Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Blaðsíða 58
62
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
um hvað vinnusparnað snertir, þá má ekki sljetta í beð,
heldur sísljetta.
Ennfremur má minna á, að þar sem deiglent er þarf
að lokræsa. Jeg hefi sjeð margar sljettur þýfast upp aft-
ur af því þessa hefir ekki verið gætt. Landhagsskýrsl-
urnar bera líka með sjer, að lítið er lokræst — alt of
lítið. Með því gerum vjer oss skaða — stórskaða. Og
yfirleitt eigum vjer að starfa þannig, að eftirkomendurn-
ir geti tekið þar við, sem vjer hættum, bygt ofan á það,
sem vjer höfum bygt. F*ess skyldu allir gæta; þá yrðu
framfarirnar hraðskreiðari.
Ræktun túns eykur uppskeruna og styður þannig
að því að spara vinnuna. En það er margt fleira, sem
gjörir ræktun túnsins að máttarstoð bóndans. Pví ættu
allir að kappkosta að hafa stórt, vel ræktað og sljett
tún.
Áveituengi spara vinnu; því ber að hafa þau þar
sem kostur er.
Garðrækt sparar útgjöld til matarkaupa handa vinn-
endum, og því ber að hafa garð á hverjum bæ. Ekki
eitt einasta heimili ætti að vera án garðs.
Að endingu skal jeg þá draga saman þetta, sem jeg
held að hægt sje að gera til að minka útgjöidin til vinn-
unnar. Það verður þá:
1. Fá sjer verkfæri, svo hægt sje að nota hestaflið.
Með því vinst verkið margfalt fljótara en annars
• og verður miklu ódýrara.
2. Gera þær jarðabætur og húsabreytingar, sem hafa
vinnusparnað í för með sjer.
3. Vera hagsýnn í allri verkstjórn og verklaginn, svo
sem allra mest liggi eftir hvern verkfæran mann,
og nota þau handverkfæri sem best eru og fljót-
legast er að vinna með.
4. Reyna með auknum fjelagsskap, reglubundnum
vinnutíma eftir því sem hægt er, góðum lestri að