Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Side 83
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
87
Áburður
Flutt . . . 120.00 kr.
............ 50.00 -
Samtals . . . 170.00 kr.
Hjer er einnig gert ráð fyrir myldnum jarðvegi, en
nokkuð seigari grasrót en í fyrra skiftið. Plæging sú,
sem ráðgerð er síðara árið, má eins vel fara fram haust-
inu áður, og þarf þá að eins að vorinu að herfa, jafna,
bera á og sá, svo snemma sem unt er. Að sjálfsögðu
má nota búfjáráburð eingöngu, þó svona sje að farið,
ef hann er borinn á haustinu áður en sáð er.
Við þessa áætlun er gert ráð fyrir, að vinnan sje
framkvæmd af æfðum mönnum, sem kunni vel umrædd
störf.
Sjeu hafrar eða fóðurrófur ræktuð í landi því, sem
ætlað er til grasfræsáningar — eitt eða fleiri ár, áður en
grasfræinu er sáð —, verður kostnaðurinn að sjálfsögðu
meiri við undirbúninginn. En uppskera sú, er fæst af
höfrunum eða fóðurrófunum, ætti fyllilega að borga
þann kostnaðarauka. í báðum þessum dæmum er gert
ráð fyrir, að óyrkt land sje tekið til ræktunar, og sje þó
eigi grýtt. Sje landið grýtt, svo losa þurfi eða sprengja
meira eða minna af grjóti og flytja í burtu, eykur það
mjög kostnaðinn; hann getur þá vel orðið 300 — 400 kr.
— eða jafnvei meira — á dagsláttuna. Sama er að segja
um það land, sem mjög er mishæðótt eða í miklum
halla, svo ervitt sje að koma við hestum, eða sje það
svo raklent, að ræsa þurfi fram. Að lokræsa mýrlendi,
sem á að gera að túni, kostar nálega 100.00 kr. dagsl.
Samanborin við þaksljettu-aðferðina verður fræsljettu-
aðferðin nokkru ódýrari, en eigi er sá munur stórkost'
legur, þegar þaksljetturnar eru unnar af æfðum mönnum
með góðum verkfærum — flagið plægt og hérfað.
Kostnaðurinn við þaksljetturnar á myldnu og góðu