Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Qupperneq 30
30 DV HELCARBLAÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ2003
Bo,
Brimkló
og bolurinn
Hljómsveitin Brimkló er sest í hnakkinn
á nýjan leik og hyggur á endurkomu
með röð sveitaballa í ágúst. f spjalli helg-
arblaðsins og Björgvins Halldórssonar,
forsprakka hinnar fornfrægu sveitar, yfir
kleinum og kaffi barst m.a. í tal endur-
koma sveitarinnar, country-tónlist, lög-
giltir hálfvitar, bolurinn og raunveru-
leikasjónvarp.
„Heyrðu, hittu mig á Blómaverkstæði Betu,
það er næstum því í down-town Hafnarfirði,
tvær bensínstöðvar, getur ekki farið fram hjá
þér," sagði Björgvin við mig þegar við mælt-
um okkur mót. Ég roðna því kannski eðlilega
eilítið af blygðun þegar ég geng inn á túrista-
upplýsingaskrifstofuna í Hafnarfirði, eftir tvo
rúnta um miðbæinn, heilsa þar starfsmann-
inum og segist reyndar ekki vera útlendingur
en hvort hún geti nokkuð vísað mér á þetta
blómaverkstæði. Velti fyrir mér nokiaiim
fimmaurum - ég þurfi að láta líta á boddíið á
kaktusnum, rétta nokkra þyrna á rósinni, að-
eins að herða á kransinum en sé að mér í
tæka tíð og þakka bara kurteislega fyrir mig
eftir að hún hefur sagt mér til vegar. Good
bye/auf wiedersehen/au revoir.
Sko, svo ég tali aðeins um
framburðinn þá hefég aldrei
tekið fyllilega í sátt þetta
harða „kántrí". Ég vilfrekar
tala um „country“ og halda
enska framburðinum. Mér
finnstþað einhvern veginn ná
essensinum betur.
Blómaverkstæðið flnn ég í þetta sinn og
þar hitti ég Björgvin. Við setjumst niður og
Björgvin biður um cappuccino. Afgreiðslu-
konan segist vera nýbyrjuð og hún kunni því
miður ekki á vélina. Það verður smá þögn þar
sem bæði bíða eftir botni í málið að frum-
kvæði hins, líkt og geiturnar tvær sem mætt-
ust á brúnni, en svo býður hún okkur venju-
legt kaffi og við þiggjum það, allt er hey í
harðindum og uppáhellt kaffi svo sem ekkert
útilokað fyrir okkur. Svo spyr Björgvin um
beyglumar sem ku vera á boðstólum en þá
em bara til kieinur. Þannig að hinn alþjóðlegi
snæðingur sem hefði getað orðið hefur
stökkbreyst í kaffi og ldeinur a la Kaffivagn-
inn. Og bara ekkert nema gott um það að
segja, þjóðlegur matur með afbrigðum. Við
nörtum í kleinumar og dreypum á kaffinu ...
Brimkió var stofnuð 1976 og á öld nýjunga
á íslandi, þegar menn gátu varla gert
nokkurn skapaðan hlut án þess að verða
fyrstir til þess í íslandssögunni, var hún fyrsta
country-sveitin sem skerið gat af sér. Brimkló
gaf út 5 stórar plötur á nokkurra ára líftíma
sínum, spilaði vítt og breitt um landið og var
ein helsta ballhljómsveit síns tíma. Brimkló
átti marga smelli á þessum ámm, m.a. Sög-
una af Nínu og Geira, Glímt við þjóðveginn
og Skólaball. Þess má geta að nafnið stendur
fyrir efsta hluta brimöldu, þ.e. klóna á brim-
inu og var ætlað að vísa til surf-tónlistar. Árni
Johnsen á heiðurinn af nafninu og reyndar
einnig nafni hljómsveitarinnar Trúbrots.
Ég spyr Björgvin hvað valdi því að Brimkló
ætli sér að taka hattana ofan af hillunni,
dusta rykið af rútunni og telja í á nýjan leik
eftir svona mörg ár.
„Það hefur alltaf verið talað við okkur við
og við og fólk verið að velta því fyrir sér
hvenær við ætluðum að koma saman aftur. Á
sínum tíma vomm við með stærri númemm
og riðum um landið þvert og endilangt með
fríðu fömneyti. En það var eiginlega Óli Palli,
útvarpsmaður á Rás 2, sem ýtti þessu af stað.
Hann hringdi í mig og sagði: jæja, nú verðið
þið að fara að gera eitthvað. Það var kannski
sparkið sem við þurftum. Svo ég hafði sam-
band við strákana og við ákváðum að prófa
þetta, settumst niður við æfingar og höfum
æft stíft síðan. Við ákváðum að vera duglegir
að æfa því við viljum gera þetta almennilega,
ekki bara mæta ryðgaðir á svið eftir tvær æf-
ingar og treysta á gamalt good-will. Frekar
reyna að gera þetta með stæl og almenni-
lega."
Áhættusamar endurkomur
Ég tek eftir því að Björgvin orðar það svo að
þeir hafi sest niður við æfingar og spyr hann
hvort þetta beri að taka bókstaflega og þá
kannski sem merki um fótfúa eða eitthvað
slíkt, merki um að þeir séu af léttasta skeiði.
Hann glottir við tönn - fræga tönn - og segir
að reyndar sé allur gangur á því hvort þeir
sitji eða standi á æfingum og það hafi svo
sem ekkert með árin að gera.
Brimkló kom síðast saman upp úr 1990 og
spilaði á nokkrum böllum en þar fyrir utan
ómuðu lögin þeirra síðast „beint af kúnni",
þ.e. í lifandi spilamennsku þeirra sjálfra,
seint á áttunda áratugnum. Ýmsir tónlistar-
menn af eldri kynslóðum sem hafa samið og
sungið mýgrút af lögum um ævina þurfa nú-
orðið að styðjast við skrifaðar nótur og texta
til að fara rétt með eigin rímur og ég velti því
fyrir mér hvort slíkt gildi um Bo og Brimkló
eða hvort þeir hafi bara talið í og byrjað að
spila sísvona.
„Að sjálfsögðu þurftum við að fara yfir
ýmsa hluti, eins og ég sagði áðan þá þurfa
hljómsveitir flestar hverjar að æfa til að allt
renni smurt. Sérstaklega þegar þær hafa ekki
spilað lengi og alveg sérstaklega þegar þær
hafa varla komið saman svo heitið geti í yfir
20 ár.
En sumt af þessu er samt eins og að læra að
hjóla, maður gleymir því aldrei," segir Björg-
vin og bandar hendinni kæruleysislega frá sér
til áherslu. „Sum lög eru eins og þau búi bara
í fingurgómunum og raddböndunum."
Það hefur verið algengt á liðnum árum,
bæði hér heima og erlendis, að fornfrægir
tónlistarmenn og hljómsveitir, sem hafa ann-
aðhvort formlega hætt eða lognast smám
saman út af, komi saman aftur og haldi tón-
leika og/eða taki upp plötu. Uppátæki af
þessu tagi eru misvel ráðin, sum heppnast
vel og eru viðkomandi til sóma en f öðrum til-
vikum er næstum því eins og menn hafi bara
vantað pening eða athygli og séð þann eina
kost í stöðunni að gera út á forna frægð. í slík-
um tilvikum bíður orðstír og minning annars
ágætra hljómsveita oft skelfilegan hnekki. Ég
spyr Björgvin hvort þessar spurningar hafi
hvarflað að þeim í Brimkló, hvort þetta væri
áhættunnar virði, hvort kannski væri betra að
leyfa sveitinni að hvíla í friði, sællar minning-
BRIMKLÓ-KOMMBAKK ÁRSINS? „Ég hef sjálfur verið frekar skeptískur á svona endurkomur í gegnum tíðina. Það er rétt að
og þess vegna ætlum við að vanda okkur. Svo gerum við bara eins vel og við getum."
ar, en að taka stökkið og taka aftur upp þráð-
inn, jafnvel þó svo það væri aðeins í nokkrar
vikur. Björgvin segist hafa velt þessu fyrir sér.
„Ég hef sjálfur verið frekar skeptískur á
svona endurkomur í gegnum tíðina. Það er
rétt að mörg stórslys hafa hlotist af. En það
getur líka orðið til alger snilld. Sjáðu bara
Eagles og í Hell Freezes Over-túrinn! Við ger-
um okkur grein fyrir þessu og þess vegna ætl-
um við að vanda okkur. Svo gerum við bara
eins vel og við getum. Við erum auðvitað fyrst
og fremst að höfða inn á vissa nostalgíu og
erum ekki að semja nýtt efni fýrir þetta ferða-
lag. Svo fólk sem á annað borð þekkir okkur
ætti nokkurn veginn að geta vitað hverju það
gengur að."
Kántrí eða country - áhrif á poppið
Brimklóar-menn brúka ekki barðastóra
hatta íyrir ekki neitt. Þeir leika kántrí-skotna
tónlist, allt frá hreinni sveitatónlist yfir í ein-
hvers konar bræðing af henni og poppmúsík.
Kántríið hefur hin síðustu ár einhvern veginn
ekki þótt það svalasta eða besta í bransanum
og hver man ekki eftir dæmum um fólk sem
spurt hefur verið í fjölmiðlum um tónlist-
arsmekk sinn og svarað: „Ég er alger alæta á
tónlist, hlusta á allt nema kántrí og óperur."
Þannig virðist það ekki einu sinni inni í
myndinni hjá mörgum.
Björgvin byrjar á að leiðrétta aðeins orða-
lagið. Hann hallar sér aðeins fram á borðið og
lítið bros leikur um varirnar, eins og innlifað-
ur sælkerakokkur sé að tala um rétt dagsins.
Hann notar aðra höndina til áherslu, hreyfir
hana hægt til og frá og milli góma þumalfing-
urs og vísifingurs er eins og haiin geymi agn-
arögn af mikilvægasta kryddinu.