Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Blaðsíða 25
81
Þótt það eitt að viðhalda byggð í Loðmundarfirði geti
réttlætt þessa vegagerð, þá eru þó fleiri stoðir, sem undir
hana renna. Seyðisfjörður hefur léleg skilyrði til landbún-
aðar, og lengi hefur hann skort landbúnaðarvörur, t. d.
orðið að flytja mjólk ofan af Héraði um hávetur, oft á snjó-
bíl við mjög örðuga aðstöðu og með ærnum kostnaði. í
Loðmundarfirði er hægt að framleiða allar þær landbún-
aðarafurðir, sem Seyðisfjörður þarfnast, og eigi þarf að efa,
að flutningur á þeim að vetrinum til Seyðisfjarðar, eftir vegi,
er fylgdi sjó alla leið, mundi verða mun öruggari og auð-
veldari heldur en yfir háa og snjóþunga fjallvegi ofan af
Héraði.
Þá er þess að minnast, að í Loðmundarfirði hefur fundizt
mikið magn af bergtegund þeirri, sem nefnd hefur verið
biksteinn eða perlusteinn. Hún er gædd þeim eiginleika að
þenjast við hita og er því eftirsótt í einangrun og léttsteypu.
Telja fróðir menn, að þarna geti verið um veruleg útflutn-
ingsverðmæti að ræða, og að vel muni geta svarað kostnaði,
þótt flytja þurfi perlusteininn 25 km vegalengd með bifreið-
um til skips. Vegur til Seyðisfjarðar mundi því gera perlu-
steinsnám í Loðmundarfirði mögulegt og jafnframt auðga
atvinnulíf Seyðisfjarðar, sem er allt of fátæklegt, einkum að
vetrinum.
Að þessu athuguðu verður eigi annað séð, en að vegar-
lagning frá Loðmundarfirði til Seyðisfjarðar sé þjóðfélags-
legt nauðsynjamál, sem eigi megi dragast, svo framarlega
sem eitthvað á að gera til þess að skapa jafnvægi í byggð
landsins, og eigi kæmi mér á óvart, þegar sá vegur væri
gerður, þótt Loðmundarfjörður byggðist aftur fljótlega til
jafns við það, er áður var, en þó ef til vill nokkuð á annan
veg.
Síðastliðið sumar skoðaði landnámsstjóri Loðmundarfjörð
og taldi landbúnaðarskilyrði þar mjög góð og skilyrði til
mikið aukinnar byggðar, og get ég stutt þá skoðun.
6