Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 12.JÚLÍ2003 til skemmri tíma Dínamítið enn ófundið Líklega samið KJARASAMNINGAR: Um næstu áramót verða allmargir kjara- samningar á almennum mark- aði lausir. Greining íslands- banka telur líklegt að samið verði um hækkanir sem raska ekki jafnvægi í hagkerfinu. Aukið atvinnuleysi slær á launakröfur og hátt gengi krónunnar takmarkar getu margra fyrirtækja til að mæta kostnaðarhækkunum. Þá eru laun og tengd gjöld sögulega séð há um þessar mundir sem hlutfall af innlendum þátta- tekjum. Því má ætla að svig- rúm sé nú minna en oft áður til launahækkana. Einnig er sennilegt að gildistími kjara- samninga verði nú skemmri en í samningum síðustu ára vegna þeirrar óvissu sem aðilar vinnumarkaðarins standa frammi fyrir á næstu árum. Þrátt fyrir að vinnumarkaður einkennist um þessar mundir af atvinnuleysi eru líkur á að úr því dragi á næstunni. Líkleg niðurstaða í þessum efnum eru samningar til u.þ.b. tveggja ára og að samnings- bundnar árlegar launahækkan- ir verði um 3,5% á tímabilinu. ÞJÓFNAÐUR: Nú er rúm vika síðan brotist var inn í sprengi- efnageymsluna í Hólmsheið- inni og stolið þaðan 245 kíló- um af sprengiefni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni liggur enginn undir grun. Að sögn lögreglunnar er rann- sóknin í fullum gangi og eru allir þeir sem kunna að hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir við eða í ná- grenni sprengiefnageymsl- unnar beðnir um að gefa sig fram við lögregluna. Þá eru allir sem einhverjar upplýsing- ar geta veitt eða verða varir við óeðlilega meðhöndlun sprengiefnis sömuleiðis hvatt- ir til að hafa þegar í stað sam- band við lögregluna. Lögregl- an hefur sent öllum fjölmiðl- um myndir sem sýna ná- kvæmlega hversu mikið sprengiefnið var til þess að fólk geti betur áttað sig á því, en um var að ræða dínamít, bæði venjulegar túpur og mjóar leiðslur á rúllum, sem stolið var, en hins vegar var hvellhettum eða öðrum kveikibúnaði ekki stolið. Konu og tveimur körlum í álverinu í Straumsvík sagt upp í eineltismáli: Smjöttuðu á „helgasta" útliti samstarfskvenna Þremur starfsmönnum álvers- ins í Straumsvík var á dögunum sagt upp störfum vegna einelt- ismáls sem þar kom upp. Kven- kyns starfsmaður hafði dreift viðkvæmum upplýsingum um „helgasta" útlit kynsystra sinna sem hafðar voru í flimtingum. Konan hafði verið með sam- starfskonum sínum í búningsklef- um og sturtum álversins. Barst orðrómurinn um „leýndardóma" kvennanna um vinnustaðinn og til yfirmanna álversins, Þeir brugðust við með því að vísa konunni sem dreifði hinum viðkvæmu upplýs- ingum af vinnustað. Fær hún greidd laun út sumarið en það var sá tími sem hún var ráðin til. Tveir þeirra sem höfðu heyrt þessar frásagnir og haft þær í flimt- ingum fengu tiltal og munnlega áminningu hjá framkvæmdastjóra í kerskála þar sem þeir störfuðu. Nokkrum dögum síðar var þeim af- hent uppsagnarbréf en gert að vinna eins mánaðar uppsagnar- frest í öðrum vakthópum. Eftir því sem DV kemst næst munu þessir tveir menn vera hinir einu sem hægt var að staðfesta að hefðu haft hinar viðkvæmu upplýs- ingar um konurnar eftir. „Okkur hefur alveg verið haldið utan við þetta mál og fengið þau ÁHÁLUMÍS: Þremur starfsmönnum í álverinu í Straumsvík var sagt upp eftir að hafa haft „helgasta „ útlit samstarfskvenna fflimtingum. Samsett mynd DV. svör að okkur varði ekkert um þetta," sagði Tryggvi Skjaldarson, starfandi aðaltrúnaðarmaður í ál- veriiju, í samtali við DV. Hann telur það miður, enda hafi í síðustu kjarasamningum verið lögð á það áhersla að auka allt sam- ráð milli fyrirtækis og starfsmanna. Jafnframt telja trúnaðarmenn að starfsmönnum sem hér eiga hlut að máli hafi ekki verið gefinn kostur á að skýra mál sitt fyrir eineltisteymi. „Við erum alls ekki að bera blak af kynferðisáreiti en við viljum að réttur starfsmanna sé virtur. Vinnubrögðin eiga að tryggja sann- girni," segir Tryggvi. Konan hafði verið með samstarfskonum sínum í búnings- klefum og sturtum álversins. Sigurður Briem, starfsmanna- stjóri álversins, sagði í samtali við DV að hann teldi að eðlilega hefði verið að uppsögnum þessum stað- ið. Þær hefðu verið með eðlilegum fyrirvara og í samræmi við þær til- Iögur sem eineltisteymið hefði gert. Vísaði Sigurður áðurnefndum sjónarmiðum trúnaðarmannaráðs á bug og lagði áherslu á að trúnað- ar yrði að gæta í vandmeðförnum málum sem þessum. sigbogi&dv.is Veðríð á morgun Norðaustan 5-10 m/s og dálitil rigning norðanlands en suðaustan 3-5 og —j-i-í-i-—»— ■ j-j.-Ti ... ■$.Hiti 8 til 15 stig,hlýjast f innsveitum. Sólarlag í kvöld Rvík 23.34 Ak. 23.53 Sólarupprás á morgun Rvík 03.33 Ak.03.12 Síðdegisflóð Rvík 17.26 Ak. 21.59 Ardegisflóð Rvfk 04.53 Ak. 09.06 Veðriðídag * Veðriðkl, 12ígær Akureyri skýjað 9 Reykjavík hálfskýjað 11 Bolungarvík alskýjað 8 Egilsstaðir skýjað 9 Stórhöfði léttskýjað 14 Kaupmannah. skýjað 21 Ósló súld 16 Stokkhólmur 23 Þórshöfn skúr 13 London skýjað 22 Barcelona heiðskirt 30 NewYork súld 18 París léttskýjað 31 Winnipeg alskýjað 16 23 ára maður dæmdur fyrir kynferðisbrot: Mátti vita að stúlkan var aðeins 13 ára gömul Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt 23 ára pilt í tíu mánaða fangelsi, þar af átta mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa kynferðismök við stúlku árið 2002 þegar hún var 13 ára. Pilturinn játaði sök sína en sagð- ist ekki hafa vitað að stúlkan væri aðeins 13 ára. Hann sagðist hafa boðið henni og vinkonu hennar heim til sín og gefið þeim áfengi. Stúlkan hefði orðið ölvuð og hefði hann lagt hana inn í herbergi. Hann sagði að þau hefðu farið að sýna hvort öðru blíðuhót og að hann hefði ekki neytt hana til neins. Hann sagðist ekki muna eftir því að aldur stúlknanna hefði komið til tals en kannaðist þó við að eitthvað hefði verið talað um að þær væru að fara að fermast. Pilturinn sagði einnig að þetta hefði verið óvart og harmaði hann það mjög. Hann kvaðst síðan hafa tilkynnt stúlkun- um að hann vildi ekki slíka háttsemi og að þær hefðu þá fljótlega farið úr íbúðinni. Stúlkan lýsti málsatvikum í öllum aðalatriðum á sama veg og piltur- inn en staðhæfði að hann hefði spurt hana um aldur og hún sagt honum að hún væri 13 ára. Dóminum þótti nægilega sannað að pilturinn hefði vitað eða mátt vita að stúlkan væri yngri en 14 ára en samkvæmt hegningarlögum er bannað að hafa samræði eða önnur kynferðismök við böm, yngri en 14 ára, þótt þau hafi sjálf veitt sam- þykki sitt. Tekið var fram f dómin- um að brot piltsins væri alvarlegt. Hins vegar var litið til þess að hann hefði aldrei áður verið dæmdur fyrir refsiverða hegðun. Var honum gert að greiða foreldmm stúlkunnar 350 þúsund krónur í miskabætur. -EKÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.