Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Qupperneq 22
22 ÖV HSLÚAKBLAO LAUGARDAGUR 12.JÚLÍ2003 Betri helmingurinn Umsjón: Arndís Þorgeirsdóttir, arndis@dv.is Snæfríður Ingadóttir, snaeja@dv.is Ný rannsókn, gerð í háskólan- um í Ohio, sýnir að konur eru ekki alltaf sérlega heiðarleg- ar þegar þær eru spurðar út f það hversu marga rekkju- nauta þær hafi haft. Yfirleitt gefa þær upp lægri tölu. Þegar kannanir eru gerðar á Qölda rekkjunauta kynjanna státa karlmenn oftar en ékki af heilum helling af rekkjunautum, ekki síst á yngri árum og hafa iðulega fleiri rekkjunauta en kvenmenn gefa upp. Ný rannsókn við The Ohio State University sýnir hins vegar að það er vfst ekki svo mikill munur á kynjunum hvað þetta varðar þegar öllu er á botninn hvolft því að kon- ur svara ekki alltaf heiðarlega þegar þær eru spurðar út í þessi mál og draga frekar frá en bæta við eins og strákarnir. Rannsókn þessi var gerð á 201 ógiftum gagnkynhneigðum einstaklingum á aldrinum 18-25 ára og var hópurinn látinn fylla út spumingalista. Einn hópur svar- endanna hélt að verið væri að horfa á sig þegar þau fylltu út svörin, annar hélt þau væru tengd við lyga- mæla en þriðji hópurinn fékk að vera alveg í friði. Mismunandi kynlífshegðunar krafist Það var þó nokkur mismunur á svömm þessara þriggja hópa en svörin frá þeim konum sem héldu að þær voru tengdar lygamæli komust næst svömm karlmann- anna, sem kom rannsóknarmönn- um nokkuð á óvart enda hefur oft verið talið að strákar ýki tölur um fjölda rekkjunauta. Pröfessor Terri Fisher við Ohio State University, eiri af konunum á bak við rann- sóknina, telur að þessar niðurstöð- ur sýni að kynjahlutverkin séu að taka breytingum og konur hafi ekki lengur eins mikla þörf fyrir að „Við lifum á tímum þar sem enn er krafist mis- mundi kynlífshegðunar afkonum og körlum segir Fisher í viðtali á heimasíðu háskólans og bendir á að þess vegna Ijúgi konur oft um þessi mál til þess að koma betur út. koma til móts við þær kröfúr er varða kynhegðum þeirra og þeim finnst samfélagið setja þeim. „Við lifúm á tímum þar sem enn er kraf- ist mismundi kynlífshegðunar af konum og körlum," segir Fisher í viðtali á heimasíðu háskólans og bendir á að þess vegna ljúgi konur oft um þessi mál til þess að koma betur út. Að hennar sögn ætti kannski að gera ólíkar kannanir á kynjunum til þess að fá sem réttasta útkomu og koma þannig í veg fyrir að fólk sé að ljúga. Margar svona kannanir eru t.d munnlegar og í þeim er t.d. talin meiri hætta á að konur ljúgi um kynlíf sitt. Þó segir Fisher að það sé gleðilegt að miðað við áðurnefnda rannsókn sem gerð var í Ohio-háskólanum HVERSU MARGIR BÓLFÉLAGAR? Konur hafa lengi logið til um fjölda bólfélaga sinna til þess að vera ekki álitnar druslur. Þetta virðist þó vera að breytast núna og eru kynin farin að gefa upp álíka tölur í könnunum. þá virðist sem konur séu að hætta hreinna til dyranna en áður - enda grein fyrir því að þær þurfi ekki að þessarri lygaáráttu og komi nú séu þær í auknum mæli að gera sér gangast upp í einhverri kynímynd. I I Vigdís Jóhannsdóttir varð þekkt sem Panoramastúlkan á Stöð 2 en nú má sjá hana lesa fréttir í morgunsjónvarpi stöðvarinn- ar, ísland í bítið. Vigdís segist reyndar bara vera að leysa þar af í sumar en hún er í fullu starfi á markaðsdeild Norðurljósa. Fast og fljótlegt púður „Kunningjakona mín, sem var með snyrtivöru- verslun, kynnti mér Kane- bovörurnar og hef ég í gegnum tíðina verið mjög hrifin af þeim vörum. Þetta púður frá Kanebo nota ég dagsdaglega, það er fljótlegt að skella þessu á sig fýrir vinnuna en ef ég er að fara út um helgar þá vanda ég oftast betur til verks.“ Með löng og þykk augnhár „Mér finnst ég ekki vera með andlit fyrr en maskarinn er kominn á og ef það er einhver snyrtivara sem ég gæti ekki verið án þá er það maskarinn. Þessi maskari frá Kanebo er með sér- lega góðum bursta og hann hvorki þykkir né leng- ir augnhárin, en ég get ómögulega verið með slíka maskara því augnhárin á mér líta þá út eins og ég sé með vikugamlan maskara sem ég hef endalaust bætt á!“ Glimmer gloss „Snyrtivömdeild Debenhams er nýhætt að selja Mea-förðun- arvörurnar og ég veit ekki hvort þær fást annars staðar. Ég alla- vega birgði mig upp af nokkrum staukum af glossi í bleikum tón og með glimmeri frá þessu merki þegar ég frétti að það væri að hætta að fást. Ég kann nefnilega af- skaplega vel við þetta gloss sem helst vel á og maður lítur ekki út eins og krakki nýbúinn að borða íspinna, því það klístrast ekki út um allt.“ She-ilmvatn frá Armani Þetta ilmvatn hef ég notað í nokkur ár og þetta er virkilega orðið „lyktin mín“. Það er kvenlegt en með karakter en áður en ég datt niður á það hafði ég verið með alls kon- ar blómailmvötn sem ég fflaði ekki alveg.“ Kinnalitur frá Elizabeth Arden „Áður notaði ég mikið af kremum frá Elizabeth Arden en á í dag bara kinnalit þaðan. Hann er í brún- bleikum tón og ég nota hann til að fá smá skygg- ingu í andlit- ið.“ I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.