Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Side 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 DV REUTERS-MYND Powell og Schröder Þungavigtarmennirnir voru ekki á einu máli um endurreisnina í írak. Rússar vUja gagngerar breyflngar á ályktun Rússnesk stjómvöld hafa hvatt til þess aö geröar verði gagngerar breytingar á ályktunardrögum Bandaríkjamanna um að refsiað- gerðum Sameinuðu þjóðanna á Irak verði aflétt. Júrí Fedotov, aðstoðarutanrík- isráðherra Rússlands, sagði að Kínverjar deildu áhyggjum Rússa af tillögunni þar sem Bandaríkja- menn og Bretar eru áfram í aðal- hlutverkunum við endurreisnar- starfið í írak. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi við Ger- hard Schröder Þýskalandskansl- ara í gær en mistókst að tryggja sér afdráttarlausan stuðning Þjóð- verja við ályktunardrögin. Við- ræðurnar voru hreinskiptar. Grænlendingar vilja fá að selja Kananum flsk Grænlensk stjórnvöld krefjast þess að fá tollaívilnanir fyrir sjávarafurðir sínar á Bandaríkja- markaði í staðinn fyrir heimild til stjómvalda í Washington um að uppfæra ratsjárstöðina í Thule og gera hana að hluta fyrirhug- aðs eldílaugavarnarkerfis. Þetta er meðal þess sem lagt verður fyrir bandarísku samn- ingamennina þegar framtíð Thule-stöðvarinnar verður rædd áður en langt um líður. „Bandaríkin eru með tollmúra sem við viljum brjóta niður svo Grænlendingar geti flutt út fisk á Bandaríkjamarkað," segir Mika- ela Engell, aðalsamningamaður i utanríkismálaskrifstofunni, í við- tali við grænlenska útvarpið. Hótuðu aðgerðum gegn Britísh flirways í Kenía Ráðherra þjóðaröryggismála í Kenía sagði í gær að hryðjuverka- samtökin al-Qaeda hefðu verið með hótanir í garð flugvéla breska flugfélagsins British Airways sem fljúga til Naíróbí. „Það barst sérstök hótun al-Qa- eda gegn breskum hagsmunum," sagði ráðherrann, Chris Murung- aru, á fundi með fréttamönnum í Naíróbí. „Hótuninni var nánar til- tekið beint gegn flugvélum British Airways á leið til Naíróbí.“ Breska flugfélagið hefur hætt öllu áætlunarflugi til Kenía og breska utanríkisráðuneytið hefur ráðið mönnum frá því aö ferðast til Kenía vegna hættunnar á hryðjuverkum, nema brýna nauð- syn beri til. Önnur flugfélög halda áfram áætlunarflugi sínu til landsins en Keníamenn óttast mjög að viðvar- anir Breta muni hafa neikvæð áhrif á efnahagslífið sem er mjög háð tekjum af ferðamönnum. Ákvöröun breska flugfélagsins var tekin í kjölfar herts viðbúnað- ar í Kenía þar sem tvö mannskæð hryöjuverk hafa verið framin á undanfórnum fimm árum. Fyrr í vikunni greindu kenísk yfirvöld frá því að al-Qaeda-liðinn Fazul Abdullah Mohammed, sem grunaður er um að hafa staðið fyr- ir árásinni á bandaríska sendiráð- ið í Naíróbí 1998 þar sem 241 lét lífið, hefði sést í nágrannaríkinu Sómalíu. Talið var að Mohammed kynni að standa fyrir aðgerðum í Kenía. Bandarísk stjórnvöld vör- uðu þegna sína einnig við hættu á hryðjuverkum á þessum slóðum. Öryggisgæsla hefur mjög verið hert á alþjóöaflugvellinum í Naíróbí vegna hryðjuverkaógnar- innar. Lögregla og hermenn voru um allt og leitað var í öllum bif- reiðum sem fóru inn á flugvallar- svæðið. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa einnig eflt öryggisviðbúnað sinn eftir sjálfsmorðsárásimar í höfuð- borginni Riyadh á mánudag. Hátt- settur embættismaður sagði í gær að aðgerðir gegn al-Qaeda-liðum yrðu hertar til muna. REUTERSMYND Ofurhetjan á kvlkmyndahátíö Hasarmyndahetjan Arnold Schwarzenegger og eiginkona hans, Maria Shriver, voru prúöbúin þegar þau gengu eftir rauöa dreglinum á kvikmyndahátíöinni í Cannes í gær. Arnold er þar tii aö auglýsa þriöju myndina um Tortímandann. í vaxandi atvinnugreinum Starfsnám og háskólanám í Hólaskóla: Ferðamáiadeiid ■diploma í ferðamálafræðum og landvarðaróttindi einnig boðið í fjarnámi Fiskeldisdeiid ■fiskeldisfræðingur ■diploma i fiskeldisfræðum H ros sa rækta rdei id 'hestafræðingur og leiðbeinandi * tamningamaður ■reiðkennari Frestur til að sækja um rennur út 10. júnl. Nánari upplýsingar og umsóknar- gögn eru á vef skólans, htt p://w ww. holar.is einníg eru veittar upplýsingar á skrifstofu skólans í sima 455-6300. SÍÐAN 1106 REUTERSMYND Saeb Erekat Helsti samningamaöur Palestínu- manna varö eftir úti í kuldanum. Aðalsamningamaður Arafats segir al sér Saeb Erekat, helsti samninga- maður palestínsku heimastjómar- innar og talsmaður hennar á al- þjóðavettvangi, hefur sagt af sér embætti, að því er virðist vegna ágreinings við Mahmoud Abbas, forsætisráðherra Palestínu- manna. Erekat, sem er handgenginn Yasser Arafat forseta, lagði fram afsögn sína eftir að Abbas útilok- aði hann frá samninganefnd sinni sem mun ræða viö Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, um svokallaðan Vegvísi, friðartil- lögur Vesturveldanna, í dag. Abbas hefur ekki enn fallist á afsögn Erekats og fór fram á að fá eina viku til að svara honum. Saeb Erekat hefur veriö helsti samningamaður Palestínumanna undanfarin tíu ár. Pútín bpýnir Rússa Vladimír Pútín Rússlandsforseti hóf í gær barátt- una fyrir endur- kjöri í embættið í kosningunum á næsta ári með því að hvetja Rússa til að standa nú sam- an að því aö útrýma víðtækri fá- tækt í landinu og tvöfalda efna- hagslífið á næstu tíu árum. Vepkfallið gæti opðið dýrkeypt Allsherjarverkfallið í Færeyj- um, sem hefur staðið í rúma viku, kann að kosta færeysk fisk- eldisfyrirtæki hátt í þrjá millj- arða íslenskra króna í glötuðum tekjum. Ekki sér enn fyrir end- ann á vinnudeilunum. Býflugup í útpýmingaphættu Býflugur eiga svo undir högg að sækja í enskum görðum að nátt- úruvemdarsamtök hvetja Breta til að taka höndum saman um að setja niður meira af býflugnavæn- um plöntum í görðum sínum. Danskap hjúkkup ápeittap Danskar hjúkrunarkonur verða fyrir töluverðri kynferðislegri áreitni af hálfu sjúklinga sinna, að því er ný rannsókn stéttarfé- lags þeirra hefur leitt í ljós. Nautnaskattup á hópuhúsin Þýskar borgir eru margar hverjar svo aðþrengdar fjárhags- lega að þær íhuga að leggja nautnaskatta á hóruhús og ann- ars konar kynlífsskemmtan, eða hafa þegar gert það. Berlusconi einn og sóp wM Mílanó ákvað i | jlSf gær að Silvio t -# =#-*| Berlusconi, forsæt- —“**• ^ j isráðherra Ítalíu, :-»^ajg| skyldi skilinn frá .• WÆ átta meðsakborn- || dk ÆU ingum sinum i umfangsmiklu spillingarmáli og að réttað skyldi yfir honum einum og sér. Saddam gæti falist í möpg áp Saddam Hussein var við hesta- heilsu á meðan hann var forseti íraks og hefur bæði reynsluna og vitsmunina til að gera farið huldu höfði í mörg ár, að því er læknar hans sögðu Reuters frétta- stofunni í gær. Bush hugap að endupkjöpi George W. Bush Bandaríkjaforseti tók fyrstu skref baráttunnar fyrir endurkjöri þegar hann setti í gær á laggimar kosn- inganefnd sem á að safna fé fyrir komandi kosningabaráttu og eyða því eftir þörfum. Forsetakosning- ar verða í nóvember á næsta ári. Ættbálkap semja um vopnahlé Striðandi ættbálkar í norðaust- urhluta Kongólýðveldisins hafa gert með sér vopnahlé og hafa óbreyttir borgarar í bænum Bunia nýtt sér friðinn sem færst hefur yfir til að flýja burt. Um- ferðaröngþveiti var á vegum út úr bænum í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.