Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Síða 6

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Síða 6
02 lífs fékkst hann við vísindaleg ritstörf og jafnvel blaða- mennsku. Flestum mönnum fer svo, er þeir hafa mörg járn í eldinum í einu, að hætt er við að eitthvert brenni. En eigi verður annað séð en hvarvetna, þar sem Páll Briem lagði hönd að verki, hafi eitthvað gengið undan, svo að varanlegar minjar sjáist og spor séu mörkuð. Skal nú stiklað á stóru um þau efni. Þegar Páll Briem kom á þing 1887 má segja, að starfsemi hans á vettvangi þjóðmálanna hefjist. Á alþingi lét hann mjög til sín taka, enda fór þar saman einlægur áhugi og þekking á málum. Hinsvegar urðu áhrif hans þar minni en mátt hefði vænta. Bar þar til, að hann komst í andstöðu við meiri liluta þingsins í stjórnarskrármálinu, en Páll vildi leitast við að miðla þar málum, til þess að nokkur endir fengist á deilur þær í bili. Hafði hann mjög forystu fyrir miðlunarmönnum á þingi. Urðu deilur um mál þetta mjög harðar, bæði innan þings og utan, og gekk Páll þar hart fram, því að hann var maður skapríkur, sem ekki lét hlut sinn, þótt í harðbakka slægi. En svo mjög létu andstæð- ingar hans kné fylgja kviði á þingi, að ekki var hann kos- inn í nokkra nefnd á alþingi 1891, og var hann þó almennt viðurkenndur sem einn starfhæfasti maður þingsins. Það var raunar mikið mein, að Páll Bríem skyldi þurfa að eyða svo mjög orku sinni á þingi í hina harðvítugu deilu um stjórnarskrármálið. Fyrir bragðið gætir minna afskipta hans af öðrum málum, en geta má þess þó, að hann átti þar mestan þátt að frumvarpi um forðabúr og heyásetning, sem að vísu var fellt þá, en í umræðunum um það kom bezt í ljós hinn glöggi skilningur Páls á þörfum og málefnum landbúnaðarins. Á árunum, sem Páll dvaldist í Reykjavík, skrifaði hann margt í blöð og tímarit. Einkum ritaði hann margt í Þjóð- ólf, bæði um stjórnmál og atvinnumál. í Andvara komu út merkar ritgerðir um stjórnarskrármálið, fátækra- og skatta-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.