Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Qupperneq 33
LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ2003 DVHELGARBLAÐ 37
BIÐUR UM BUNUNA: Litlu fluguna má víða sjá á fslandi, enda karlpeningurinn hér síst minni sóðar en annars staðar. Meðfylgjandi mynd
var tekin á einum skemmtistað borgarinnar en til dæmis er hana einnig að finna á karlaklósettinu á flugvellinum á Akureyri.
sem það að kippa hendinni að sér
þegar maður brennir sig.
Þessi uppgötvun Pavlovs er að
sjálfsögðu tíunduð vegna þess al-
þekkta siðar að skrúfa frá kranan-
um á baðherberginu þegar bunan
lætur bíða eftir sér, í von um að það
hjálpi til við að koma henni af stað.
Glöggir lesendur sjá að það er full-
komin hliðstæða við slef hund-
anna. Læknar hafa talið þetta hús-
ráð geta verið árangursríka með-
ferð gegn sumum gerðum þvag-
teppu, í bland við lyfjagjöf ef því er
að skipta. Enginn vafi er talinn á því
að bein og andleg tengsl geti verið
milli tiltekins háttalags, eins og til
dæmis að skrúfa frá krana, og sam-
dráttar þvagblöðru, þ.e. að pissa. Á
máli sálfræðinnar kallast það skil-
yrt viðbragð, a la Pavlov. Ástæða
þess að einmitt hljóð rennandi
vatns úr krana kemur af stað þess-
um óskyldu líkamlegu viðbrögðum
er svo auðvitað sú að kranar eru yf-
irleitt óaðskiljanlegur hluti sér-
hvers baðherbergis og hljóð renn-
andi vatns minnir á bununa sjálfa
sem beðið er eftir. Þar að auki getur
hver og einn haft sínar meðvituðu
eða ómeðvituðu ástæður fyrir því
að setja þetta tvennt í samhengi.
Ef því væri að skipta gætu önnur
hljóð eða annað áreiti á skynfærin -
ekki er skilyrði að um hljóð sé að
ræða - haft sömu áhrif og auðvitað
líka tengst öðrum þáttum líkams-
starfseminnar. Til dæmis er ekkert
því til fyrirstöðu að hlutir æxlist
einhvern veginn þannig að maður
sem býr við hliðina á kvikmynda-
húsi geispi alltaf heiftarlega þegar
hann fmnur lyktina af poppi o.s.frv.
o.s.frv.
Hver treystir náunganum á
undan?
Eftir handþvott bjóðast notend-
um almenningssalerna ýmsar að-
ferðir til að þurrka á sér hendurnar.
Þrjár eru algengastar. Rafknúin
handþurrka, einnota pappírsþurrk-
ur og kassi sem inniheldur tauklút á
rúllu sem stillt er þannig að hver geti
dregið út nokkum veginn nægjan-
lega lengd til að þurrka sér um
hendumar.
Flestir hafa væntanlega tekið eftir
texta sem oftast er letraður á kassa
af þessu tagi: Dragið hreint fýrir
næsta mann. Tæpast er hægt að
komast hjá því að sjá skilaboðin. Þá
vaknar tvíþætt spuming. Fer fólk
eftir þessu? Og, kannski frekar,
treystir fólk þessu?
Þessi uppgötvun
Pavlovs er að sjálfsögðu
tíunduð vegna þess al-
þekkta siðar að skrúfa
frá krananum á baðher-
berginu þegar bunan
lætur bíða eftir sér, í von
um að það hjálpi til við
að koma henni afstað.
Hið fyrmefnda er fyrst og fremst
persónubundið, þ.e. nennir fólk að
fara eftir svona tilmælum og telur
það þörf á því, einkum í ljósi þess
sem hér fer á eftir. Hið síðamefnda
er auðvitað aðalatriðið.
Hér er best að fólk líti í eigin
barm. Áður var nefnd bakteríu- og
gerlamergð sem tengist salernum
og fóbíur, stundum dálítið langsótt-
ar, henni tengdar. Er fólk tilbúið að
treysta því að lón eða Gunna Jóns
sem notaði salemið á undan því hafi
a) farið eftir þeim tilmælum að
„draga hreint" og b) þvegið sér nógu
vel um hendurnar? A tímum ýmissa
hættulegra smitsjúkdóma verða
þessar spumingar ennþá áleitnari.
Til dæmis má velta fyrir sér hvort
tekið yrði mikið mark á svona skilti í
Kína nú um stundir vegna
bráðalungnabólgunnar.
Fyrri spumingin er auðvitað aðal-
atriðið því um leið og fólk gerir það
upp við sig hvort það komi að
hreinu líni eða ekki greinist það nið-
ur í flokka. I fyrsta flokkinn falla þeir
sem treysta. Þeir þurrka sér einfald-
lega og taka ekki afstöðu til seinni
spumingarinnar. Hugsa væntan-
lega ekki um þetta meir. I annan
flokkinn falla þeir sem treysta ekki.
Sá flokkur greinist niður. Annars
vegar em þeir sem treysta ekki að sá
næsti á undan hafi dregið hreint og
gera það því sjálfir áður en þeir
þurrka sér. Hins vegar em þeir sem
treysta ekki en hnjóta frekar um það
hversu hreinlegur handþvotturinn
var en hitt hvort línið sé rakt eða
kmmpað. Niðurstaðan er sú sama:
hvorir tveggja draga hreint til örygg-
is. I þriðja flokkinn falla svo þeir sem
er alveg sama hvort þeir koma að
nýju eða notuðu líni og þurrka sér
bara.
Nú er í sjálfu sér ólíklegt að nokk-
ur maður velti þessum atriðum fyrir
sér áður eða á meðan hann þurrkar
sér um hendumar. Flestir draga lík-
lega umhugsunarlaust sína sentí-
metra út úr kassanum og þurrka sér.
Og ef þeir á annað borð velta þess-
um skilaboðum frekar fyrir sér er
líklegast að þeir dragi hreint sjálfir,
bara til öryggis.
í ljósi þessa er einnig ólíklegt að
nokkur maður sinni því sem skila-
boðin biðja hann um, að draga
hreint fýrir næsta mann, því flestir
átta sig sennilega á því að sá næsti
mun hvort eð er gera það sjálfur.
Þetta býður upp á vangaveltur um
það hvort þetta sé ekki bmðl, nokkr-
ir sentímetrar hljóta alltaf að fara til
spillis við og við þegar samvisku-
samir salernisnotendur þurrka sér
og dregið er tvisvar. Safhast þegar
saman kemur. Og kannski er þetta
allt saman eitt allsherjar samsæri
hjá þvottahúsinu sem sér um að
fylla á og þrífa tauið, skilaboðin til
þess ætluð að rúllan klárist fyrr og
þvottarnir verði meiri.
Séu þessi orð sett þarna af öðmm
ástæðum en vegna útsmoginnar
viðskiptabrellu bera þau að minnsta
kosti vott um takmarkaðan skilning
á mannlegu eðli, jafhvel barnslega
einlæga útópíu sem allir vita að
gengur aldrei upp. Tortryggni í garð
náungans, sem jafnvel getur gengið
svo langt að jaðra við ofsóknaræði,
sér til þess.
Hér er ró og hér er friður
Að lokum skal hér minnst á hina
skyndilegu upplyftingu andans
sem margir finna fyrir í einrúmi á
salerninu og fær einkum útrás í
kroti og teikningum annars vegar
og blaða- eða bókalestri hins vegar.
Hið fyrrnefnda er kannski vett-
vangur fyrir niðurbældar listrænar
hvatir sem blómstra þegar minnst
varir á stað þar sem tryggt er að
enginn truflar útrás sköpunargáf-
unnar. Hvernig útkoman verður á
fagurfræðilegan mælikvarða er
persónubundið, stundum verða til
sniðugar og jafnvel heimspekilegar
pælingar en annað er hreint og
klárt klám og niðurrifsstarfsemi.
Ekki skal sagt hvað það er sem
veldur þessari tjáningarþörf
einmitt á þessum stað. Það gæti
verið einrúmið og friðurinn sem yf-
irleitt ríkir eða kannski vakna á sal-
erninu djúpar hugsanir um
hringrás lífsins og forgengileika
þess og víkka út annars hversdags-
legan þankagang viðkomandi.
Hið síðarnefnda, lestur á salern-
um, er ótrúlega algengt hjá ólíkleg-
asta fólki og er kannski hliðstætt
hinum ffæga sturtusöng sem marg-
ir iðka. Gengur þetta jafnvel svo
langt að margir eru með blaðagrind
eða bastkörfu með kiljum við hlið-
ina á postulíninu. Hér skal því játað
að undirrituðum hefur ekki tekist að
finna neina skýringu, hvorki skyn-
samlega né öðruvísi, á þessum sið
nema kannski þá að fólki líði svona
vel á saleminu og finnist gott að
geta eytt smátíma með sjálfu sér við
lestur, þá sjaldan sem tækifæri
gefst. Það gerir nefnilega enginn at-
hugasemd, hvorki í vinnu né heima,
við það þegar einhver þarf að fara á
klósettið og ólfklegt er að einhver
krefji fólk skýringa ef því dvelst þar.
Kannski er þama um að ræða hið
fullkomna skálkaskjól fyrir smá-
hangs og slæpingshátt.
fin@dv.is
Heimildir:
www.maddog.weblogs.com
www.coathanger.com.au
www.pbs.org
www.healthandage.com
DRÓ ÞESSIÁ UNDAN? Því má velta fyrir sér hvort tekið yrði mikið mark á svona skilti og
því treyst í Kína nú um stundir vegna bráðalungnabólgunnar.
h
uvUiUiM wuiviiu nayui■
Skr. 7/99, ek. 59 þús.
Verð kr. 1140 þús.
Suzuki Liana, bsk.
Skr. 2/02, ek. 10 þús.
Verð kr. 1380 þús.
Suzuki Grand Vitara, 3 d.,
bsk. Skr. 5/00, ek. 45 þús.
Verð kr. 1370 þús.
Suzuki Vitara JLX, 5 d., bsk.
Skr. 6/96, ek. 93 þús.
Verð kr. 890 þús.
Suzuki Wagon R, 4x4
Skr. 5/00, ek. 13 þús.
Verð kr. 890 þús.
VW Bora, bsk.
Skr. 6/02, ek. 6 þús.
Verð kr. 1690 þús.
Daewoo Leganza, sjsk.
Skr. 5/98, ek. 56 þús.
Verð kr. 950 þús.
Peugeot 406, 3 d., sjsk.
Skr. 11/98, ek. 72 þús.
Verð kr. 1480 þús.
Alfa Romeo 156, bsk.
Skr. 9/98, ek. 60 þús.
Verð kr. 1180 þús.
Sjáöu fleiri á suzukibilar.is
$ SUZUKI
---*///-----------—
SUZUKI BÍLAR HF.
Skeifunni 17, sími 568-5100