Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Síða 47
LAUGARDAGU R IO. MAÍ2003 / / e / c) a rb l cj c) H>*Vr' 5 I Tíu ára fangelsi fyrir að segja satt Fjárvana þriggja barna móðir tók að sér að smggla gulli frá Perú til Flórída. I umbúðun- um sem spennt voru á hana innanklæða regndist vera kókaín. Fleira bar hún undir belti sem hún vissi ekki um þegar hún var lokkuð til að smygla eiturlyfjum þvíhún gekk með tvíbura sem sambglismaður henn- ar var faðir að. Samt var hún dæmd til tíu ára fangelsisvistar án nokkurrar vonar um náðun eða stgttingu dómsins. Börnin hennar fimm komust öll á vonarvöl og hafa mátt líða margs konar þrengingar sem þau sem komin eru til vits og ára kenna glappaskot- um móður sinnar um. Þegar Nancy Simmons var 35 ára hafði hún aldrei framið afbrot eða komist í kast við lögin. Hún vann baki brotnu til að sjá þrem börnum sínum farborða en reikningarnir hlóðust upp og að óbreyttu stefndi í upplausn fjölskyldunnar. Allt fór þetta á annan veg. Þegar hún sté á land á flugvellinum við Orlando sumarið 1993 fundu toll- verðir fikniefnin á konunni og vinkonum hennar sem komu frá Perú. Ekkert fór eins og áætlað var. Vinkona hennar, Carmen Lozano, ætlaði að gera henni greiða og losa hana úr Qárhagsþrengingunum. Vinur hennar, Oscar Tijero, skartgripasali frá Perú, var að færa út kvíarnar i verslun sinni í Miami. Hann þóttist þurfa að fá einhverja til að smygla gulli frá Perú til að losna við að greiða af því toll. En hon- um láðist að segja burðardýrinu Nancy Simmons að það væru engir innflutningstollar á gulli sem komið er með til Bandaríkjanna. En það vissi Nancy ekki og gekk blindandi í gildruna. Sama er að segja um vin- konuna Carmen sem Tijero fékk til að ráða fleiri burðar- dýr og áttu konumar að fá 1.500 dollara fyrir hvem pakka af gulli sem þær kæmu með, auk þess að fá nokk- urra daga ánægjulega ferð til Perú og allan kostnað greiddan. Nancy vann þá við móttöku hjá símafyrirtæki í Or- lando og á kvöldin starfaði hún sem gengilbeina í kín- versku veitingahúsi. Maður hennar haíði þá yfirgefið hana og þrjú böm þeirra og Nancy varð að vinna baki brotnu til að standa undir fjölskyldunni og afborgunum af íbúð. Sambýlismaður hennar var frá vinnu vegna bak- veiki. Vinkonumar dvöldu þrjá sólarhringa í húsi sem þeim var útvegað í Lima, höfuðborg Perú. Þar vom þeim sýnd- ir gullmolar sem þeim var sagt að yrði pakkað í sérstak- ar pakkningar sem þær áttu að taka með sér til Miami. Á brottfar- ardegi voru þeim afhentir pakkar sem þeim var kennt að spenna á sig innanklæða. Á alþjóðaflugvellinum við Mi- ami er ströng tollgæsla þar sem miklu af eiturefnum er smyglað þar um frá löndunum fyrir sunn- an. Sérstaklega er leitað vel á far- þegum sem koma frá Perú en það- an er smyglað miklu af fínu kóka- íni og eftirsóttu. í Lima bættust tvær stúlkur í hópinn og urðu þær allar samferða í sömu flugvél til baka, hlaðnar dýru kókaini. Þefvís- ir hundar veittu Nancy og öðru burðardýri sem var í hópnum sér- staka athygli og voru þær teknar afsíðis og leitað á þeim. Carmen og hin stúlkan sluppu í gegnum toll- skoðunina en biðu hinna utan við flugstöðina. Eitur en eldd gull Óþarft er að orðlengja það að það sem Nancy var talin trú um að væri gull reyndist vera ólögleg fikniefni og við konunni, sem ætlaði að losa sjálfa sig og fjölskyldu sína úr fjárhagsþrengingum, blasti við löng fangelsisvist. í Lima tók Enrique, bróðir Tijero, á móti konunum. Fyrstu þrjá dagana lék hann hinn fullkomna gestgjafa og bauð þeim út og gaf smágjafír. En á fjórða degi breyttist framkoma hans. Konumar voru lokaðar inni í húsinu og þær tóku eftir því að vopnaðir verðir gættu þeirra. Þær fengu ekki að hafa samband við neinn utandyra og voru matarlausar. Gestgjafinn kom í húsið til þeirra að kvöldi fjórða dags. Hann hafði komist að því að systir Carmenar var gift starfsmanni alríkislögreglunnar og var fullur grun- semda um burðardýrin sem honum voru send frá Mi- ami. Harm hafði í hótunum við konumar og sannfærði þær um að ef þær kæmu upp um glæpaklíkuna myndu þær hiklaust verða teknar af lífi. Ekki var um annað aö ræða en hlýða. Þegar Nancy og hitt burðardýrið, tvítug systir Car- menar, vom staðnar að því að vera eiturlyfjasmyglarar áttuðu tollaramir sig á samhenginu og þær tvær sem biðu vinkvenna sinna fyrir utan vora einnig handtekn- ar og voru þær enn með kókaínið á sér. Móður Nancyar tókst að öngla saman tryggingarfé til að frá dóttur sina lausa fram að réttarhöldum og dóms- úrskurði. Viku eftir að hún var látin laus í bili komst hún að því að hún gekk með tvíbura. Ekki batnaði útht- ið við það. Saksóknari neitaði að trúa sögunni um að Nancy hefði haldið sig vera að smygla gulli og að hún hefði ekki vit- að að innflutningur á því væri ekki tollskyldur, enda hafði ein stúlknanna sagt í yfirheyrslu að þær hefðu all- ar vitað að þær vom að smygla kókaíni. Stúlkan sú vildi allt til vinna til að komast hjá ströngum yfirheyrslum og Sambýlismaðurinn Jose Martinez, Nancy og sonur hennar, Jesus, sem nú er í læknismeðferð ásamt yngri systkinum vegna illrar meðferðar. Jose afplánar fangelsisdóm fyrir ofbeldi gegn börnunum og sambýliskona hans fvrrverandi á von á að losna á næsta ári. Nancy Simmons í kvennafangelsinu þar sem hún situr án vonar um náðun. játaði fyrir hönd þeirra allra eftir að hafa ekki sofið í tvo sólarhringa. Þegar eiturlyQadeildin opnaði íbúð Tieros í Orlando geip hún í tómt og sömu sögu var að segja þegar lögregl- an í Lima ætlaði að handtaka Enrique, bróður hans. Hann var líka horfinn. Eins og venjulega sluppu þeir sem skipu- lögðu fíkniefnasöluna og græddu mest á henni en burðar- dýrin voru tekin og dæmd til langvarandi fangelsisvistar. Enrique var handtekinn nokkrum árum síðar og situr nú í lífstíöarfangelsi. Sannleikurinn er sagna verstur Saksóknari reyndi að fá Nancy til að viðurkenna að hún hefði vitað að hún og stúlkumar væru að smygla kókaíni en ekki gulli og að fá þær allar til að vitna gegn eiturlyfjasölunum. Hún var áhtin líklegust til að játa og bera sakir á hin burðardýrin þar sem hún gekk með tví- bura. Hún neitaði að vitna gegn stúlkunum og viður- kenndi aldrei að hafavitað að kókaín var í bögglunum sem hún tók að sér að koma gegnum tohinn á Flórída. Nokkrum mínútum áður en réttarhöldin hófust kallaði saksóknari Nancy á sinn fund og bauð henni að krefjast tveggja ára dóms í stað tíu ef hún játaði og vitnaði gegn vinkonunum. En hún neitaði. Nokkm síðar var henni boðið að dómurinn hljóðaði upp á eitt ár og enn siðar sex mánuði. Nancy trúði því ávallt að sannleikurinn væri sagna bestur og neitaði öhum boðum um vægari dóm. Eftir þriggja daga réttarhöld úrskurðaði kviðdómur áh- ar fjórar konumar sekar. Nancy hlaut tíu ára óskhorðsbundinn fangelsisdóm án réttinda th að sækja um náðun. Hún fékk 10 mánaða frest- un á afplánun dómsins th að fæða tvíburana og annast þá fyrst eftir burö. Þá var henni stungið inn og var ekkert gefið eftir varðandi vistina og ekkert tillit tekið th ástands hennar né allra bamanna. Fjiilskyldan í rúst Heima fyrir gekk aht á afturfótunum. Þegar Nancy var stungið inn í fangelsið ftórum mánuðum eftir fæðingu tví- buranna urðu þeir eftir í umsjá fóður síns og sambýlis- manns móður þeirra á«amt tveggja ára gömlum syni hennar frá fyrra hjónabandi. Þrem árum síðar var sam- býlismaðurinn, Jose Martinez, handtekinn og dæmdur fyrir ofbeldi gegn börnunum og vanrækslu. Móðir Nancy- ar tók þau þá að sér. Bömin vora öh úrskurðuð vanheil og era í læknismeð- ferð undir opinberu eftirliti. Elsti sonur Nancyar frá fyrra hjónabandi var orðinn 23 ára þegar móðir hans var handtekin. Ári síðar var hann dæmdur fyrir rán. Hann kennir henni um hvemig fjöl- skyldan var lögð í rúst og systir hans, 21 árs, tekur í sama streng. Nancy Simmons hefúr nú setið inni í níu ár og verður laus 2004. Hún hefúr ásamt móður sinni reynt að berjast fyrir afnámi skhyrðislausra fangelsisdóma án vonar um náðun. Nú era um 3000 konur í bandarískum fangelsum sem svipað er ástatt fyrir. Margar þeirra era dæmdar fyr- ir að vera burðardýr eiturlyfjasala og viðurlögin eru tíu ára fangelsisdómar eða jafnvel enn lengri. En það heyrir th undantekninga að mennirnir sem eru á bak við glæp- ina séu handteknir og dæmdir. Ekki hefur verið hægt að fá dóminn yfir Nancy styttan þrátt fyrir margar tilraunir. Hún sótti m.a. um að fá að vera í fámennum hópi kvenna sem Clinton náðaði síðustu daga í forsetaembætti. 17 kvenfangar voru náðaðir en Nancy var ekki á meðal þeirra. Því er aldrei gleymt að hún neitaði að vitna gegn stahsystrum sínum th að létta undir með yfirvöldunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.