Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Page 48
 He/garblac? JOV LAUGARDAGUR IV. MAÍ 2003 Stórslagur í Gardiff - Arsenal og Southampton mætast í bikarúrslitum í dag Síöasti stórleikurinn í knattspymunni í Englandi á þessu keppnistímabili fer fram í Cardiff í Wales í dag, þegar Arsenal og Southampton mætast í bikarúrslit- um. Þetta er síðasti möguleiki fyrir Arsenal að tryggja sér bikar á þessu keppnistímabili, sem átti að verða tímabil mikilla sigra. Nú er úrvalsdeUdin geng- inn þeim úr greipum, sem og Meistaradeild og deild- arbikar og aðeins bikarinn er eftir en Arsenal er nú- verandi bikarmeistari. Það yrði mikiö áfall fyrir Arsene Wenger, framkvæmdastjóra Arsenal, ef leik- urinn í dag tapaðist en hann hefur verið einkar yfir- lýsingaglaður í vetur. Pressan er öllu minni á Gordon Strachan og leikmenn hans í Southampton, sem hafa allt að vinna, og vera liðsins í úrslitaleiknum er eitt og sér stórsigur fyrir félagið. Úrslitaleikurinn í dag er sá þriðji á jafnmörgum árum hjá Arsenal. Það eru skörð höggvin í leikmannahóp Arsenal nú sem fyrr því þeir Patrick Viera og Sol Campbell geta ekki leik- ið með Arsenal. CampbeU er i leikbanni og Viera er meiddur. Einnig er ekki alveg öruggt hvort Martin Keown geti leikið vegna meiðsla sem hann varð fyrir i vikunni. Frábærir en ólíkir framherjar Það er mikið talað um einvígi markakónga liðanna, þeirra James Beatties hjá Southampton og Thierrys Henrys hjá Arsenal sem kosinn var leikmaður ársins. Þrátt fyrir fjölda marka sem þeir hafa gert í vetur hafa þeir aðeins skorað eitt mark hvor i bikarnum það sem af er. Henry er aðeins sex mánuðum eldri en Beattie en ferill hans hefur þó verið öllu glæsUegri og hófst mun fyrr. Hann var aðeins 18 ára þegar hann var fenginn tU liðs við Real Madrid og var orðinn heimsmeistari tvítugur aö aldri. Ári síðar var Henry keyptur tU Arsenal fyrir 10,5 milljónir punda. Hann gerði einmitt sitt fyrsta mark fyrir Arsenal gegn Sout- hampton og eftir það hefur hann bætt við 110 mörk- um á síðustu fjórum árum. Auk heimsmeistaratitils- ins með Frökkum varö hann Evrópumeistari með þeim og þá á hann einn bikarmeistaratitil og einn EnglandsmeistaratitU með Arsenal en það var í fyrra. Landsliðsmaðurinn Beattie Það er óhætt að segja að þessir leikmenn sem um ræðir eru mjög ólíkir. James Beattie er framherji af gamla skólanum. Hér áður fyrr sá hann um að pússa fótboltaskóna fyrir Alan Shearer þegar hann var hjá Blackburn en eftir að hann var keyptur tU Sout- hampton fyrir 800 þúsund pund skoraði hann 28 mörk á fyrstu fjórum keppnistímabUunum. Ferill hans hef- ur ekki verið dans á rósum en í vetur hefur hann hins vegar blómstrað og hefur verið valinn í enska Arsenal og Southampton mættust í úrvalsdeildinni á dögunuin og þá urðu úrslitin þessi. Leikurinn skipti reyndar litlu máli fyrir stöðu Iiðanna en það má ætla að annað verði upp á teningnum í dag. landsliðshópinn. Framkvæmdastjóri Southampton, Gordon Strach- an, er stoltur af sínum mönnum fyrir að hafa komist þetta langt í bikarkeppninni. Hann segist einnig viss um að áhorfendur njóti leiksins enn frekar þegar ann- að liðið er fyrirfram álitið mun veikara eins og nú er. „Það hafa verið alltof margir úrslitaleikir á undan- fomum árum þar sem stórlið á borð við Arsenaí, Liverpool og Chelsea hafa verið að mætast innbyrðis. Þessir leikir hafa bara ekki verið nægilega skemmti- legir áhorfs. Þessi keppni er sérhönnuð fyrir lið eins og okkur og fyrir leikmenn eins og Chris Marsden, Brett Ormerod og Paul Telfer, sem hafa þurft að leggja gríðalega hart að sér til að ná þessum áfanga. Þessir menn hafa ekki fengið tækifæri til að leika í meistaradeild eða stóra alþjóðlega leiki. Þetta er þeirra dagur og þá ber að meðhöndla sem meistara. Þetta er það góða við bikarkeppnina," sagði Strachan. Getum unnið Arsenal James Beattie er nokkuð sannfærður um að Southampton eigi að geta unnið Arsenal i dag og þar með enska bikarinn og viðurkennir tilhlökkun sína að leika i Evrópukeppni félagsliða á næsta keppnis- Það niæöir niikið á þessuin tveimur einstaklinguin, t.v. James Beattie, helsti markaskorari Southampton, og fyrir neðan Thierry Henry, stórstjarna Arsenal, sem er reyndar heldur dapur á svip eftir tap gegn Leeds á dögunum. tímabili. „Ég hef þá trú að við getum unnið bikarinn og stórtap okkar fyrir Arsenal á dögunum skiptir engu máli þar að lútandi. Ef við erum ekki sannfærð- ir sjálfir um að við getum klárað þetta verkefni þá sé ég enga ástæðu til að mæta á staðinn. Við höfum átt frábært tímabil í vetur og hvernig sem niðurstaðan verður í Cardiff í dag eigum við öruggt sæti í Evrópu- keppni félagsgliða á næsta ári. Það verður alveg nýtt fyrir okkur sem leikmenn hjá Southampton," sagöi James Beattie. Tap verður miltið áfall Ashley Cole, varnarmaður Arsenal, segir að það verði liðinu mikið áfall ef bikarúrslitaleikurinn tapast í dag og að þannig verði timabilið afskaplega slakt ef liðið nái ekki að vinna neinn titil. „Ég á nú samt ekki von á því að sigur í dag verði sárabót fyrir að tapa Englandsmeistaratitlinum en það er ljóst að við verðum aö fara að vinna að nýju,“ segir Ashley Cole. Hann telur að stórsigur á Southampton á dögunum geti gefið leikmönnum Arsenal smáforgjöf. „Þeir vita hversu góðir við getum verið á góðum degi. Við vorum ekki með fullt lið og þrátt fyrir það sýndum við hvers við erum megnugir. Þeir verða hins vegar ekki hræddir við okkur í dag þar sem þeir hafa þegar unnið okkur einu sinni í vetur á heimavelli sínum.“ Cole segist ennfremur fullviss um að Arsenal komi sterkara til leiks á næsta ári, þrátt fyrir að hafa glatað niður mjög góðri stöðu í úrvalsdeildinni þetta árið. -PS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.