Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Side 54

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Side 54
110 Það er bannað, án samþykkis landnámsstjómar, að skipta og afhenda hluta af eignunum. Viðhald eignanna má ekki vanrækja. Gildir það einnig um jarðeignina, ræktun og skóg. Samkvæmt viðhaldsákvæðunum um skóginn gildir það, að árleg felling rná ekki vera meiri en svo, að árlegur vöxtur viðhaldi jafnri eftirtekju skógarins. Hins vegar mega þeir nota skóginn til eigin þarfa, efnivið og eldsneyti til heimilis- notkunar án sérstakra leyfa. Sölutimbur má því aðeins vinna og framleiða, að héraðsnefnd og skógareftirlitið leyfi og stimpli það, sem leyft er að höggva hvert ár. Ef eigandi gerist sekur um óheimila sölu viðar eða brýtur takmarkanafyrirmæli um notkun skógarins, falla ríkisfram- lögin að hluta eða öll í gjalddaga og verða að greiðast, ásamt refsiprócentu, sem getur numið 25% og í einstöku tilfelli 50% af gangverði eignarinnar. Þessi lagaákvæði eru fyrir hverja eign gildandi í 20 ár frá því, að kaupbréf er undirritað. Undanskildir þessum ákvæð- um eru allir þeir, sem rétt áttu til að fá bújörð vegna flutn- ings af heimilum sínum á hinum afhentu svæðum. Þar gilda ákvæðin aðeins til 5 ára, og í 10 ár fyrir þá, sem aðeins hafa byggingarlóðarréttindi. Þó getur landnámsstjórn og landbúnaðarráðuneyti leyst þá einstaklinga frá þessum takmörkunum, er hafa ræktað eignina og búa þar fullu búi. Það eru nú 35 þúsund eignir, sem háðar eru þessum tryggingarákvæðum.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.