Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Side 79
Ársiit Ræktunarfjeíags Norðurlands. 83
sundur og dreifa honum jafnt; síðan skal blanda hann
moldinni með því að herfa.
Hve mikið er borið á, og hvaða áburður, fer eftir
jarðvegi. Búfjáráburður er góður, en helst þarf að bera
hann á ári áður en grasfræinu er sáð, því hann þarf
langan tíma til að leysast upp, svo næringarefnin geti
dreifst jafnt um jarðveginn. Sje um óræktað land að
ræða, þarf að bera 100 eða alt að 200 hestum á vallar-
dagsláttuna. Sje notað hvorttveggja: búfjáráburður og
tilbúinn áburður, má nota þá áburðarblöndu, sem áður
er um getið, annars getur það verið nokkuð mismun-
andi eftir jarðvegi. Eigi þarf eins mikið að bera á til
þess að halda landinu í góðri rækt, síðar, eins og í
fyrsta skifti.
Sáning. Þegar jarðvegurinn er undirbúinn — nægilega
vel unninn og borið á hann — má sá. Best er gera það
svo snemma að vorinu, sqm unt er. Þótt klaki sje eigi
leystur úr jörðu eða snjóar og frost komi, eftir að sáð
er, gerir það engan skaða. En afar-þýðingarmikið er, að
sáð sje sem fyrst, á meðan raki er í jarðveginum. Á
því getur verið ótrúlega mikill munur, hve fræið kemur
betur upp, og plönturnar verða þroskameiri, þar sem
snemma er sáð en seint.
Fræinu má annaðhvort sá meðal skjólplanta eða án þeirra.
Sje fræinu sáð meðal skjólplanta, er best að nota
bygg eða hafra að skjólplöntum. Fræ þessara jurta spírar
fljótar en grasfræið, og plönturnar ná bráðlega miklum
þroska. Þær skýla því hinum smáu og veiku grasplönt-
um á frumvaxtarstigi þeirra og auka heyaflann að mikl-
um mun hið fyrsta ár. Næsta vetur deyja þær, en gras-
plönturnar lifa áfram og mynda þjettan og þroskamikinn
gróður, ef sáningin hefir hepnast vel.
Sjeu skjólplöntur notaðar, verður að gæta þess, að
þeim sje eigi sáð of þjett, eða þær látnar ná of miklum
þroska, áður en þær eru slegnar. Standi þær of þjett,
6*