Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Qupperneq 11

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Qupperneq 11
67 það. Þegar hann hafði lesið allt um málið, fór hann að velta því fyrir sér og íhuga það frá öllum hliðum. Þá komu eiginlega hans hressandi stundir, því þá gekk hann vana- lega út til að hugsa og yfirvega.... Aldrei settist hann niður til að skrifa um slíkt mál fyrr en hann hafði gjör- hugsað það, en þá sat hann líka við svo að segja dag og nótt.“ En hins gætir og, að hinn mikli og margbreytti fróð- leikur með aragrúa tilvitnana gerir oft ritgerðir Páls Briem þyngri aflestrar en ella mundi. Páll Briem ritaði margt um menntun og skólahald. Merk- ast í því efni er ritgerðin „Menntun barna og unglinga“ í 4. og 5. árgangi Lögfrœðings, en Lögfræðingur var ársrit um „lögfræði, löggjafarmál og þjóðhagsfræði“, er hann gaf út í 5 ár á Akureyri, og ritaði af bróðurpartinn. I ritgerð þeirri, sem getið var, lýsti hann menntunarástandi almenn- ings hér með mjög dökkum litum. Hann fór hörðum orð- um um þá hjátrú, að alþýða manna væri betur mennt hér en annars staðar, því að meðan hún yrði eigi kveðin niður, væri lítilla úrbóta von. Sýndi hann fram á, að íslendingar gerðu allra siðmenntaðra þjóða minnst til eflingar mennt- un og skólahaldi; segir hann „að í menntamálum alþýðu ráði réttnefnd andleg horkóngapólitík, og að íslenzka þjóðin sé af öllum þjóðum í Norðurálfunni, að Tyrkjum einum undanskildum, mestur andlegur horkóngur". Til þess að bæta úr þessu krafðist hann meiri fjárframlaga af alþingi, og þá um leið meiri skattaálagna. Einnig sýndi hann fram á, að kjör embættismanna væru næsta rýr. Mörgum sveið undan árásum þessum, og enn meir mun mönnum hafa fundizt til um kröfur hans um aukna skatta og ummælin um kjör embættismanna. Hitt duldizt mönnum, hver fram- farahugur lá þar að baki, og að ádeilan var skrifuð í hita heilagrar vandlætingar yfir því, sem aflaga fór. Og þótt margir yrðu til að mæla móti tillögum amtmanns þá, hefur reynslan sýnt, að það sem hann krafðist þá að gert yrði, 5*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.