Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Page 56
60
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
Safnþróm og forum hefir fjölgað mjög á síðustu ár-
um og er það gleðilegur vottur um framför. En jafn-
hliða þurfa að útbreiðast verkfæri til að flytja úr þeim.
Pvagdæla, þvagtunna, sem staðið gæti á kerru, og þvag-
dreifari. F*að eru alt áhöld, sem gera útfærsluna úr for-
inni 10 — 12 sinnum fljótlegri og miklu skemtilegri óg
þokkalegri.
Pessi eru þá þau helstu verkfæri, sem bóndinn þarf
að eiga til að geta notað hestaflið. Eigi hann þau, get-
ur hann fengið ódýra vinnu til að framkvæma jarðabæt-
ur, ódýra flutninga og ódýr hey, í einu orði: ódýra
vinnu tíl búsins.
3. Hagsýni.
Margt er það verkið, sem ekki er gert eins Ijett og
haganlega og vera ætti. En þegar vinnan er dýr, ríður á
að hagnýta hana vel.
Er þar fyrst að nefna, að áríðandi er að góð hand-
verkfæri sjeu notuð, og áhöld sem eiga við það verk
sem vinna á. Er ekki, t. d., hörmung að sjá mann vera
að moka flór með ofurlitlu spaðabroti og bera mykjuna
út í fötu? Hvað haldið þið hann yrði miklu fljótari ef
hann hefði skóflu, sem til þess væri gerð, og æki myk-
junni síðan út í hjólbörum? Sjálfsagt einum 12 sinnum.
Eða að sjá alla smásnúninga kvenfólksins! Núna alveg
nýskeð sá jeg eina leggja á borð. Hún tók gaffla, hnífa
og skeiðar úr sama skápnum í horni á stofunni, en
sína ferðina fór hún eftir hverju. Prjár ferðir fór hún í
stað einnar. Petta er nú í því smáa. í því stóra er það
eins.
Minnist bændanna, sem búa í grend við kaupstaðina.
Hversu marga ferðina fara þeir ekki að þarflausu? Dag-
lega í vor hefi jeg haft tækifæri til að sjá sömu menn-
ina fara í kaupstað og koma aftur með þverpoka fyrir
aftan sig eða undir sjer. Alveg sama fyrirhyggjuleysið
og hjá stúlkunni sem jeg mintist á áðan.
Eða athugum fjárhúsin. Sinn kofinn í hverju túnhorn-