Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Page 32
36 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 12. JÚU2003 Sálfræðin á salerninu HANDKLÆÐIN: Kannski er þetta allt saman eitt allsherjarsamsæri hjá þvottahúsinu sem sér um að fylla á og þrífa tauið, skilaboðin til þess ætluð að rúllan klárist fyrr og þvottarnir verði meiri. Sálfræði er ekki bara sófi á skrifstofu og sæst við fortíðina, hún er ailt í kringum okkur. Smæstu og hversdagslegustu gjörðir okkar og ákvarðanir geta verið þrungnar sálfræðilegri merkingu ef grannt er skoðað. Það er auðvitað ekkert nýtt, sálfræðin gengur út á að útskýra hið andlega og jafnvel það sem er okkur nánast ósjálfrátt eða ómeðvitað, bæði sameiginlega og hverjum og einum, á ' sér einhverjar rætur í höfðinu á okkur. Hversdagssálfræði, sem líka er hægt að kalla rassvasasálfræði, er fyrst og fremst til gamans og kannski nokkurs gagns þegar kemur að því að reyna að átta sig á hvað það er sem veldur því að fólk hagar sér á einn veg en ekki einhvern veginn öðruvísi. Bara vangavelturnar geta verið jákvæðar í sjálfu sér. Hún byggir þó ekki á fræðilegum rann- sóknum af neinu tagi, miklu frekar er verið að hugsa upphátt eða í besta falli fengist við það sem á ensku er nefnt „educated guess" og merkir á íslensku ágiskun sem jafnvel teygir sig ansi langt og er ýmist byggð á einhvers konar rökum eða tilfmningu og hugboði við- komandi. Það segir sig sjálft að allur gangur * er á því hvort niðurstaða slíks sé einhver stórisannleikur. Með þessum fyrirvara er hér ætlunin að velta aðeins fyrir sér nokkru sem kalla má sái- fræðina á salerninu og skoða þar sitt hvað sem tilefni þykir til að kryfja til frekari mergj- ar. Hvers vegna á snyrtingunni, kynni ein- hver að spyrja, hvers vegna skyldi þykja vera um auðugan garð að gresja þar í sálfræðilegu tilliti? Svo kann að vera að engum þyki það öðrum en þeim sem þetta ritar en það kann að vera nærri lagi að um sé að ræða samband tveggja þátta. - Annars vegar hefur salernið og það sem fram fer innan veggja þess þótt frekar mikið tabú og hvorki við hæfi né nokkur þörf á því að slíkt sé rætt við annað fólk, nema veiga- miklar ástæður, líkt og til dæmis veikindi, réttlæti það. Slfk þögn - réttmæt eður ei - skapar oft goðsagnir og vekur upp spurning- ar vegna óhjákvæmilegs skorts á almennum og staðfestum upplýsingum um viðfangsefn- ið. Þeim spurningum neyðist fólk svo til að svara sjálft út frá eigin brjóstviti eða læra af reynslunni og geta svörin oft alveg eins end- urspeglað andlegt landslag viðkomandi og viðhorf eins og sannleikann sjálfan, ef hon- um er á annað borð til að dreifa. Hið fyrr- nefnda getur verið jafn misjafnt og mennirn- ir eru margir. f öðru lagi er það hreinlætið. Um þetta þarf ekki að fara fleiri orðum. Almennt þykir rétt að gæta vel hreinlætis á salernum og frekar of en van. Sumir fara þó jafnvel yftr strikið í þeim efnum - sjá t.d. persónu Jacks Nicholsons í snilldarmyndinni As Good as ít Gets, sem henti sápustykkinu eftir einn handþvott - og víst er að ótti við bakteríur er jafn góð gróðrarstía fyrir ofsóknaræði og vænisýki af ýmsu tagi og óhreinlæti er fyrir bakteríur og annan ófögnuð. Að þessu tvennu slepptu kann svo auðvit- að sérviska og ósköp eðlilegar mannlegar tiktúrur að stýra meira eða minna hegðun okkar og hugsunum á salérninu sem og ann- ars staðar. Lækur tifar létt á litla flugu Einhvern tímann varð til orðið notanda- viðmót. Það er einkum notað um rafeinda- vörur (t.d. skjámyndir farsíma og tölva) en á almennt séð að auðvelda fólki að nota tiltek- inn hlut á sem árangursríkastan hátt, rétt og slysalaust. Þessi lýsing á vel við nýjustu og fullkomn- ustu stýrikerfm frá tölvufýrirtækjunum - sem þó ganga stundum of langt í viðleitninni við að aufahelda allt, sbr. teiknuðu bréfaklemm- una alræmdu sem virðist stundum einna helst sett til höfuðs geðheilsu tölvunotenda - en hún getur einnig átt við einfaldari hluti. Sagan segir að flugan í hlandskálinni sé hollensk uppfmning. Við endurbætur og hagræðingu í rekstri á Schipol-flugvelli í Amsterdam fyrir nokkrum árum var leitað leiða til að auka hreinlæti á salernum flug- vallarins og um leið draga úr kostnaði við hreingerningar. Eðljlega reyndi meira á vandamálið á karlaklósettunum, einkum við hlandskálarnar, þar sem menn voru gjarnir á að „skjóta fram hjá“, eins og gengur og gerist. Til þess að lagfæra miðið datt einhverjum í hug að láta flugvallargestum í té eitthvað að miða á. Hollendingarnir gerðu sér grein fyrir því að hefðbundið skotmark, t.d. lítil skotskífa eða einfaldlega merki sem á stæði „pissið hér“ eða eitthvað slfkt, myndi ekki virka á sjálf- stæðan og einþykkan karlpeninginn og jafn- vel hafa þveröfúg áhrif, þannig að menn myndu neita að beygja sig undir fyrirmæli en láta sér eftir smáuppreisn eða borgaralega óhlýðni og miða viljandi eitthvað annað. Þess vegna datt einhverjum snjöllum mannþekkj- ara í hug að fara lúmskari leið að markinu og grafa litla flugu í postulínið. Einnig eru til litl- ir flugulímmiðar sem límdir eru innan á skál- arnar. Eftir því sem næst verður komist sýndu tilraunir flug- vallarstarfsmanna, undir stjórn hagfræðings sem hafði umsjón með framkvæmdun- um, að árangurinn afþessu einfalda sálfræðibragði varsá að „framhjáskvettur" minnk- uðu um 80 prósent. Skordýrið er ekki jafnaugljós leið til að stjóma hegðun notandans og þær áðurtöldu og þess vegna miklu árangursríkari. Beinar skipanir em nefnilega eitur í beinum margra karlmanna en þeir láta vel að stjórn ef fyrir- mælin em gefin óbeint, undir rós. Skordýrið beinlínis biður um bununa. Það vita allir sem hafa prófað þetta. Og jafnvel þótt menn átti sig á til hvers leikurinn er gerður er líklegra að þeir spili samt með því freistingin að hreinsa þess háttar lauslegt dót og senda það niður úr skálinni „í leiðinni" er sterk. Einnig má telja líklegt að menn kunni því vel hversu nærgætin skilaboðin em og séu því viljandi leiðitamir eða þá að aðrir láti undan drápsfýsn - að minnsta kosti í þykjust- unni - og drekki kvikindinu. Hér má einnig segja að raunvísindin komi lítillega við sögu. Athugið hvemig flugan er staðsett vinstra megin í skálinni en ekki fyrir miðju. Það gerir það að verkum að ekki skvettist til baka á notandann heldur til hlið- ar inní sjálfa skálina. Eftir því sem næst verður komist sýndu til- raunir flugvallarstarfsmanna, undir stjóm hagfræðings sem hafði umsjón með fram- kvæmdunum, að árangurinn af þessu ein- falda sálfræðibragði var sá að „fram- hjáskvettur“ rhinnkuðu um 80 prósent. Þannig náðust bæði markmiðin fram, hreinni salerni og þar af leiðandi minni hreingerningakostnaður. Bragðið þótti gefa svo góða raun að þegar Hollendingar tóku yfir rekstur einnar flug- vallarbyggingarinnar á JFK-flugvelli í New York var það einnig innleitt þar. Litíu fluguna má víða sjá á íslandi, enda karlpeningurinn hér síst minni sóðar en ann- ars staðar. Meðfylgjandi mynd var tekin á einum skemmtistað borgarinnar en til dæm- is er hana einnig að finna á karlaklósettinu á flugvellinum á Akureyri. Skrúfað frá Rússinn Ivan Pavlov (d. 1936) var frægur lífeðlisfræðingur sem reyndar er þekktastur fyrir uppgötvanir sínar á sviði sálfræði. Við rannsóknir á meltingu gerði hann tilraunir á hundum og vildi komast að því hvort eitt- hvert samhengi væri milli munnvatnsfram- leiðslu og starfsemi magans. Hann komst að því að þetta væri nátengt í gegnum ósjálfráða taugakerfið og án munnvatnsframleiðslu fengi maginn ekki boð um að byrja að melta. Pavlov vildi komast að því hvort utanaðkom- andi áreiti gæti haft áhrif á þetta ferli svo hann hringdi bjöllu í hvert sinn sem hann fóðraði hundana. Eftir nokkurn tíma komu þau áhrif í ljós að munnvatnsframleiðsla hófst hjá hundunum við að heyra bjöllu- hljóðið en áður hafði hún ekki hafist fyrr en þeir byrjuðu að borða. Munnvatnsfram- leiðslan hófst jafnvel þótt enginn matur væri til staðar. Á ensku kallast þetta fyrirbrigði „conditioned reflex“ sem snara má á íslensku sem „skilyrt viðbragð" og er andstæðan við „innate reflex" eða „áskapað viðbragð", svo MÁL AÐ PISSA? Saur og þvag þykja flestum einkar ógeðfelld efnasambönd, þó ekki vaeri nema vegna lyktarinnar, en einnig er í þeim mýgrútur af gerlum og bakteríum, sum- um meinlausum, öðrum heilsuspillandi. _1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.