Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Qupperneq 26
26 DVHELGARBLAO LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ2003 Ævintýri og fróðleikur í ferðalaginu: Á ferð um landið eykur það gjaman á ánægju ferðalanga að þekkja til staðhátta og helstu kennileita. Fyrir marga fær ferðalag- ið nýja vídd með þvf. í skemmtiiegri getraun DV geta lesendur nú spreytt sig í landafræðinni en myndimar hér á síðunni em í raun ákveðin gáta. Hverri mynd fylgir spuming og svarið við hverri þeirra er sér- nafn; bæjarheiti eða ömefni. Fyrsti stafurinn í hverju þeirra er lyk- ill að lausnarorðinu, sem er þrettán stafir. Tekið skal fram að 9. stafurinn í getrauninni er séríslenski starfurinn Ð - og engin spuming fylgir þeim staf. Verðlaunin í getrauninni em ekki af verri endanum. Eddu-hót- elin bjóða einnar nætur gistingu á tveggja manna herbergi í sum- ar á einhverju af þeim fimmtán hótelum sem keðjan starfrækir víða um landið. Þá gefúr Edda - miðlun og útgáfa bókina Um víð- emi Snæfells, eftír Guðmund Pái Ólafsson. Er þar að finna glæsi- legar mynd af hálendinu norðan Vamajökuis sem teknar em af þeim Friðþjófi Helgasyni, Jóhanni ísberg og Ragnari Axelssyni. Hér neðst á síðunni er svarseðillinn sem klippa má út og senda blaðinu ellegar senda lausnina í tölvupósti til blaðsins. Skilafrest- ur er til fimmtudagsins 17. jtílí en úrslitin verða birt í blaðinu degi síðar. Margar eru perlurnar á hálendinu norðan Vatnajökuls og ein af þeim er Dyngjufjöll. (þeim er sigdæld þessi sem er jm 50 ferkílómetrar og er eitt stærsta stöðuvatn landsins. Miklar eldstöðvar eru á þessum slóðum og síðast varð þarna eldgos árið 1961. Hvert er stöðuvatn þetta? Við suðurströndina eru nokkur kauptún - og eitt þeirra var helsti verslun- arstaður landsins um aldir. Danskir kaupmenn sátu þá staðinn og sér minja þeirra og menningar ýmsan stað enn í dag og ber þar hæst Húsið sem byggt var 1765. Þar er nú Byggðasafn Árnesinga. Hvert er byggarlag- ið? Þetta litla kauptún er á norðanverðum Vestjörðum og kúrir undir fjallinu Spilli sem er um 900 metrar á hæð. Fjörðurinn sem kauptúnið stendurvið er Súgandafjörður og utanvert við hann er Gölturinn, eitt formfegursta fjall lands. Smábátaútgerð er hryggstykkið í atvinnulífi þessa byggðarlags. Hvað heitir það? Náttúruvættin á þessari mynd þykja einstök í sinni röð en drangarnir þrír heita heita Landdrangur, Langsamur og Skessudrangar. Þeir setja sterkan svip á Víkurkauptún í Mýrdal og standa þar i sjónum skammt undan landi. Drangarnir standa undir háum hlíðum Reynisfjalls, en hvað heita þeir ann- ars einu nafni? Austurland er það svæði á landinu þar sem nú er hvað mest umleikis vegna virkjunar og stóriðjuframkvæmda. Ekki síst verða umsvifin mikil í byggðarlagi því sem þessi mynd er af. Forðum var það nefnt Búðareyri. Þarna skammt frá mun álver Alcoa rísa. Hvað er umrætt byggðarlag nefnt í daglegu tali nú? Biskupsbrekka heitir staðurinn það- an sem þessi mynd er en þar varð Jón biskup Vídalín bráðkvaddur árið 1920. Brekka þessi stendur ör- skammt frá þjóðveginum sem ligg- ur frá Þingvöllum og í Lundarreykja- dal í Borgarfirði en þar á milli er góð og greiðfarin leið. Hvað heitir sá vegur? Kirkjustaður þessi er skammt frá Reykjavík. Þar býr í dag Sigríður Anna Þórðardóttir, verðandi um- hverfisráðherra, og sr. Jón Þor- steinsson, eiginmaður hennar. Þekktastur er þó staðurinn fyrir að fornar sögur herma að þar hafi Egill Skallagrimsson grafið silfursjóð sinn. Hver er staður- inn? Árið 1919 kvaddi Davíð Stefánsson sérfyrst hljóðs á skáldaþingi með Ijóðabókinni Svörtum fjöðrum sem þá þegar skóp honum nafn sem þjóð- skáldi. Bæði í Ijóðum sínum og lífi var Davíð alltaf mjög tengdur æsku- slóðum sínum og raunar kenndi hann sig við bæinn alla tíð. Bærinn þessi er við utanverðan Eyjafjörð en hvað heitir hann? Þingvellir eru helgasti reitur (slendinga og samkomustaður á þjóðhátíð- um. Þar var Alþingi Islendinga háð allt frá árinu 930 og fram á 19. öldina. Sitthvað hefur tekið breytingum á þessum stað í tímans rás, svo sem að áður lá vegurinn á Þingvelli niður um þá gjá þaðan sem þessi mynd er. Hvað heitir gjáin? Þessi gamli torfbær stendur norður í Eyjafirði en þar hefur um langa hríð verið kirkjustaður og prestssetur. í gamla bænum var búið langt frarg á síðustu öld. Ýmsir þekktir klerkar hafa setið staðinn en sá sem nú gegnir þar þjónustu í drottins nafni er sr. Pétur Þórarinsson. Hver er þessi kirkju- staður? 12 (laginu er sungið um að kátir hafi karlar róið fýrr á tíð frá útgerðarstað þeim sem þessi mynd er af. Skipaskagi er hann gjarnan nefndur, enda er þar blómleg skipaútgerð og fiskvinnsla, Einnig er byggðin vel þekkt fyrir fótbolta, sement og Dúmó og Steina, Hver er þessi kaupstaður sem er ör- skammt frá Reykjavík? Minnismerki þetta er kennt við Ásdísi þá sem forðum bjó á bænum þar sem merkið stendur. Þetta er norður í Miðfirði og bærinn er Bjarg. Staðurinn er kunnur fyrir að þar ól Ásdís son sinn sem ein (s- lendingasagna fjallar raunar um. Sonurinn var bald- inn með afbrigð- um, draugahrædd- ur og var að lokum veginn í Drangey. Hvervarhann? Vinningar HÓTELGIST1NG Gisting á tveggja manna herbergi með baði í eina nótt á Hótel Eddu, ásamt morgunverði fyrir tvo. Hótelin eru fimmtán talsins og í öll- um landshlutum UM VÍÐERNISNÆFELLS Bókin Um víðerni Snæfells eftir Guðmund Pál Ólafsson. Ljósmyndir af svæðinu norðan Vatnajökuls, eftir Ijósmyndarana Friðþjóf Helgason, Jóhann (sberg og Ragnar Axelsson. fc t;

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.