Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Qupperneq 7

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Qupperneq 7
63 mál. Einnig gaf hann þá út merkilegt erindi „Um frelsi og menntun kvenna“. í ritgerð sinni um fátækra- og skatta- málin sýnir hann fram á nauðsyn þess, að menn verði að leggja á sig skatta og kvaðir til þess að þjóðarbúskapurinn geti staðist. Slíkt var eigi vinsæl stefna á þeim dögum, og þurfti bæði dirfsku og framsýni til að halda slíku fram. Mjög athyglisverð er ritgerð Páls um ,J<relsi og rétt“. Stend- ur hún í góðu gildi enn í dag, og gætu þeir, sem við opin- ber mál fást, og raunar allur almenningur, lesið hana sér til gagnsemdar. Meðan Páll var sýslumaður Rangæinga, gætti hans lítt utan héraðs síns. Embættið gaf honum ærið að starfa, og hann hafði þá dregið sig í hlé frá stjórnmálabaráttunni, enda átti sá seinagangur, er þar var á málunum, lítt við skap hans, og vafalaust hefur reynsla hans frá þingsetunni fært honum heim sanninn um, að eins og sakir stæðu, myndu kraftar hans nýtast betur annars staðar en á Alþingi. Með amtmannsembættinu hefst nýr þáttur í ævi hans. Embættið sjálft var ekki talið ýkja þýðingarmikið um þær mundir, var það að miklu leyti skrifstofuvinna. Hinsvegar gaf það þeim manni, sem með það fór, tækifæri til að koma víða við sögu, ef hann vildi, og var í sjálfu sér ekki anna- samt. En Páll Briem sá verkefnin, hvar sem þau voru fyrir hendi, og var ótrauður að leggja hönd á plóginn, hvar og hvenær sem þörfin kallaði. Um störf hans í amtmanns- embætti kemst dr. Þorkell Jóhannesson mjög vel að orði, er hann segir: „Hafi nokkur íslenzkur embættismaður spurt fremur að því: Þarf að gera þetta? heldur en hinu: Þarf ég að gera það? þá var það Páll Briern." Enda þótt áhugamál hans væru mörg, þá ber þó tvö mál hæst þeirra, er hann beitti sér fyrir, búnaðarmál og mennta- mál. Þess er þegar getið, að Páll Briem rak myndarbú, meðan hann var sýslumaður Rangæinga, og á Alþingi beitti hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.