Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Qupperneq 19
I.AUCARDACUR IV. MAÍ 2003 HelgarJh/oö 13‘Vr 19 Ólafur Ragnar undirritar embættiseið sinn sem forseti íslands í Alþingis- húsinu 1996. Ólafur ákvað 1996 að bjóða sig fram til forseta. Margir telja að eigi(i- kona hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, hafi átt drjúgan þátt í sigri hans. Hér standa hjónin í upphafi baráttunnar með dætrunum Tinnu og Döllu. Úrslit liggja fyrir á kosninganótt og Ólafur Ragnar og Guðrún Ivatrín fagna. Pétur Kr. llafstein forsetafrain- bjóðandi óskar Ólafi Ragnari til hamingju með sigurinn á kosn- inganótt 1996. Guðrún Katrín Þorbergsdóttir lést í október 1998 og hér sést hún borin til grafar á Bessastöðum. Samband Ólafs Ragnars við breska auðkýfinginn Dorrit Moussaieff hefur verið mikið í sviðsljósi fjölmiðla, ekki síst eftir að hann lvsti opinberlega yfir trúlofun þeirra vorið 2000. Þessi mynd er tckin við það tækifæri og þau líta vissulega út eins og turtildúfur. Dorrit er 53 ára að aldri og hef- ur verið gift einu sinni áður en á ekki börn. Hér snæða Ólafur Ragnar og Jón Baldvin Hannibalsson saman lifur hjá hinni hagsýnu húsmóður, Brvndísi Schram, á heimili Jóns og Bn'ndísar á Vesturgötu. Árið er 1988 og þeir kumpánar eru formenn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags og sjóða saman ríkisstjórn yfir lifrardiskunum, enda stundum talað um Lifrarbandalagið á þessum árum. Haustið 1999 komst sainband Ólafs og Dorritar með eftirminnilegum hætti í kastljós fjölmiðla þegar forsetinn féll af hestbaki austur í Land- sveit og axlarbrotnaði. Hér sést Dorrit stumra yfir heitmanni sínum í móanum ineðan beðið er komu þvrlunnar. Ólafur í ræðustól fvrir alþjóða- samtökin Parliamentarians for Global Action sein liann starfaði mikið með á níunda áratugnum. meira yfirbragð konungdóms en áður tíðkaðist. Vissulega er erfitt að leggja dóm á það hvort þetta er rétt en líklega hefur umfjöllun breyst í samræmi við breyttan tíðaranda. Margt af því sem sjá má í umfjöllun breskra, danskra, sænskra og norskra blaða um þarlenda þjóðhöfðingja og fjöl- skyldur þeirra myndu íslenskir fjölmiölar aldrei láta sér detta í hug að birta. Þannig verður til munur á umfjöllun um þjóðhöfð- ingja eftir þjóðerni, sem er í raun erfitt að rökstyðja. Fyrir vikið er margar sögur til um Dorrit Moussaieff og samskipti hennar við starfsmenn flugfélaga sem munu áfram varðveitast í munn- legri geymd án þess að birtast á prenti en þær lúta allar að hag- sýni hennar og útsjónarsemi við notkun farseðla. Annað kjörtímabil Ólafs er á enda á næsta ári. Enn hefur það ekki gerst að sitjandi forseti hafi fengið mótframboð sem mark er á takandi, ef frá er talið framboð Sigrúnar Þorsteinsdóttur gegn Vigdísi Finnbogadóttur á níunda áratugnum. Ólafur þótti afar metnaðar- gjarn stjórnmálamaður og það var metnaður sem rak hann til framboðs til forseta. Reyndar hef- ur samstarfsmaöur hans frá framboðstimanum lýst því svo að tilgangurinn hafi í raun verið að afla fylgis við Ólaf sem stjórn- málamann og kanna grundvöll- inn fyrir stofnun nýs flokks, en ekki hafi í raun verið reiknað með því að hann næði kjöri. 40% greiddu honum atkvæði sitt. Þótt reikna megi með að metn- aður Ólafs hafi hvergi nærri þorrið þann tíma sem hann hefur setið á forsetastóli hafa samt heyrst vangaveltur um að hann fýsi að starfa á alþjóðavettvangi fyrir Sameinuðu þjóðirnar, en flestir virðast reikna með því að hann sitja að minnsta kosti þrjú kjörtímabil, eða til 2008, og eng- inn orðar mótframboö í alvöru. Sumir þeirra sem DV ræddi við á þessum tímamótum í lífi forseta okkar töldu að lengi vel heföi þjóö- in fylkt sér um embættið þótt sam- band þjóðar og leiðtoga hefði ekki verið það hlýja vinasamband sem þjóðin átti við Vigdísi Finnboga- dóttur. Hér skal því spáð að með brúðkaupi sínu með Dorrit Moussai- eff stuðli Ólafur Ragnar að því að þjóðin taki hann fastar í fangið en hún hefur áður gert því með þessu skrefi heggur forsetinn á þann hnút sem kominn var á þráðinn milli hans og þjóðarinnar. PÁÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.