Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Qupperneq 19
Ólafur Jónsson:
Enn að austan. - Stór og lítill hreppur.
I 1. hefti Ársritsins þ. á. skrifaði ég greinarstúf um ætt-
byggð mína, Fljótsdalshérað, lýsti í fám orðum sérkennum
hennar og drap á nokkuð, er ég taldi að henni mætti til
þrifa verða og vegsauka. Eg hef orðið þess var, að sumir les-
endur Ársritsins hafa lesið þessa grein með nokkurri athygli,
jafnvel þótt hún snerti ekki þeirra hagsmuni eða nánasta
umhverfi, og getur þó orkað tvímælis, hvemig hagsmunum
einstaklings í litlu þjóðfélagi skuli stakkur skorinn, eða
hvort aðstaða og afkoma hvers einstaks byggðarlags á land-
inu er ekki hagsmunamál allra, er landið byggja. Vona ég
því að mér fyrirgefist, þótt ég víki enn á sömu sveif og bæti
örlitlu við fyrri grein mína.
Ef vér tökum hringmát og drögum hring með 70 km
armi, þar sem Egilsstaðir við Lagarfljót eru miðjan, þá
verður innan þess baugs öll byggð í Múlasýslum, norður
fyrir Vopnafjörð og suður fyrir Berufjörð. Má af því marka,
hve miðsætis Egilsstaðir liggja.
Allir vegir héraðsins mætast á Egilsstöðum, og þaðan
liggja einnig allar leiðir til Austfjarðanna, er aðeins verða
tengdir saman á landi með vegakerfi til Héraðs. Liggja nú
hvorki meira né minna heldur en fjórir akvegir af Héraði
til Fjarða. Er þar fyrst vegur um Skriðdal, Breiðdalsheiði
til Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Berufjarðar og byggð-
anna þar sunnan við. Þá kemur næst vegurinn um Fagradal
til Reyðarfjarðar, er þaðan greinist um Eskifjörð til Norð-