Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Síða 24
24 DV HELCARBLAÐ LAUGARDAGUR \2.JÚU2003 Matur og vín Umsjónarmenn: Gunnþóra Gunnarsdóttir,gun@dv.is Haukur Lárus Hauksson, hlh@dv.is Spínat Spínat er einær grænmetistegund sem nú er ræktuð víða um heiminn. Þeir sem þekkja til myndasöguhetjunnar Stjána bláa vita að úr því fær hann gífurlegan kraft, og þótt sá kraftur sé eitthvað orðum aukinn er hitt rétt að spínat er auðugt af vítamínum og steinefnum. Spínat er upprunnið í íran en barst þaðan með Márum til Spánar á 11. eða 12. öld. Það varð fljótt vinsælt í Evrópu, bæði vegna þess hve suðutími þess er stuttur og hins hve auðvelt er að matreiða það. Til eru breskar uppskriftir frá 14. öld sem innihalda spínat og sagt er að Lúðvík 14. Frakkakonungur hafi haft sérstakar mætur á þessari tegund grænmetis. Einnig munu margir þeirra rétta sem kenndir eru við borgina Flórens á ítalíu innihalda spínat.Á ís- landi er þess fyrst getið á átjándu öld. Spínat er borðað hrátt í salötum eða snöggsoðið í smjöri eða saltvatni og notað í ofnrétti eða jafninga. Það fer vel með margs konar mat. Kjötbollur með spínatiað hætti danskra „Frikadellur með spínatsósu" eru langvinsælasti rétturinn í kaffistofu Norræna hússins í Vatnsmýrinni, að sögn Rakelar Þóru Matthíasdóttur, forstöðukonu þar.„Þetta er vissulega ekta danskur réttur en hann virðist falla fólki af öllum þjóðum vel í geð," segir hún. Þóra notar frosið spínat í sósuna en ferskt eða léttsteikt spínat segir hún að henti betur í salöt. Þóra gaf fúslega uppskrift að hinum dönsku kjötbollum og spínatsósunni. Með þeim rétti ber hún nýjar kartöflur. En þar sem kartöflusalat passar líka mjög vel með kjötbollunum dönsku þá lét hún uppskrift að slíku öndvegisfæði fylgja með. Hún stakk líka þeirri hugmynd að blaðamanni að upp- lagt væri að búa til kjötbollur og kartöflusal- at til að kippa með sér í útileguna eða þegar farið væri í bústaðinn. Frikadellur 300 g svínahakk 2 stórir laukar 4 msk. hveiti 1 egg 2 msk. kálfakraftur 2 msk. steinselja gróft salt svartur pipar, grófmulinn smá-mjólk Laukurinn er settur í matvinnsluvéi ásamt steinseljunni. Allt hrært saman í skál og mótaðar bollur (ca átta úr upp- skriftinni). Þær eru steiktar upp úr smjöri í ca 15 mínútur og velt við á þeim tíma. Spínatsósa 1 poki frosið hakkað spínat 1 peli rjómi salt og sykur Allt sett saman í pott og soðið við hægan eld í 10-15 mínútur eða þar til rjóminn er soðinn niður þannig að sósan sé hæfilega þykk. Borið fram með nýjum kartöflum. Kartöflusalat 1/2 kg kartöflur 1 fínt saxaður laukur 2 epli (jonagold), skorin í litla bita 3 harðsoðin egg 1 búnt graslaukur 50 g majones 1 box sýrður rjómi, 18% karrí Frikadellur með spfnatsósu Frikadellur með kartöflusalati salt hvítur pipar smá-sykur Byrjað er á að hræra sýrða rjómann. Þar út í kemur majo- nesið og það er hært vel saman. Síðan eru kart- öflurnar, la'ukur- inn, eplin, eggin ogkryddið sett út í. Best er að gera þetta deginum áður en sal- atið er borið fram og borðað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.