Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Blaðsíða 59
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands. 63
vetrum — á löngu, dimmu skammdegiskvöldunum —,
glæddri ættjarðarást, virðing fyrir vinnunni, og öðru
því, er stutt geti að því að fólk uni sjer í sveitun-
um, að fá það til að vera kyrt í þeim og vinna að
hagsæld þeirra.
5. Reyna að fá fólk frá Vesturheimi og kaupstöðun-
um til að flytja aftur í sveitirnar og efla velferð
þeirra.
6. Bæta löggjöfina, svo húsmannshreyfingunni eða
smábændahreyfingunni sje gert mögulegt að þrosk-
ast og dafna.
7. Stuðla að því að hægt verði að nota rafmagn og
aðra náttúrukrafta og nota vatnsafl og vindafl strax,
þar sem hægt er að koma því við.
Þetta er þá í stuttu máli það, sem jeg held að hægt
sje að gera.
Sumt af því má gera strax, sumt af því hefir að eins
framtíðar- og hugsjónagildi.
Þannig er það með rafmagnið, og þannig er það
með fólksstrauminn, sem við viljum fá aftur frá Vestur-
heimi og kaupstöðunum.
Sumt af því verður að koma smátt og smátt, eins
og húsasambyggingar. Næst þegar þarf að rífa þetta
húsið, er að færa það þangað, sem hin eiga að verða,
og byggja það þannig, að það megi bæta hinum við.
Og næst þegar vjer höfum tækifæri til að gera jarðabót,
gerum við hana þar, sem við höfum mestan hag af
því.
En sumt má gera strax.
Strax má vinna að því að bæta þau mein, sem fólk
flýr. Strax má byrja á því að nota góð handverkfæri og
temja sjer hagsýni.
Og strax má byrja á því að fá sjer verkfœri og nota
hestaflið. — Og inni jeg það með þessum orðum,
að einn eða tveir, þrír eða fjórir færu að nota það