Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Blaðsíða 107
Ársrit Ræktunarfje'.ags Norðurlands. 111
Að meðaltali var jarðeplauppskeran 125 vættir af dag-
sláttu. Af litlum blettum svaraði hún til 200 vætta af
dagsláttu. Hlutfallið milli útsæðis og uppskeru var 1: 9V2,
en af litlum blettum 1:20. Niðursetning jarðeplanna fór
fram í maílok og júníbyrjun.
Með júlíbyrjun kom hin hagstæðasta sprettutíð og
stóð það sem eftir var sumarsins, eða til 18. september.
Pá gerði úrfelli og frost, svo alt jarðeplagras fjell.
Að undanteknu vorinu 1906 hafa jarðeplin verið sett
niður í apríllok og maíbyrjun og flest haustin að ein-
hverju leyti. Vorið 1906 voru þau sett niður í maílok,
en meiri hluti þeirra þó í júní. F*á var uppskeran sama
sem engin. Nú mjög góð. Aðalorsökin var miklu hag-
stæðari sprettutíð. Pó má telja aðrar ástæður, sem sýni-
Iega áttu góðan þátt í uppskerunni.
1. Mikill áburður. Sökum uppskeruleysis sumurin ’06
og ’07 hefir fjárhagur fjelagsins bannað að kosta svo
miklu til áburðar, sem vera skyldi. Góð uppskera sum-
urin ’08 og ’09 hefir rjett svo við fjárhag fjelagsins, að
það gat ráðið bót á þessu, enda ekki hjá því komist,
því áburðarskorturinn var sýnilegur.
Borið var í garðinn 4600 pd. af útlendum áburði og
7672 t.fet af húsdýraáburði.
2. Stórt útsæði. Útsáðsjarðeplin voru valin talsvert
stærri en að undanförnu. Með því reynsla er fengin fyr-
ir því, að vænt útsæði gefur meiri uppskeru af ákveðnu
flatarmáli en smátt útsæði, hefir þetta átt sinn þátt í því
að auka uppskeruna, enda þótt hlutfallið milli útsæðis
og uppskeru yrði þrengra í haust en fyrrahaust.
3. Góð hirðing. Arfinn var plægður með handplóg
jafnóðum, svo hann þrengdi aldrei að jarðeplagrasinu.
Það hefir hann gert stundum áður. Moldinni hreykt upp
að því jafnóðum og það hækkaði. Það hefir að vísu
verið gert áður, en ekki eins vel og þurft hefði.
Aldrei verður það nægilega brýnt fyrir mönnum, sem
við matjurtarækt fást, að hafa garðana ekki stærri en