Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 58

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 58
114 Þetta yrði áreiðanlega aldrei annað en „sport fyrir idjóta"! Auk þess sem bændurnir máttu ekki við því að missa neitt af beitilandi sínu. — Fyrir 100 árum var ekki til svo mikið sem teinungur á Jaðrinum, syðsta hluta Rogalands. íslend- ingi, sem þangað kemur nú, finnst sem þar sé nú skógur um allt. Raunar eru þar ekki stórir, samfelldir skógar, en óend- anlega margir fagrir trjálundir, og þar er nú stærsti sam- felldi gróðursetti skógur Noregs, 7—800 ha að flatarmáli. Og í þessu stóra héraði er hvert einasta tré gróðursett af manna- höndum, og enginn Jaðarbúi vildi víst sjá á bak skógin- um nú. Fyrir 100 árum var Flöyfjallið, sem Björgvin stendur við, jafn mikill berangur og Öskjuhlíðin í Reykjavík er nú. En svo er sáluðum meðlimum öldrykkjuklúbbs Björgvinjar fyrir að þakka, að hið sama fjall er nú þakið glæstum skógi frá rótum upp á tind. Það voru nefnilega félagsbundnir öl- drykkjumenn, sem tóku sig saman um „að klæða fjallið" fyrir ofan bæinn sinn! Hliðstæðan við starf og erfiðleika brautryðjenda skóg- ræktarinnar á íslandi er of augljós til að skýringa sé þörf. í Vestur-Noregi hafa erlendar trjátegundir reynzt happa- drýgri í skógræktinni en hinar „innlendu". Eg set orðin í gæsalappir, vegna þess að sú trjátegund, sem skógræktin þarna byggir framtíð sína á, er rauðgrenið. En það hefur aldrei vaxið af sjálfu sér á svæðinu frá Ögðum til Þrænda- laga. Vesturlandsfylkin eru gerólíkt land suður- og austur- hluta Noregs, þar sem rauðgrenið á heimkynni. Samt hefur raunin orðið sú, að það vex betur á Vesturlandinu en í átt- högunum. í skógi búnaðarskólans á Steini, skammt frá Björgvin, stendur nú frægasti greniskógur Noregs. Fyrir 89 árum voru þar berir lyngmóar. Árið 1949, 81 ári eftir gróð- ursetningu, hafði skógurinn þar framleitt 1.170 tenings- metra viðar á hektara, og meðalhæð trjáanna, sem eftir stóðu

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.