Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Side 28
28 DV HELOARBLAÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ2003 Meira en þúsund orð Umsjón: Snæfríður Ingadóttir Netfang: snaeja@dv.is Sími:550 5891 Hátíðir sumarsins Sumarið er tími ýmiss konar hátíðahalda víða um heim. Hér birtast DV-Reuter myndir frá nokkrum þeirra. SVÍNSLEG HÁTto: Um 100 grilluð svín tóku þátt í skrúðgöngu í borginni Manilla á Filippseyjum í lokjúní. Skrúð gangan vartil heiðurs dýrlingnum St. John the Baptist. SPÁNSKT HÓFATAK: Þessi mynd er tekin í Ciutadella á Spáni á San Juan hátíðinni sem var haldin 24.júní síðastliðinn. Spánverjarnir eru greinilega ekki hræddir við kröftuga hesta reiðmannanna sem tóku þátt í hátíðardagskrá fyrir framan ráðhúsið í borginni. HUGREKKI: Árlega flykkist fjöldi fólks á San Fermin- hátíðina í bænum Pamplona á Spáni. I viku er þar mik- ið um að vera en á hverjum degi er sex nautum sleppt út á göturnar og þá er um að gera að hlaupa. Ofur- hugar stökkva líka gjarnan ofan af gosbrunni einum í bænum og stóla á að áhorfendur grípi þá. HÆTTULEGT HLAUP: Alls hafa 23 slasast á San Fermin-hátíðinni á Spáni í ár. Þar af er einn 27 ára Pamplonabúi alvarlega slasaður en hann var stunginn á hol af nauti á fjórða degi hátíðarinnar. Eingöngu karlmenn mega taka þátt í hlaupinu og eiga þeir helst að vera klæddir í rauð og hvít föt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.