Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Blaðsíða 46
102
sem málið er hið sama og talað sem líkast og var í heima-
byggð fólksins. Enn fremur, að náttúruskilyrði, veðurfar og
búrekstrarform sé svipað og á þeim stað, er þeir urðu að
yfirgefa. í þriðja lagi, að þeir, sem bjuggu við þröngan land-
kost áður, skyldu fá meira og betra land en þeir höfðu áður.
Er þetta gert til þess að gera búin hæfari til að hagnýta sér
tækni og til að eila búrekstraraðstöðuna almennt.
Karelíu-íbúar eru því vistaðir að nýju í suður- og mið-
hluta landsins. Fólk frá Salle og Kerusamo fær land þar
norður af. Nýbyggðasvæði eru stofnuð í norður frá Tomeo
í Lapplandi fyrir Petsamosvæðið, og Porkalabúar eru fluttir
syðst í landið, austur af Borgeaa, en þar er töluð bæði sænska
og finnska. Þess er einnig gætt við samningana, að hlutföll-
in í viðkomandi héraði milli sænskumælandi manna og
finnskumælandi breytist sem minnst.
II. Stœrð bújarða og býla á nýbyggðasvæðum.
Samkvæmt lögunum um landútvegun skal skipting lands
og ákvörðun landstærðar miðast við að fólkið fái lífsfram-
færi sitt að fjórum leiðum:
1. Af ræktuðum bújörðum, er séu það stórar eða hafi að-
stöðu til að verða það stórar, að hver meðalfjölskylda hafi
allt sitt lífsframfæri af jörðinni.
2. Að fólkið hafi lífsframfæri að nokkru leyti af atvinnu-
tækjum frá iðnaði eða öðrum atvinnugreinum, en hafi al-
mennan búrekstur, garðrækt og skóg til heimilisnota sem
verulegan þátt í framfærslunni.
3. Byggingarlóðir fyrir þá, sem hafa alla framfærslu sína
af öðru en landbúnaði.
4. Landréttindi til þeirra, sem stunda fiskveiðar í sjó eða
vötnum, og í sambandi við vatnaveiði fá þeir úthlutað sér-
stökum fiskveiðiréttindum ásamt lóðarréttindunum.
Þeir, sem fá aðstöðu til jarðnæðis í fyrsta flokki, fá ræktað
og ræktunarhæft land 5—15 ha eftir aðstæðum í viðkomandi