Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Page 65
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands. 6Q
vallardagsláttu að stærð (9 □faðmar) og oftast í
2 — 3 reiti til samanburðar. Heyaflinn af hverjum
reit hefir verið veginn árlega og reiknað út eftir
því hve mikili hann yrði af dagsláttunni.
2. Pá hafa verið gerðar tilraunir um það, á hvern hátt
best væri að blanda grasfrætegundum, svo að hægt
væri að búa til varanlegt graslendi.
3. Það hefir ennfremur verið athugað, á hvern hátt
best væri að undirbúa land til grasfræsáningar.
Tilraunirnar hafa allar verið gerðar þar sem áður
var óbrotið land og óyrkt. Stundum hefir landið
verið brotið, borið á það og sáð grasfræi sama
árið, ella plægt, borið á, sáð fóðurrófum og höfr-
um 1—2 ár áður en grasfræi hefir verið sáð, eða
plægt og látið liggja ónotað 1—2 ár áður en gras-
fræi er sáð í það.
Vjer skulum nú athuga árangur tilraunanna nokkru
nánar.
Grastegundir.
Pær jurtir, sem ræktaðar eru á graslendi, eru aðallega
af tveimur ættum, grasaættinni og ertublómaættinni.
Með þessum tegundum hafa tilraunir verið gerðar.
a. Grasaættin.
Jarðvegurinn, þar sem tilraunirnar hafa verið gerðar,
er myldinn holtajarðvegur. Hann var brotinn, unninn
allvel og aðallega borinn á hann tilbúinn áburður hið
fyrsta ár, síðan búfjáráburður árlega.
Tilraunirnar byrjuðu vorið 1904.
Grastegundir þær, sem sáð hefir verið, eru þessar:
1. Vallarfoxgras (Phleum pratense), sem stundum er
nefnt »Timothe« eftir manni þeim, sem fyrstur byrjaði
að rækta það. Timothe var uppi í Norður-Ameríku á 18.
öld og gerði þar tilraunir með ræktun á vallarfoxgras-
inu; hældi hann því á hvert reipi og náði ræktun þess