Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Síða 38
f 42 DVH£L6ARBLA0 LAUGAfíDAGUfí 12.JÚLÍ2003 Sakamál Hvað gerðist? Áströlsk kona myrt. Hvar? Á Castaway-hótelinu á Norfolk-eyju í Kyrrahafi. Hvenaer? 2002 Eyjarnar í sunnanverðu Kyrrahafi eru álitnar komast næst því sem mannfólkið ímyndar sér að sé í paradís á himni. Nor- ^ folk Island, sem er 900 mílur austur af Ástralíu, er engin undantekning. Þar bjó fámennt samfélag í vellystingum þar til á páskadag árið 2002 að fyrsta morðið var framið í 150 ára sögu byggðarinnar. Morðinginn er ófundinn og tortryggni og ótti hefur gripið um sig meðal íbú- anna. Hver þeirra sem er gæti verið morðinginn. Ibúarnir á Norfolk Island eru flestir afkom- endur þeirra sem gerðu uppreisnina á Bounty 1789 og fræg er í sögunni af fjölda bóka og kvikmynda sem gerðar hafa verið um þann sögulega atburð. Þá settust átta upp- reisnarmanna að á smáeyjunni Pitcairn ásamt tólf pólýnesískum konum og sex lönd- um þeirra sem þeir tóku um borð í Bounty á ^ leið sinni en Bligh skipherra sigldi á björgun- arbátnum með nokkra skipverja með sér nokkur þúsund mílna leið og komst heilu og höldnu til Ameríku og er sú ferð talin eitt mesta afrek siglingasögunnar. 1854 voru afkomendur fólksins á smáeyj- unni fluttir til Norfolk Island, sem er 19 fermílur að stærð, gyrt hamraveggjum sem úthafsaldan brimar við. Bretar voru þá búnir að gera eyjuna að hjálendu og sendu þangað nokkra sakamenn í útlegð. Nú heyrir eyjan undir Ástralfu en íbúamir búa við heima- stjórn. Strangar reglur gilda um þá sem þang- að flytja og fá atvinnu- og dvalarleyfi, sem ávallt er tímabundið og er bundið við störf sem íbúarnir snerta ekki á. Þeir mynda sam- félag sem aðrir hafa ekki aðgang að. íbúarnir eru nú 1866 talsins. Þar til á páskadag í fyrra var maður ekki drepinn í 150 ár. 1853, þegar eyjan var fanganýlenda, lamdi fangi annan fanga í höf- uðið með skóflu og hlaust bani af. Janette Patton var 29 ára þegar margstung- ið lík hennar fannst undir svörtum plastdúk skammt frá undurfögrum fossi sem ferða- menn sóttu að. Hún var frá meginlandi Ástr- alíu og vann við framreiðslu og uppþvott á hóteli sem einkum hýsir ferðamenn. Móttaka slíkra er ein aðaltekjulind eyjarskeggja en innfæddir koma ekki nærri svo niðurlægj- andi störfum. Morðið á gengilbeinunni svipti eyjuna því orði sem af henni fór - að vera ' friðsæll og syndum firrtur Adamslundur. Rannsóknarlögreglumenn voru sendir frá Canberra, höfuðborg Ástralíu, en þeim hefúr ekki tekist að leysa morðgátuna. Vopnið er ófundið, ástæðan hulin leynd og enginn sér- stakur er grunaður um verknaðinn. En allir gruna alla og andrúmsloftið á áður friðsælli eyjunni er lævi blandið og gjörbreytt eftir að aðstoðarstúlkan á hótelinu fannst marg- stungin undir plastdúk um hábjartan dag. Janette vann langan vinnudag og þénaði vel á Hotel Castaway en laun eru skattfrjáls á eyjunni. Eins og aðrir aðkomumenn hafði hún takmarkað dvalarleyfi og var hvorki heimilt að kaupa íbúð né nokkra aðra fast- eign. Þeir sem fá leyfi til fastrar búsetu verða að kaupa atvinnufyrirtæki, verða að vera heilbrigðir til sálar og líkama, hafa hreint sakavottorð og enginn fær að flytja þangað nema annar eða jafnfjölmenn fjölskylda flytji á brott. Þótt Janette gæti aldrei fengið varanlegt dvalarleyfi leyfðist henni að umgangast eyj- arskeggja að vild. Hún átti líka vingott við karlmenn af hágöfugum frumbyggjaættum og var ekkert talið athugavert við það. Eyjan var ekki alveg glæpafrí þótt afbrot séu þar sjaldgæf. í ágúst 2001 var einn af meðlimum fínnar ættar dæmdur ásamt virt- um kaupsýslumanni fyrir kynferðislega mis- notkun á börnum. * Margar stungur, ekkert blóð Á þrítugsafmælisdegi Janette, sem var páskadagur 2002, komu foreldrar hennar í heimsókn og dvöldu nokkrar vikur á Norfolk. Þá átti dóttir þeirra eitt ár eftir af dvalarleyf- inu. Eftir að hafa séð um morgunverðinn á hótelinu 30. mars keypti hún inn í matvöru- verslun og fór með varninginn heim til sín. KYRRLÁTT HÓTEL: Castaway-hótelið á Norfolk-eyju er ekki stórt en eftirsótt af ferðamönnum sem ferðast yfir 900 mílna veg til að dvelja um stund íjarðneskri paradís. Hún átti svo von á foreldrum sínum í kvöld- matinn. Hún skipti um föt og hélt í sína dag- legu göngu. Um kl.11.30 sá bflstjóri hana á göngu og skömmu síðar tók nágranni eftir henni þegar hann fór fram úr henni á reiðhjóli. Nokkrum mínútum síðar hjólaði hann til baka sömu leið og þá var Janette hvergi sjáanleg. Enginn hefur gefið sig fram sem sá hana á lífi eftir það. Lögregluna grunar að einhver sem hún þekkti hafi tekið hana upp í bfl og ekið á brott. Menn sem voru að leika golf í nágrenn- inu heyrðu óp en héldu að þar væru krakkar að leika sér. Um kl. 11.30 sá bílstjóri hana á göngu og skömmu síðar tók nágranni eftir henni þegar hann fór fram úr henni á reið- hjóli. Nokkrum mínútum síðar hjólaði hann til baka sömu leið og þá var Janette hvergi sjáanleg. Enginn hefur gefið sig fram sem sá hana á lífi eft- irþað. Lögregluna grunar að einhver sem hún þekkti hafi tekið hana upp í bíl og ekið á brott. Menn sem voru að leika golfí nágrenninu heyrðu óp en héldu að þar væru krakkar að leika sér. Kl. sex um kvöldið fundu tveir ferðamenn frá Nýja-Sjálandi lfldð skammt frá fossi sem dregur túrista að sér vegna sérstæðrar nátt- úrufegurðar. Þá voru liðnar þrjár klukku- stundir frá því að andlátið bar að og rigning- arskúr hafði skilið eftir smápolla á plastdúkn- um sem huldi líkið. Greinilegt var að mikið hafði blætt eftir stungurnar en ekkert blóð fannst á vettvangi og var því greinilegt að konan hafði verið myrt annars staðar og líkið flutt sfðar að foss- inum. Það þótti undarlegt að skilja lík myrtrar konu eftir á svona íjölförnum stað. Þegar heimamenn vilja losa sig við eitthvað er því einfaldlega kastað fyrir björg og það hverfur í úthafið. Lögreglan álítur aftur á móti að morðinginn hafi fyllst skelfingu og ekki verið fær um að hugsa rökrétt og hafi hent líkinu þarna í fáti. Það bendir til þess að ekki hafi verið um skipulagðan verknað að ræða. Einhver heppni hefur samt fylgt ódæðis- manninum. Hann tekur konuna upp í bfl um hábjartan dag á tiltölulega fjölförnum vegi, fer óséður með hana á einhvern stað þar sem þau dvelja nokkrar klukkustundir áður en hann eða hún myrðir hana og flytur síðan á vinsælan útsýnisstað sem er fjölsóttur af ferðamönnum. Og enginn utanaðkomandi sér eða heyrir neitt. Lögreglumenn hafa ýjað að því að fleiri hafi komið að verknaðinum og jafnvel að einhver af fimm fjölskyldum sem eiga Norfolk-eyju hafi þurft að koma Janette Patton fyrir kattamef af óþekktri ástæðu. Að minnsta kosti hljóta einhverjir að hafa séð eða heyrt eitthvað sem þagað er yfir. Ef konan hefur verið myrt af fyrrum elsk- huga koma íjórir nafngreindir menn til greina en það var og er ekkert leyndarmál að Janette átti vingott við þá um skeið. Einn þeirra, 43 ára afkomandi eins af uppreisnar- mönnunum á Bounty, hafði nýlega slitið sambandi við Janette eftir hálfs árs ástarsam- band. Hann ber henni hið besta orð og lýsir henni sem lffsglaðri konu sem kaus heldur að starfa á litlu hóteli á lítilli eyju en að vinna í banka og við tölvuvinnslu á meginlandinu eins og menntun hennar hæfði. Hann segist ekki geta ímyndað sér að nokkur manneskja hafi borið kala til myrtu konunnar, hvað þá hatur sem réttlætti morð. Galopið samfélag Annar afkomandi eins hinna frægu upp- reisnarmanna segist ekki skilja hvers vegna nokkur manneskja vildi Janette feiga. Hún tilheyrði því lægsta af öllu lágu og stundaði atvinnu sem enginn innfæddur lét sér detta í hug að taka sér fyrir hendur. Að því leyti var engin ástæða til að bera illan hug til hennar. Hins vegar er ekki hægt að útiloka þann möguleika að afbrýðisemi karls eða konu hafi orðið til þess að hún var myrt. íbúarnir eru mjög viðkvæmir fyrir aðkomufólki og vilja vernda stofninn og sérstæða mállýsku og menningu sem þeir búa yfir. Því er enginn aðkomumaður velkominn til langdvalar og reglum um brottflutning þeirra er stranglega fylgt eftir. Kannski hefur Janette farið yfir eitt- hvert ósýnilegt strik í samskiptum sínum við innfædda? Á Norfolk-eyju eru engir skattar greiddir, húsum aldrei læst og þá sjaldan að einhver fremur minni háttar afbrot eða er tekinn úr umferð er fangelsið haft opið til að sá sem inni situr komist út til að reykja eða teygja úr sér. Morð í þessu umhverfi er í raun og veru óhugsandi. Allir þekkja alla og nú tortryggja allir alla og rannsóknin rennur út í sandinn. Fingraför hafa verið tekin af öllum eyjarbú- um á aldrinum 15 ára til sjötugs, alls 1.632 manns. Fáeinir hafa neitað að láta taka ÓSKIUANLEGT MORÐ: Janette Patton vann við uppþvott og þjónustustörf á hóteli á fagurri Kyrra- hafseyju. Hver stakk hana tii bana og hvers vegna veit enginn en suma grunar margt. fingraför sín. Þeir treysta ekki lögreglunni og skírskota til persónufrelsisins. Daginn sem Janette var myrt voru alls 2771 manns á Nor- folk-eyju. Vegna strangs eftirlits með ferða- mönnum er nákvæmlega vitað hvaða að- komumenn vom þar þennan dag. Verið er að bera saman fingraför sem tekin hafa verið og lófaför sem voru innan á plastdúknum sem huldi líkið og em sannanlega ekki af Janette. Ef ekkert kemur út úr því og morðstaðurinn finnst ekki er í bígerð að láta taka fingraför af ferðamönnunum, 690 talsins, sem vom á eyj- unni umræddan dag. Þeir búa flestir í Eyja- álfu. Margt hefur breyst sfðan líkið fannst undir plastinu við fossinn fagra. Farið er að læsa dymm og íbúarnir vantreysta hver öðmm og tortryggnin gegnumsýrir allt samfélagið. Einn þeirra sem neita að láta taka af sér fingraför segir bemm orðum að lögreglan hafi klúðrað allri rannsókn og ef rétt hefði verið að farið hefði málið verið leyst fáum mánuðum eftir að Janette var myrt. Ferðamannastraumurinn hefur dalað um fjórðung og tekjur innfæddra að sama skapi. Það eina sem íbúarnir reyna að hugga sig við er að morðinginn sé ekki einn þeirra og því óska þeir þess með blendnum huga að ekki verði upplýst hver myrti Janette Patton og hvers vegna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.