Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Page 79

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Page 79
Ársiit Ræktunarfjeíags Norðurlands. 83 sundur og dreifa honum jafnt; síðan skal blanda hann moldinni með því að herfa. Hve mikið er borið á, og hvaða áburður, fer eftir jarðvegi. Búfjáráburður er góður, en helst þarf að bera hann á ári áður en grasfræinu er sáð, því hann þarf langan tíma til að leysast upp, svo næringarefnin geti dreifst jafnt um jarðveginn. Sje um óræktað land að ræða, þarf að bera 100 eða alt að 200 hestum á vallar- dagsláttuna. Sje notað hvorttveggja: búfjáráburður og tilbúinn áburður, má nota þá áburðarblöndu, sem áður er um getið, annars getur það verið nokkuð mismun- andi eftir jarðvegi. Eigi þarf eins mikið að bera á til þess að halda landinu í góðri rækt, síðar, eins og í fyrsta skifti. Sáning. Þegar jarðvegurinn er undirbúinn — nægilega vel unninn og borið á hann — má sá. Best er gera það svo snemma að vorinu, sqm unt er. Þótt klaki sje eigi leystur úr jörðu eða snjóar og frost komi, eftir að sáð er, gerir það engan skaða. En afar-þýðingarmikið er, að sáð sje sem fyrst, á meðan raki er í jarðveginum. Á því getur verið ótrúlega mikill munur, hve fræið kemur betur upp, og plönturnar verða þroskameiri, þar sem snemma er sáð en seint. Fræinu má annaðhvort sá meðal skjólplanta eða án þeirra. Sje fræinu sáð meðal skjólplanta, er best að nota bygg eða hafra að skjólplöntum. Fræ þessara jurta spírar fljótar en grasfræið, og plönturnar ná bráðlega miklum þroska. Þær skýla því hinum smáu og veiku grasplönt- um á frumvaxtarstigi þeirra og auka heyaflann að mikl- um mun hið fyrsta ár. Næsta vetur deyja þær, en gras- plönturnar lifa áfram og mynda þjettan og þroskamikinn gróður, ef sáningin hefir hepnast vel. Sjeu skjólplöntur notaðar, verður að gæta þess, að þeim sje eigi sáð of þjett, eða þær látnar ná of miklum þroska, áður en þær eru slegnar. Standi þær of þjett, 6*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.