horn í síðu minni
allt frá upphafi og á endanum var
mælirinn fullur. Ég eiginlega skil
þetta ekki og það versta var að
liðið þjáðist út af þjálfaranum.
Því varð að linna.“
Geðbilun að standa í þessu
„Ég hef mikið þrek 'og þol og
hef þurft að nota það allt til að
þola þá gagnrýni sem á mér hef-
ur dunið. Það má eiginlega segja
að það sé hálfgerð geðbilun að
standa í þessu og ég óska engum
landsliösþjálfara þess að standa í
þeirri orrahríð sem ég hef staðið
í þennan tíma sem ég hef stjórn-
að landsliðinu. Menn hafa verið
duglegir við að gagnrýna mig og
undir suma gagnrýnina get ég al-
veg skrifað en mikið af því sem
sagt hefur verið um mig hefur
ekki verið málefnalegt og til þess
fallið að hjálpa knattspyrnunni á
íslandi. Menn mega segja sínar
skoðanir en þeir þurfa að rök-
styðja þær til að hægt sé að taka
mark á þeim.“
Er ekki Guðjón Þórðarson
Nú hefur veriö talaö um aö þaö
vanti harðjaxl eins og forvera
þinn, Guöjón Þóröarson, viö
stjórnvölinn á landsliöinu. Er
ekki nœgur agi hjá þér og ertu
oröinn of góöur vinur leikmann-
anna?
„Ég hef minn stjórnunarstíl og
get ég sagt þér það að hann felst
ekki í því að lemja menn til
hlýðni eða hóta þeim öllu illu. Ég
er ekki Guðjón Þórðarson, hef
aldrei verið hann, mun aldrei
verða hann og hef satt að segja
engan sérstakan áhuga á því.
Ég hef reynt að skapa traust og
trúnað á milli þjálfara og leik-
manna, rætt við þá á jafnréttis-
grundvelli og eiginlega eftirlátið
hópnum að halda uppi aga. Það
er langsterkasti aginn sem kem-
ur innan frá og ég trúi því ekki
að menn, sem hafa atvinnu af því
að spila knattspyrnu, kunni ekki
að undirbúa sig undir leik. Ég get
ekki verið á vaktinni allan sólar-
hringinn og það segir sig sjálft að
ef ég eyddi hverri nótt í að gægj-
ast undir herbergisdyrnar hjá
mönnum þá sýndi ég þeim ekki
mikiö traust. Ef ég treysti þeim
ekki til að undirbúa sig fyrir
leiki þá treysti ég þeim varla til
að standa sig inni á vellinum.
Gagnkvæmt traust verður að
ríkja og þú átt aldrei eftir að sjá
mig með blöðru á æfingu á
sunnudagsmorgni til að fram-
kvæma áfengispróf á leikmönn-
um. Það væri niðurlægjandi fyrir
leikmennina og ekki minn stíll
og ef ég hef lagt of mikið traust á
þá og verið of náinn þá verð ég
bara að lifa með því.“
Ekki lélegur árangur
„Ég er ekki sammála því að lið-
ið hafi náð lélegum árangri und-
ir minni stjórn. Við höfum unnið
marga góða sigra, meðal annars
gegn Tékkum og Svíum, farið
upp um styrkleikaflokk [innsk.
blm. ekki eingöngu vegna árang-
urs liðs'ins heldur einnig vegna
fjölgunar þjóða í hverjum styrk-
leikaflokki] og verið á sama tíma
að móta nýtt landslið. Auðvitað
hafa slæm töp litið dagsins ljós
en við verðum aö muna að við er-
um engin stórþjóð hvað varðar
fólksfjölda og verðum að hafa
væntingar og kröfur eftir því.
Við eigum enn möguleika á því
að ná því markmiði sem við sett-
um okkur - að halda okkur í
þriðja styrkleikaflokki - og það
væri frábært ef það næðist. Til
þess að það geti
gerst þá þarf
þjóðin að styðja
landsliðið og von-
andi gerist það í
næstu leikjum.
Við erum það lít-
il að við náum
engum árangri ef
við erum
sundruð.“
Elílíi hættur að
þjálfa
Ætlar þú aö
'halda áfram
þjálfun?
„Ég lifi fyrir fótbolta. Þetta er
það skemmtilegasta sem ég geri
og er í blóðinu. Ef ég hefði ætlað
að hætta að þjálfa þá hefði ég
sennilega haldið áfram með liðið
út undankeppnina og síðan sagt
bless. Ég er hins vegar með mikla
reynslu sem leikmaður, hef eytt
drjúgum tíma í að mennta mig
sem þjálfari og tel að mín þjálfun-
arheimspeki gangi upp. Ég veit
hins vegar ekkert hvað framtíðin
ber í skauti sér. Núna er ég að
melta þessa ákvörðun sem ég tók
og framhaldið verður síðan að
koma í ljós.“
Líst vel á Ásgeir
„Ég styð stjórn KSÍ heilshugar
í því að hafa ráðið Ásgeir Sigur-
vinsson sem landsliðsþjálfara.
Ásgeir nýtur mikillar virðingar,
hann þekkir liðið út og inn og er
góður maður til að leiða liðið í
næstu leikjum, þangað til fram-
tíðarmaður finnst. Ég fagna því
líka að stjórn KSÍ skuli ætla að
leita út fyrir landsteinana að
þjálfara. Það lýsir metnaði og
vonandi kemur sá hinn sami með
nýtt og ferkst blóð inn í íslenska
knattspyrnu. Ég vona bara að
þjóðin taki vel á móti honum og
hlífi honum við því sem ég þurfti
að þola - annars verður hann
ekki langlífur í starfi. Annars
óska ég Ásgeiri alls hins besta í
starfinu og vona að honum takist
að sameina þjóðina á bak við lið-
ið. Ef það gerist þá fá leikmenn-
irnir meira sjálfstraust og liðið
getur komist á skrið. Það býr ým-
islegt í þessu liði en margir þætt-
ir hafa orðið til þess að það hefur
ekki náð að sýna sitt besta.“
Þungu fargi létt
„Það er ekki hægt að segja ann-
að en að þungu fargi sé létt af
mér eftir að ég tók þessa ákvörð-
un. Áreitið hefur á tíðum verið
ótrúlegt, sérstaklega fyrir mann
eins og mig sem hefur engan
áhuga á því að vera í sviðsljós-
inu. Mér finnst ég vera frjáls
maður og ég mjög sáttur við að
hafa tekið þessa ákvörðun.
,,£q hef minn stjórnunarstíl oq qet éq
saqt þér það að hann felst ekki íþvíað
lemja menn til hhjðni eða hóta þeim
öllu illu. Éq er ekki Guðjón Þórðarson,
hef aldrei verið hann, mun aldrei verða
hann oq hefsatt að seqja enqan sér-
stakan áhuqa á því.
-ósk