Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Side 42
-42 Helqarblctð I>V LAUCARDAOUR IV. MAÍ 2003 Ekki með sítt skegg í gæruúlpu Hallgrímur Oskorsson, verkfræðinqur og ráðgjafi, steiq óvænt fram ísviðsljósið þegar lag hans, Segðu mér allt, var valið sem framlag íslands íEurovision- söngvakeppninni. Hallqrímur spjallaði við DV áður en hann hélt afstað til Riga með fríðu föruneyti. Það eru sennilega rösklega 1000 ár síðan íslenskir víkingar gerðu strandhögg í héruðum við innanvert Eystrasalt og voru hagvanir í Garðaríki eins og þeir kölluðu Rússland og mörkuðu spor sín í borgir sem þeir kölluðu Kænugarð og fleiri staði sem síðan hafa risið til vegs og virðingar. Á morgun flýgur stór hópur íslendinga til Riga í Lettlandi í fótspor víkinganna og er meö svipuð áform á prjónunum og þeir, því helst vilja þeir gera nokkurs konar strandhögg. í Riga fer söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fram eftir rétta viku. Framlag íslands er lagið Segðu mér allt eða Open your heart eftir Hallgrím Óskars- son í flutningi Birgittu Haukdal. Þaö má áreiðanlega halda því fram að íslendingar hafi ekki áður sent keppanda sem nýtur eins útbreiddra vinsælda meðal þjóðarinnar eins og nú. Þótt margt sé skrafaö um Eurovision-söngvakeppn- ina má fullyrða að öll þjóðin setjist saman fyrir fram- an sjónvarpið og horfi. Götur Reykjavíkur tæmast svo rækilega af umferð þetta kvöld að það þarf að fletta upp á jólunum til að finna hliðstæðu og Eurovision- partí eru orðin ómissandi þáttur á skemmtanaalman- aki hvers heimilis. Föruneyti lagsins Hallgrímur Óskarsson, höfundur lagsins, er ekki tónlistarmaður að atvinnu heldur verkfræðingur og ráögjafi. Hann settist niður með blaðamanni DV í fundarsal við Suðurlandsbraut og við byrjuðum á að fara yfir það hverjir fara til Riga fyrir íslands hönd. Það er í fyrsta lagi aðalstjaman, Birgitta Haukdal sem syngur. Síðan er það Jóhann Bachmann trommu- leikari og unnusti Birgittu. Vignir Snær Vigfússon leikur á gítar og Herbert Viðarsson leikur á bassa. Margrét Eir og Regína Ósk syngja bakraddir. Þeim til fulltingis er Svavar Örn sem stundum hefur haft starfsheitiö tískulögga en hann mun sjá um hár og fóröun. Þorvaldur Bjami Þorvaldsson tónlistarmaður útsetti lagið og verður hljóðmeistari en Selma Bjöms- dóttir stjómar framkomu hópsins á sviði. Frá Ríkis- sjónvarpinu fara Jónatan Garöarsson sem er formað- ur og leiðtogi sendinefndarinnar, Gísli Marteinn Baldursson sem verður kynnir og Logi Bergmann sem flytur fréttir af keppninni. Allur hljóðfæraleikur Hallgrímur Óskarsson. höfundur Eurovision-lagsins, er verkfræðingur, ráðgjafi og Ijóðskáld. Hann segir að sköpunargáfan nýtist á mörgum sviðum. verður reyndar af bandi þegar lagið veröur flutt en söngur og bakraddir verða „live“ eins og það er kall- að. Hallgrímur segir að það sé talsvert kostnaðarsamt að senda leiðangurinn til Riga en segist í raun ekki vera aö leggja mikið undir því hann hefur haldið kostnaðinum innan þess ramma sem Ríkisútvarpið setur fulltrúa sínum í þessari keppni. „Við erum fulltrúar lands og þjóðar og mér skilst að kostnaði sé haldið i lágmarki miðað við framlag margra annarra þjóða en þetta verður allt í lagi. Ég geri í raun samning við RÚV um framkvæmd þessa verkefnis og þeir leggja fram ákveðna upphæð,“ segir Hallgrímur. „Það þarf ákveðna útsjónarsemi til þess að geta gert þetta innan rammans." Ómálefnaleg umræða - í kjölfar undankeppninnar varð hávær umræða um að lagiö væri í raun stolið og líktist tilteknu lagi með listamanninum Richard Marx meira en hægt væri að sætta sig við. Þessi umræða náði því flugi að Hallgrímur ákvað að senda lagið til sérstakrar nefnd- ar á vegum sambands sjónvarpsstöðva í Evrópu sem tekur afstöðu í vafamálum af þessu tagi. Sú nefnd taldi lögin ekki vera of lík og lagði þannig blessun sína yfir verkefnið ef svo má segja. Það er áreiðanlega sanngjamt að skilgreina sam- band þjóðarinnar við keppanda sinn í þessari keppni sem ástar-haturssamband og mætti rökstyðja það í löngu máli án þess að það verði gert hér. Fann Hall- grímur það ekki glöggt í umræðunni um það hvort lagið væri stolið eða ekki? „Við höfum ekki gert neinar breytingar á lagasmíð- inni sjálfri þótt útsetningin verði svolítið breytt frá því sem áður var. Ég virði auðvitaö þær skoðanir sem hver og einn vill hafa á þessu lagi. Mér fannst umræð- an vera svolítið ómálefnaleg á köflum. Það voru allir til í að ræða þetta mál í eina viku en þegar niðurstað- an kom frá EBU þá sýndu menn lítinn áhuga á að fjalla um hana. Margir þeirra sem héldu þessari umræðu á lofti eiga ákveðinna hagsmuna að gæta sjálfir í þessum efnum. Margir sem eru tónlistarmenn að atvinnu hafa hnýtt því í mig að ég eigi ekki að vera að skipta mér af þessu. Mér fmnst það í rauninni sjálfsagt en þá þarf líka að taka fram í reglunum að keppnin sé aðeins fyrir atvinnumenn í tónlist," segir Hallgrímur og virðist frekar rólegur yfir þessu öllu saman. Sjálfmenntaður Akureyringur Hann er áhugamaður i tónlist og er nánast sjálf- menntaður á gítar og píanó og segist semja jöfnum höndum á bæði hljóðfærin. Hann ólst upp á Akureyri og er næstelstur fimm systkina sem öll fást viö tónlist með einum eða öðrum hætti sér til skemmtunar eða afþreyingar. Hallgrímur segist hafa farið einu sinni á stutt gít- amámskeiö og lét það nægja en grúskaði sjálfur í tón- list og tónfræði. Það gerði honum kleift að nema tón- fræði við Tónlistarskólann á Akureyri þegar hann vantaði nokkra punkta til að Ijúka stúdentsprófi frá Menntaskólanum þar. Það stutta námskeið segir hann að hafi reynst sér vel og skilaði honum í raun á fimmta stig í tónfræði vegna sjálfsnámsins. „Ég hef alltaf unað mér við tónlist og hef fiktað við að semja frá því ég eignaöist mitt fyrsta hljóðfæri. Ég Þetta er sýnishorn af Ijóölist Hallgrims en þetta Ijóö er aö flnna á diskinum Hugurinn heima sem kom út 1996 og er tileinkaö móöur Hallgríms, Gunnhildi Jóhannes- dóttur. Móðurást HALLGRÍMUR ÓSKARSSON Ég lœöist um og lífiö heilsar mér. Ég legg mitt traust á þig í heimi hér. Ef þreytan bugar mig og þungar draumfarir sá frœjum frostgolunnar í fylgsni hugarheimsins. Þá heyrast orðin þín og hjálpin bíöur mín. Svo blítt þú sefar mig, ég syng um þig. Þú fóstrar mig. Þú leggur hönd á lítið barnatár og leiöir mig um öll mín œskuár. Þó blási mótvindar og megnar spurningar þjóti um lendur mínar og lami hugsjónirnar. Þú opnar hjarta þitt þaö hefur þrautir stytt. Aldrei ég þarf aö þjást ef móðurást heldur um mig. veigra mér nú viö að segja að ég kunni eitthvað á pí- anó þótt ég semji stundum á þaö. Afi minn í fóðurætt var Alfreð Þórðarson, tónskáld og tónlistarmaður í Vestmannaeyjum. í minni móður- ætt hefur verið nokkuð um listarfólk, m.a. skáldið góða frá Hrauni í Öxnadal. Ásta systir lauk námi í flðluleik, Gunnar bróðir minn er slagverksleikari og Fanney systir mín, sem býr í Ameríku, hefur lært söng og Jóna Birna, sem býr á Akureyri, hefur sung- ið mikið og fiktað við málaralist með mjög góðum ár- angri að mínu mati.“ Ljóðagerð og raungreinar Hallgrímur segist vera þakklátur fyrir að hafa alist upp á Akureyri þar sem hann segir að hafi verið gott að alast upp. Hann segir að námið í Menntaskólanum hafi glætt mjög áhuga hans á kveðskap og ljóðlist þótt hann hafl verið á raungreinabraut. „Ég var svo heppinn að njóta kennslu Gísla Jóns- sonar síðasta árið sem hann kenndi viö MA og þaö var ótrúleg upplifun að vera hjá honum í tímum. Jón Már Héðinsson, nýr rektor MA, kenndi mér síðan það

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.