Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Side 14
74 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ2003 Síamstvíburarnir létust SKURÐAÐGERÐ: Irönsku síamstvíburasysturnar Ladan og Laleh Bijani létust á skurð- arborðinu á sjúkrahúsi í Singa- púr í vikunni þegar skurðlækn- ar reyndu að aðskilja þær. Syst- urnar, sem voru 29 ára, voru samvaxnará höfði. Umdeild aðgerðin reyndist mun erfiðari en læknar reikn- uðu með þar sem heilar systr- anna höfðu runnið saman, nokkuð sem ekki var talið að hefði gerst. Læknunum tókst að skilja heil- ana endaniega að eftir rúm- lega tveggja sólarhringa vinnu en þá misstu systurnar svo mikið blóð að lífi þeirra varð ekki bjargað. (ranska þjóðin varð harmi slegin þegar fréttist af andláti systranna. Varaðir við ósannindum ÍRAK: Meint gjöreyðingar- vopnaeign (raka og réttlæting stríðsins gegn Saddam Hussein voru mikið í fréttum í vikunni. Þannig greindi bandaríska sjónvarpsstöðin CBS frá því að húsbændur í Hvíta húsinu hefðu kosið að hunsa óskir leyniþjónustunnar CIA um að Bush forseti hefði ósannar staðhæfingar um tilraunir (raka til úrankaupa í Afríku ekki með í stefnuræðu sinni í ársbyrjun. Þá viðurkenndi Donald Rums- feld landvarnaráðherra að ekki hefðu legið fyrir neinar nýjar upplýsingar um gjöreyðingar- vopnaeign íraka þegar ákveðið var að fara í stríð. Tony Blair, forsætisráðherra Breta, vísaði á bug að hann hefði villt um fyrir þjóðinni. Hótar afsögn PALESTÍNA: Mahmoud Abbas, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, hótaði í vikunni að segja af sér emb- ætti vegna gagnrýni á stöðuna í friðarumleitununum við ísra- el. Yasser Arafat forseti bættist í hóp gagnrýnendanna undir vikulok og sagði að Abbas hefði svikið hagsmuni palest- ínsku þjóðarinnar. Mætti með Ku Klux Klan-hettu í vinnuna FRÉnAUÓS Erlingur Kristensson erlingur@dv.is Lögreglan í Meridian í Miss- issippi í Bandaríkjunum rann- sakar nú hvað kunni að hafa orðið til þess að einn starfs- manna Lockheed Martin flug- vélaverksmiðjunnar í borginni tók sig til og skaut fimm sam- starfsmenn sína til bana og særði níu aðra í glórulausri skotárás sl. þriðjudagsmorgun. Morðinginn, hinn 48 ára gamli Doug Williams sem var hvítur á hörund og þekktur fyrir hatur sitt á þeldökkum, stormaði þá inn í fund- arsal verksmiðjunnar, vopnaður skammbyssu og sjálfvirkum riffli, og hóf skothríð á samstarfsmenn sína þar sem þeir voru að ljúka venjubundnum starfsmannafundi. Sjálfur hafði Williams setið fund- inn ásamt tólf vinnufélögum sínum og hlustað á yfirmenn sína hvetja starfsmenn til þess að sýna heiðar- leika og ábyrgð í starfi og lýsa mikil- vægi þess að halda uppi góðum samstarfsanda á vinnustað. Þið getið setið undir þessu Þegar langt var liðið á fundinn tóku samstarfsmenn Williams eftir því að hann var orðinn órólegur í sæti sínu og að lokum hafði hann auðsjáaniega fengið nóg af fundar- setunni því að hann stóð upp og gekk á dyr. Á leiðinni út heyrðu vinnufélagarnir hann segja: „Þið getið setið undir þessu en ekki ég.“ „Fátt bendir tilþess að kynþáttafordómar hafi ráðið ferðinni en átta afþeim fjórtán, sem hann skaut á, voru blökkumenn." Nokkrum mínútum síðar birtist Williams í dyragættini grár fyrir járnum, klæddur svörtum skyrtubol og hermannabuxum, vopnaður 12 mm skammbyssu og 223 kalíbera sjálfvirkum riffli með úttroðið skot- belti á annari öxlinni. Hann hóf þegar skothríð á fólkið, sem reyndi að forða sér í skjól eða hlaupa út úr fundarsalnum og linnti hann ekki látum fyrr en tveir lágu í valnum. Því næst hljóp hann yfir í verk- smiðjubygginguna þar sem hann hélt skothríðinni áfram með þeim afleiðingum að þrír til viðbótar létu lífið áður en yfir lauk, en strax eftir skotárásina tók Williams eigið lff með því að skjóta sig í hjartastað. Valdir af handahófi? Það er mönnum enn hulin ráð- FJÖLDAMORÐINGINN WILUAMS: Skaut fimm vinnufélaga til bana í reiöikasti. gáta hvað raunverulega varð til þess að Williams greip til þessa hörmu- lega grimmdarverks og hefur lög- reglan í Meridian unnið hörðum höndum að því að upplýsa málið, sem er það síðasta í röð íjölda vinnustaðamorða í Bandarfkjunum á síðustu mánuðum og árum og það mannskæðasta síðan sjö starfs- menn tölvufyrirtækis á Boston- svæðinu í Massachusetts voru skotnir til bana af sturluðum sam- starfsmanni í desember 2000. Flestir þeirra 138 starfsmanna sem vinna í Lockheed-verksmiðj- unni hafa verið yfirheyrðir en að sögn Billy Sollie, lögreglustjóra í Meridian, sem er um 40 þúsund manna borg með mjög lága glæpa- tíðni, virðist sem Williams hafi valið fórnarlömbin af handahófi. „Fátt bendir til þess að kynþátta- fordómar hafi ráðið ferðinni en átta af þeim íjórtán, sem hann skaut á, voru blökkumenn og þar af fjórir af þeim látnu,“ sagði Sollie f viðtali við CNN-fréttastofuna skömmu eftir at- burðinn. Williams var þó þekktur fyrir allt annað en ljúfmennsku og að sögn eins vinnufélaganna mikill kyn- þáttahatari sem sífellt átti í útistöð- um og deilum við yfirmenn og vinnufélaga, bæði svarta og hvíta. Gins og Jekyll og Hyde Hubert Threat, sem unnið hefur hjá Lockheed Martin-verksmiðj- unni síðan á níunda áratugnum, sagði að Williams, sem hóf störf í verksmiðjunni árið 1984, hafi verið reiður út í allt og alla, allan heiminn. „Hann virtist í fyrstu vera hjarta- hlýr maður en svo allt í einu um- turnaðist hann og varð eins og J ekyll og Hyde,“ sagði Threat og bætti við að Williams hefði átt í endalausum illdeilum við vinnufélagana. „Þetta snerist ekki bara um kynþáttahatur hjá honum. Ég held að það hafi að- eins veriðyfirvarp," sagði Threat. Að sögn Jims Paytons, fyrrum starfsmanns sem kominn er á eftir- laun, kom það fáum á óvart að það skyldi vera Williams en ekki einhver annar sem átti hlut að máli. „Hann var sá fyrsti sem kom upp í huga minn þegar ég heyrði af þessu. Hann var vægast sagt bráðlyndur," sagði Payton. Sótti tíma hjá félagsráðgjafa Þrátt fyrir að lögreglan telji að kynþáttafordómar hafi ekki verið SYRGJENDUR: Makar og ættlngjar starfsmanna Lockheed Martin-verksmiðjunnar í Meridian streymdu á vettvang þegar fréttist af árásinni. ástæðan fyrir verknaðinum þá er nokkuð ljóst að hatrið kraumaði undir niðri í hugarskoti Williams. Hann lét ekki duga að hóta þeldökkum vinnufélögum heldur mætti hann í þrígang til vinnu með heimatilbúna Ku Klux Klan-hettu á höfðinu, síðast fyrir þremur vikum, og þegar yfirmaður hans skipaði honum að taka hana niður fór hann heim í fýlu. Að sögn eins vinnufélaga var Williams að minnsta kosti einu sinni gert að sækja tíma hjá félags- ráðgjafa fyrirtækisins vegna fram- komu sinnar við þeldökka starfs- menn sem hann sagði njóta meiri réttinda í hvítir í samfélaginu. Á leiðinni út heyrðu vinnufélagarnir hann segja:„Þið getið setið undir þessu en ekki ég." Nokkrum mínútum síðar birtist Williams í dyragættinni, grár fyrir járnum... Honum mun einnig hafa verið í nöp við yfirmenn sína og hélt því stöðugt fram að gengið hefði verið fram hjá sér vegna stöðuhækkana. Það er ljóst að Williams hefur átt við slæm sálræn vandamál að stríða og uppsafnaða heift sem fengið hefur að krauma óáreitt allt of lengi með þessum skelfilegu afleiðing- um. Ef önnur fjöldamorð á banda- rískum vinnustöðum eru skoðuð ofan í kjölinn kemur líka í ljós að hatrið og heiftin eru oftar en ekki ástæðan eins og glögglega má sjá í upptalningunni hér til hliðar. VINNUSTAÐAMORÐ í BNA Fjöldamorðum á bandarískum vinnustöðum fer sífellt fjölgandi og virðist hatur og heift, sem brýst út í stundarbrjálæði, oftar en ekki vera ástæðan eins og sést hér á listanum yfir nokkur þau mannskæðustu á undan- förnum árum og mánuðum. 2. JÚLf 2003: Starfsmaður í bfla- varahlutaverksmiðju í Jefferson í Missouri skýtur fjóra samstarfsmenn til bana og særir aðra fimm áður en hann fremur sjálfsmorð. 25. FEBR. 2003: Emanuel Burl Patterson, 23 ára atvinnuleysingi frá Huntsville í Alabama, skýturfjóra at- vinnulausa til bana og særirfimm í einni vinnumiðlun borgarinnar. 10. SEPT. 2001: Joseph Ferguson, 20 ára fyrrum starfsmaður ör- yggisþjónustufyrirtækis í Sacramento í Kaliforníu, skýtur fjóra fyrrum samstarfsmenn til bana og þar á meðal fyrrum kærustu sína, eftir að hafa verið rekinn frá fyrirtækinu. Hann lagði á flótta og skaut fimmta fórnarlambið til bana áður en hann tók eigið líf. 5. FEBR. 2001: Willie Baker, 66 ára fyrrum starfsmaður vélaverkstæðis í nágrenni Chicago, skýtur fjóra fyrrum samstarfsmenn til bana sex árum eftir að honum var sagt upp störfum á verkstæðinu. Hann skaut sjálfan sig til bana. 20. MARS 2000: Robert Harris, 28 ára brottrekinn starfsmaður bílaþvottastöðvar f Dallas, skýtur fimm fyrrum samstarfsmenn til bana. Hann var dæmdur til dauða. 26. DES. 2000: Michael McDermott, 42 ára starfsmaður tölvufyrirtækis á Boston-svæðinu, skýtur sjö samstarfsmenn sína til bana eftir að hafa komist að því að til stóð að draga af laununum hans vegna skattaskuldar. Hann hlaut lífstíðardóm án skilorðs. 30. DES. 1999: Siivio Izquierdo-Leyva, 36 ára gamall húsvörður á Radisson- hótelinu íTampa í Flórida, skýtur fimm samstarfsmenn til bana. Drap sjötta manninnn við flóttatilraun og bíður nú dóms. 2. NÓV. 1999: Bryan Uyesugi, 40 ára starfsmaður Xerox-umboðsins f Honolulu á Hawaii, skýtur sjö samstarfsmenn tii bana f vinnunni. Hann bar við óhamingju og hlaut lífstíðardóm. 14. SEPT. 1999: Dung Trihn, 40 ára Kaliforníubúi, aðframkominn af sorg vegna dauða móður sinnar, skýtur þrjá starfsmenn sjúkrahúss í Anaheim til bana eftir að móðirin hafði látist þar. 5. AGÚST. 1999: Alan E.Miller, 35 ára flutningabílstjóri frá Pelham f Alabama, skýtur yfirmann og tvo samstarfsmenn til bana eftir að hafa verið sagt upp störfum í fyrirtækinu. Hann hlaut dauðadóm. 29. JÚLÍ. 1999: Mark Barton, 44 ára verðbréfabraskari, skýtur nfu starfsmenn tveggja verðbréfa- fyrirtækja f Atlanta í Georgfu til bana áður en hann tekur eigið líf. Skilaboð hans til lögreglunnar voru að hann hataði lífið og tilveruna en tveimur dögum áður hafði hann drepið konu sína og tvö börn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.