Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Síða 6
02
lífs fékkst hann við vísindaleg ritstörf og jafnvel blaða-
mennsku. Flestum mönnum fer svo, er þeir hafa mörg járn
í eldinum í einu, að hætt er við að eitthvert brenni. En
eigi verður annað séð en hvarvetna, þar sem Páll Briem
lagði hönd að verki, hafi eitthvað gengið undan, svo að
varanlegar minjar sjáist og spor séu mörkuð. Skal nú stiklað
á stóru um þau efni.
Þegar Páll Briem kom á þing 1887 má segja, að starfsemi
hans á vettvangi þjóðmálanna hefjist. Á alþingi lét hann
mjög til sín taka, enda fór þar saman einlægur áhugi og
þekking á málum. Hinsvegar urðu áhrif hans þar minni
en mátt hefði vænta. Bar þar til, að hann komst í andstöðu
við meiri liluta þingsins í stjórnarskrármálinu, en Páll
vildi leitast við að miðla þar málum, til þess að nokkur
endir fengist á deilur þær í bili. Hafði hann mjög forystu
fyrir miðlunarmönnum á þingi. Urðu deilur um mál þetta
mjög harðar, bæði innan þings og utan, og gekk Páll þar hart
fram, því að hann var maður skapríkur, sem ekki lét hlut
sinn, þótt í harðbakka slægi. En svo mjög létu andstæð-
ingar hans kné fylgja kviði á þingi, að ekki var hann kos-
inn í nokkra nefnd á alþingi 1891, og var hann þó almennt
viðurkenndur sem einn starfhæfasti maður þingsins. Það var
raunar mikið mein, að Páll Bríem skyldi þurfa að eyða
svo mjög orku sinni á þingi í hina harðvítugu deilu um
stjórnarskrármálið. Fyrir bragðið gætir minna afskipta hans
af öðrum málum, en geta má þess þó, að hann átti þar
mestan þátt að frumvarpi um forðabúr og heyásetning, sem
að vísu var fellt þá, en í umræðunum um það kom bezt í
ljós hinn glöggi skilningur Páls á þörfum og málefnum
landbúnaðarins.
Á árunum, sem Páll dvaldist í Reykjavík, skrifaði hann
margt í blöð og tímarit. Einkum ritaði hann margt í Þjóð-
ólf, bæði um stjórnmál og atvinnumál. í Andvara komu út
merkar ritgerðir um stjórnarskrármálið, fátækra- og skatta-