Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Page 36
40 DVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 12.JÚLÍ2003 > Karl Malone og Gary Payton ganga til liðs við Kobe Bryant og Shaquille O'Neal Los Angeies Lakers mætir gífurlega sterkt tii leiks á komandi leiktíð í NBA- deildinni - í það minnsta á pappírun- um. Tveir af betri leikmönnum deild- arinnar undanfarin ár, bakvörðurinn Gary Payton og framherjinn Karl Malone, eru gengnir til liðs við Lakers og hitta þar fyrir stórstjörnurnar Kobe Bryant og Shaquille O'Neal. Hljómar vel en geta þessir fjórir leikmenn virkilega spilað saman sem lið og unn- ið titil? Er ekki einni stórstjörnunni of- aukið í þessum félagsskap? Hvernig eiga þeir að fara að því að deila einum bolta? Marc Stein, sérfræðingur bandaríska netmiðilsins espn.com, spyr hins vegar á móti: Af hverju að spyrja? Stein segir að það skipti engu máli hvort þessir fjórir einstaklingar geta unnið saman r eins og lið, hvort þeir vinna meistaratitil eða hvort þeim nægir einn bolti á vellinum í hvert sinn sem þeir eru íjórir saman. Ekki stætt að hafna þeim „Lið hafa áður verið með margar stór- stjömur innanborðs en ekki unnið neitt þannig að með það að leiðarljósi þá er titill- inn ekki í höfn hjá Los Angeles Lakers. For- ráðamönnum Lakers-liðsins var hins vegar ekki stætt á því að hafna því þegar þeim buð- ust þessir tveir snjöllu leikmenn á þeim laun- um sem um var samið. Þeir lækkuðu sig báð- " ir gífurlega í launum til að geta spilað með Lakers og ef til vill fengið það eina sem þá vantar til að ljúka farsælum ferli í NBA-deild- inni - nefnilega meistarahring á Fingur," segir „Frábærir leikmenn hafa yfir- leitt gaman afþví að spila með öðrum frábærum leik- mönnum. Allir þessir fjórir leikmenn eru með mjög góðar sendingar." Stein í grein sinni og bætir við að hann hafi fengið það staðfest hjá einum af yfirmönnum eins liðs í vesturdeildinni að ekkert lið hefði a hafnað þeim félögum á þessu verði. Stein fer sfðan ofan í saumana á hvort nýju leikmennirnir munu passa inn í liðið og kemst að þeirri niðurstöðu að spilalega séð muni þessir reyndu menn ekki eiga í erfiðleik- um með að sætta sig við önnur hlutverk en þeir höfðu hjá sínum gömlu félögum þar sem þeir voru aðalmennirnir. Stein segir að þessir fjórmenningar muni ekki eiga í erfiðleikum með laga sig að því að þeir hafi aðeins einn bolta. „Frábærir leikmenn hafa yfirleitt gaman af því að spila með öðrum frábærum leikmönn- um. Allir þessir íjórir leikmenn eru með mjög góðar sendingar og þeir munu hafa jafn gam- an að því að spila sín á milli eins og hlutlaus- ir áhorfendur munu hafa gaman af því að horfa á þá,“ segir Stein og bendir á að einn - þjálfari í deildinni hafi sagt við hann að þess- ir snjöllu leikmenn muni geta spilað í hvaða sóknarleik sem er. Shaq fær hvíld Einhverjir hafa áhyggjur af því að Karl Malone muni eiga í vandræðum með að sætta sig við það að hlutverk hans í sóknar- leiknum muni óhjákvæmilega minnka hjá Lakers miðað við hlutverk hans hjá Utah Jazz. Hann stefnir ótrauður að því að bæta stiga- met Kareems Abdul Jaabar og það er hætt við því að dvöl hans hjá Lakers muni hægja eitt- hvað á honum í átt að því. Stein bendir hins vegar á að Malone þurfi ekki að skora meira * en tólf stig að meðaltali næstu tvö tímabil til að komast yfir Jaabar og verða stigahæsti leik- maður NBA-deildarinnar frá upphafi og að það eigi ekki að vera mikið mál fyrir hann. Að auki bendir Stein á að með tilkomu Malone muni Shaquille O’Neal geta fengið þá hvíld á tímabilinu sem hann hefur ekki getað fengið hingað til án þess að leikur liðsins verði al- „ gjörlega á herðum Kobe Bryant eins og verið STJÖRNUM PRYTT UÐ LA LAKERS TVEIR AF FJORUM: Kobe Bryant og Shaquille O'Neal geta ekki kvartað yfir frammistöðu forráðamanna liðsins á leikmannamarkaðnum í sumar. Reuters hefur. Jackson ræður við stjörnurnar Los Angeles Lakers er líka með snjallan þjálfara að nafni Phil Jackson og þeir sem til hans þekkja vita að það eru fáir þjálfarar betri Þetta er mikil áskorun fyrir Jackson og gerir það senni- lega að verkum að hann mæt- ir til leiks í haust með enn meiri metnað en áður, hungr- aður í að vinna sinn tíunda meistaratitil. í að ráða við margar stórstjörnur í einu. Hann hafði Michael Jordan, Scottie Pippen og Dennis Rodman í Chicago Bulls á sínum tíma og átti aldrei í vandræðum með að ráða við þá. Honum hefur gengið betur að vera með eldri og reyndari menn, þótt þeir hafi verið þrjóskar stjörnur, heldur en að koma ungum leikmönnum inn í liðið. Þetta er mikil áskor- un íyrir Jackson og gerir það sennilega að verkum að hann mætir til leiks í haust með enn meiri metnað en áður, hungraður í að vinna sinn tíunda meistaratitil. Að þessu sögðu er ljóst að Los Angeles Lakers verður sterkt á næsta tímabili og spurning hvað önnur lið gera núna. San Ant- onio Spurs, nýkrýndir meistarar, þurfa að bretta upp ermarnar og þessi nýi liðsstyrkur Lakers gæti orðið til þess að forráðamenn Spurs muni róa öllum árum að því að fá Jason Kidd, leikstjórnanda New Jersey Nets, og Alonzo Mourning, miðherja Miami Heat, í sínar raðir. Takist það er San Antonio orðið samkeppnishæft við Lakers, bæði á vellinum og á pappírunum. oskar@dv.is Verður liðið, sem Los Angeles Lakers stillir upp næsta vetur, það stjörnum prýddasta í sögu deildarinnar? Los Angeles Lakers 2003-2004 Karl Malone NBA-titlar 0 Besti leikmaðurdeildarinnar 2 f l.liði deildarinnar 11 (stjörnuliði NBA-deildarinnar 14 Besti leikmaður Stjörnuleiksins 2 Meðal stigaskor á ferli 25,4 Meðal fráköst á ferli 10,2 Gary Payton NBA-titlar 0 (l.liði deildarinnar 2 (stjörnuliði NBA-deildarinnar 7 Meðal stigaskor á ferli 18,7 Meðal fráköst á ferli 4,3 Meðal-stoðsendingar á ferli 7,6 Kobe Bryant NBA-titlar 3 (l.liði deildarinnar 2 (stjörnuliði NBA-deildarinnar 4 Besti leikmaður Stjörnuleiksins 1 Meðal stigaskor á ferli 21,5 Meðal fráköst á ferli 5 Meðal-stoðsendingar á ferli 4,2 Shaquille O'Neal NBA-titlar 3 Besti leikmaðurdeildarinnar 1 Besti leikmaður úrslitakeppninnar 3 (l.liði deildarinnar 5 í stjörnuliði NBA-deildarinnar 10 Besti leikmaður Stjörnuleiksins 1 Meðal-stigaskor á ferli 27,6 Meðal-fráköst á ferli 12,1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.