Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Side 2
2 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 12.JÚU 2003
OTGÁFUFÉLAG: Otgáfufélagið DV ehf.
FRAMKVÆMDASTJÓRl: örn Valdimarsson
AÐALRITSTJÓRI: Óli Björn Kárason
AÐSTOÐARRrrSTJÓRI: Jónas Haraldsson
DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Rltstjóm: 550
5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar
auglysingar@dv.is. - Dreifing:
dreifing@dv.is
Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000,
fax: 462 5001
Setnlng og umbrot Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. DV greiðir ekki
viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir
myndbirtingar af þeim.
EFNI BLAÐSINS
Umdeildar uppsagnir
- innlendar fréttir bls. 4
Þéttara símnet
-innlendarfréttir bls. 8
CIA gaf grænt Ijós
- erlendar fréttir bls. 12
Fáránleg reglutúlkun
-fréttir bls. 10
Konur Ijúga um kynlífiö
- Betri helmingurinn bls. 22
Ekur Þróttur forskotið?
- DV-Sport bls. 41
DV Bingó
Það er komið
, bingóá O-röðina
) og því spilum við
nú allt spjaldið.
___Athugið að sam-
hliða einstökum röð-
um hefur allt spjaldið verið spil-
að þannig að tölurnar sem
dregnar hafa verið í bingóleik
DV til þessa gilda á allt spjaldið.
Fjórða talan sem kemur upp á
allt spjaldið er 25.
Þeir sem fá bingó láti vita (síma
550 5000 innan þriggja daga. Ef
fleiri en einn fá bingó er dregið
úr nöfnum þeirra. Verðlaun fyrir
bingó á allt spjaldið eru afar
glæsileg, vikuferð til Portúgals
meðTerra Nova Sól.
Ingibjörg í boði Blairs
Tóku mikið magn tóbaks
STJÓRNMÁL Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir fór í gær til
Lundúna þar sem hún tekur
þátt í ráðstefnu stjórnmála-
manna og stjórnmálaleiðtoga
jafnaðarmannaflokka en það
erTony Blairforsætisráðherra
Bretlands sem býður til ráð-
stefnunnar. Ráðstefnan ber
heitið „Progressive Govern-
ance". Að sögn KarlsTh. Birg-
issonar, framkvæmdarstjóra
Samfylkingarinnar, hafa for-
ystumenn jafnaðarmanna-
flokka beggja vegna At-
lantsála komið reglulega
saman til að ræða brýnustu
verkefni samtímans. Sam-
hliða ráðstefnunni fer fram
fundur leiðtoga jafnaðar-
manna sem stýra ríkisstjórn-
um ífimmtán löndum.
SMYGL Tollgæslan í Hafnar-
firði framkvæmdi í gærkvöld
leit í rússneskum togara við
Hafnarfjarðarhöfn og gerði í
kjölfarið upptækt gríðarlegt
magn af sígarettum sem voru
faldar um borð. Alls var um
94 þúsund sígarettur að
ræða, eða 470 lengjur, og
voru þær að sögn tollgæsl-
unnar í Hafnarfirði mjög vel
faldar. Áætlað söluvirði tó-
baksins hér á landi er talið
vera nálægt fimm milljónum
króna en þetta er með því
mesta sem gert hefur verið
upptækt af sígarettum í einu
og sama smyglmálinu hér á
landi. Mega þeir sem eiga
hlut að máli eiga von á því að
fá á sig kærur vegna málsins
og háar fjársektir.
Hundur af stóra-dana-kyni í Hafnarfirði réðst á fjögurra ára stúlku:
Læsti skoltunum í höfuðið
HEUAR FLYKKI: Hundur af stóra-dana-kyni í Hafnarfirði réðst á fjögurra ára stúlku.
Hundarnir á myndinni tengjast ekki málinu.
Stór hundur af kyninu stóri-
dani (Great Dane) réðst á fjög-
urra ára stúlku sem var gest-
komandi í Hafnarfirði í fyrra-
kvöld og beit hana í andlitið.
Að sögn föður stúlkunnar
urðu áverkar mestir á vör og í
munnholi er hundurinn læsti
skoltum sínum í höfuð
stúlkunnar.
Stúlkan var strax flutt á sjúkrahús
í Reykjavík til aðgerðar og reyndust
áverkar minni en virtist í fyrstu.
Stúlkan er þó mjög hvekkt, en fjöl-
skyldan hélt heim á leið til Blöndu-
óss í gær.
Faðirinn, Einar Evensen húsa-
smiður, segir að gin hundsins haf!
verið þvílíkt að hann hefði hæglega
getað náð utan um allt höfuð
stúlkunnar. Hundurinn var á stærð
við kálf og um 90 sentímetrar upp á
herðakamb.
Eigandinn mun aðeins hafa verið
búinn að eiga hundinn í nokkra
Þrátt fyrir nafnið stóri-dani,
eða Great Dane, er hann ekki
frá Danmörku heldur Þýska-
landi og er hann líka þekktur
undir nöfnunum Deutsche
Dogge og German Hound og
talinn vera kominn af Massif
og Irish Greyhound.
Nafnið kemur upphaflega frá
Frakklandi en enginn veit nánari
skýringu á því hvers vegna það var
valið en ekki eitt af þýsku nöfnun-
um.
Great Dane var upphaflega
notaður sem veiði- og varðhund-
ur en er nú aðallega fjölskyldu-
og varðhundur. Hann er lfka not-
aður sem lögreglu- og hjálpar-
hundur. Þrátt fyrir stærð er hann
daga þegar atburðurinn átti sér
stað. Að sögn lögreglu í Hafnarfirði
talinn afar góður heimilishundur
og mjög þolinmóður gagnvart
bömum. Great Dane á það þó til
að vera mjög þrjóskur. „Þeir em
mjög góðir varðhundar og geta
ráðist á óboðna gesti, og þá þarf
ekki að spyrja að leikslokum.
Þetta em mjög hugrakkir hundar
og hræðast fátt.“
Allt að 90 kíló eða þyngri
8 vikna gamall getur hvolpur-
inn verið um 12-13 kfló og á þá
eftir að sexfalda þyngd sína
Hæð: 65-80 cm upp á herða-
kamb. Geta verið stærri.
Þyngd: Frá 60 upp í 90 og jafn-
vel þyngri.
Litir: Flestir litir leyfðir en
svartur og gráblár algengastir.
Aldur: 7-10 ár. hkr@dv.is
var farið með hundinn í kjölfarið á
dýralæknastofnunina í Lyngási til
aflífunar.
Ægilegur skrokkur
„Þetta er ægilegt bákn og um 80
kíló. Við vomm þarna með okkar
hund og þá kom þessi og við vomm
svona að skoða hann. Barnið stóð
rétt hjá hundinum en maður var
með honum og hélt í ól hans. Allt í
einu stökk hundurinn af stað og
maðurinn flaug ineð honum eins
og fis. Hundurinn beit framan í
andlitið á barninu og reif upp
munninn og inn í góm. Vörin rifn-
aði upp að nefi og hakan er líka
slæm. Maðurinn sem hékk í hund-
inum náði þó að vama því að ekki
fór verr en þetta.“
Hundurinn beit framan
í andlitið á barninu og
reifupp munninn og
inn í góm.
Einar segir stúkuna hafa orðið
fyrir miklu áfalli. Sjálf eiga þau lít-
inn hund, en nú þorir stúlkan ekki
að koma nálægt honum. Hann
kærði atburðinn til lögreglu en seg-
ir að fyrri eigendur hundsins hafi
ekki linnt látum og hringt í hann
margsinnis og m.a. heimtað kenni-
tölu barnsins. Hann sagði hundinn
hafa verið áberandi taugaveiklað-
an.
Nokkuð er fjallað um þetta mál á
spjallrás hvuttar.net. Þar er fullyrt
að hundar af tegundinni Great
Dane séu hin mestu gæðablóð. Á
síðunni má þó líka finna nákvæmar
upplýsingar um gagnstæða eigin-
leika þessarar stóru hundategund-
ar sem m.a. hefur verið notuð sem
varðhundar af lögreglu og fleiri úti í
hinum stóra heimi.
hkr@dv.is
Stóri-dani
HVERJIR ERU ÓDÝRASTIR?
UTSALA
40% TIL 90%
SLÁTTUR
Opnunartími:
Virkir dagar kl. 10-18
Laugardagar kl. 11-16
Sunnudagar kl. 12-16
Fákaffenl 9 • Reykjavík
Ishraun 11 • Hafnarfirði
OBBOBOBB: Athugasemdir hafa verið gerðar við að á færibandinu sem er í baksýn á
þessari mynd séu engar öryggishlífar. Eins og sjá má eru börn við vinnu rétt hjá.
DV-mynd Hari
Kartöfluupptaka landbúnaðarráðherra:
Börn án öryggishlífa
Frétt DV á fimmtudag um að
byrjað væri að taka upp kart-
öflur í Þykkvabænum vakti
talsverða athygli og ekki bara
af góðu.
Birtist þar mynd af Guðna
Ágústssyni landbúnaðarráðherra
þar sem hann vann ásamt þremur
börnum við kartöfluupptökuvél. í
baksýn á myndinni, rétt hjá börn-
unum, sést í færiband sem á að
vera með hlífum á en er það hins
vegar ekki.
Herdís Storgaard, framkvæmda-
stjóri Árvekni, átaksverkefnis um
slysavarnir barna og unglinga,
hafði samband við DV og benti á
þetta. Hún sagði að sjálf hefði hún
ekki tekið eftir þessu en að sam-
band hefði verið haft við sig f kjölfar
birtingarinnar og athugasemd gerð
við þetta.
„Mér finnst að ráðherra land-
búnaðar verði að vera góð fyrir-
mynd og stuðla að öruggum vinnu-
brögðum í landbúnaði. Hann ætti
því alls ekki að láta taka mynd af sér
með börnum við vél sem ekki
stenst gildandi kröfur um öryggi
heldur hafa augun opin fyrir slíkum
hlutum og gera athugasemdir ef
misbrestur er á þvf," segir Herdís.
„Við verðum öll að sameinast um
að reyna að gera allt umhverfi okk-
ar sem öruggast, sérstaklega þar
sem börn vinna. Því beini ég þeim
tilmælum eindregið til þeirra kart-
öflubænda sem ekki eru með þessi
mál á hreinu að gera bragarbót þar
á,“ segir Herdís. kja@dv.is