Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Blaðsíða 4
6
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
var samþykt að kjósa 5 manna nefnd til að athuga
lagabreytingafrumvarpið.
í nefnd þessa voru kosnir:
Sigurður Jónsson á Ysta-Felli.
Páll Zóphóníasson.
Brynleifur Tobíasson.
Páll Jónsson á Akurreyri.
Hallgrímur Þorbergsson.
4. Jakob H. Líndal búfræðingur flutti erindi um „Kyn-
bætur jurta".
5. Sigurður Sigurðsson skólastjóri talaði um framtíðar-
starfsemi félagsins og lagði fram áætlun um tekjur og
gjöld þess árið 1911.
Mintist hann meðal annars á tvö nýmæli, sem komið
gæti til greina að félagsmenn tækju ti! íhugunar.
Annað var það, að félagið hefði flokk manna, er ferð-
aðist um og ynni hjá bændum. Hann bjóst við, að það
mundi verða besta ráðið til, að útbreiða verklega þekk-
ingu meðal þeirra, og kenna þeim að vinna með hest-
um og verkfærum.
Hitt var, að verslun sú, er félagið hefir haft með hönd-
um, yrði aðskilin frá öðrum störfum félagsins, svo að
það að eins hefði eftirlit með að verkfærin væru góð
og ódýr, fræið gott og áburðurinn ósvikinn. Mundi
þá best að fá einhvern til að hafa söluna á hendi, með
eftirliti af félagsins hálfu. Félagið hefði aldrei grætt á
verslun sinni, heldur tapað, en þótt það hefði tapað
ofurlitlu, ætti mönnum ekki að vaxa það svo mjög í
augum, því að þessi starfsemi félagsins hefði stutt að
útbreiðslu góðra verkfæra, og með því orðið félögum
sínum og búnaðinum hér norðanlands til ómeíanlegs
gagns.
Eftir ítarlegar umræður var kosin nefnd til að athuga
fjárhagsáætlunina og koma fram með tillögur um fram-
tíðarstarfsemi félagsins, — Kosningu hlutu:
Guðmundur Friðjónsson á Sandi.